Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Qupperneq 19

Fálkinn - 07.06.1961, Qupperneq 19
OMMUBÆ Bastian er yfirvald, sem vill gera gott úr öllu og gefa lítilmagnanum sama rétt og öðrum og það er einmitt lífs- speki skáldsins, sem sagði, að hann vildi að hann gæti verið eins góður maður og Bastian. Áreiðanlega verður Kardemommu- bærinn sýndur hér aftur og aftur rétt eins og íslandsklukkan. En nú er von á því að Þjóðleikhúsið sýni þar næsta vetur leikrit Egners „Klifurmúsin og hin dýrin í Hálsaskógi“ og enn hefur Egner í smíðum nýtt leikrit, sem ekki er ósvipað að stíl og Kardemommubær- inn. Egner sá hér Þingvelli, Geysi og fleiri staði. Eins og öðrum útlending- um fannst honum náttúra landsins sér- kennileg og falleg, en hann sagðist ekki geta áttað sig á öllu hér fyrr en hann kæmi aftur heim — þá myndu minningarnar héðan streyma fram í huga hans. Kannski semur hann leik- rit eða sögu sem gerist á íslandi? Hann ætlar að minnsta kost að koma hingað aftur. Egner er giftur og fjögurra barna faðir. Hann býr rétt utan við Osló á stað þar sem hinn stórbrotni norski listamaður Edvard Munch bjó. Þar er nú „listamannanýlenda". Konur vina hans komu margar til hans þegar Soffía frænka var orðin landsfræg og spurðu hann í trúnaði hvort hann hefði haft þær í huga er hann skapaði þessa ágætu persónu! Og hver segir svo að Kardemommu- bærinn sé „bara ævintýri“? Thorbjörn Egner í góðum félagsskap. Það er Emilía Jónasdóttir (Soffía frænka), sem. er við hlið hans, en allt í kring eru börn og unglingar í Kardemommubæ. Það kemur kannski illa fram á myndinni, að þau eru með konfektkassa í höndunum, sem sælgætisverksmiðjan Nói gaf þeim. Á loki kassanna er mynd af Kardemommubæ. Bastian bæjarfógeti var með heljarmikinn vindil, þegar hann kom að hljóð- nemanum. Hann var í mjög góðu skapi eins og endranær. Hann hefur stjórnað 74 hátíðum. í Kardemommubæ, en í kvöld átti hann frí. Þjóðleik- hússtjóri stjórnaði 75. hátíðinni. Bastian er auðvitað Róbert Arnfinnsson. Og síðast en ekki sízt sjáum við ofurlitla svipmynd frá borðhaldinu, eitt af þeim mörgu börnum, sem tóku þátt í uppskeruhátíðinni í Kardimommu- bænum. (Ljósm. FÁLKINN).

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.