Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Side 20

Fálkinn - 07.06.1961, Side 20
€l4ftn$a*i FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH ÞRIÐJI HLUTI Það er kannske hugsanlegt að kveikt hafi verið í, það verð- ur lögreglan að rannsaka. En ég er ekkert við það riðinn.“ Nú var dyrabjöllunni hringt. Cornell stóð kyrr á miðju gólfinu. Augu hans leituðu á ný til Helenu. Hann hugsaði sig um. Það var ekki hringt aftur. „Þetta er kannske bara betlari,“ sagði Helen til að segja eitthvað. Cornell fór fram að dyrunum, sem vissu að ganginum. „Bíðið þér bara,“ sagði hann við fréttastúlkuna. „Þér trufl- ið ekki.“ Eftir dálitla stund kom hann inn aftur með ungan, herðabreiðan mann í flosfrakka, og var kraginn brettur upp. Ungi maðurinn hélt á hattinum í hendinni. Helen tók eftir andlitsfalli hans. Það var ógáfulegt og syfjulegt, eins og á dreng, sem verið hefur of hraðvaxta, svo að þroski heilans hefur ekki getið fylgzt með líkamsþroskanum. Maðurinn kinkaði kolli til hennar og horfði lengi á hana. Það var helzt að sjá, að hann héldi að þetta væri vinstúlka Cornells. „Ég þarf að tala við yður einslega. Um þetta hérna .... þér vitið.“ Cornell baðaði út höndunum. „Ég hef engin leyndarmál fyrir ungfrú Truby,“ sagði hann og brosti. „Látið hana fara út samt,“ sagði maðurinn lágt. „Ég kann ekki við svipinn á henni. Eftir minni meiningu er hún mein- lega forvitin.“ „Getið þér ekki komið seinna?“ spurði Helen. „Okkur Cor- nell leið svo notalega.“ Ungi maðurinn gretti sig og nöldraði: „Hypjið yður á burt, systir — og mundu, að við höfum ekki hitzt.“ Helen Trubu hleypti brúnum. Hún sneri sér hálfvegis að Cornell. „Það eruð þér, sem eruð húsbóndi hér á heimilinu, — er ekki svo?“ sagði hún. „Mér finnst þetta koma dálítið — eh — glæpsamlega fyrir sjónir.“ Cornell beit á vörina, vandræðalegur. Svo sagði hann: „Ekki vitund. Það er bara Terry sem er flón. Hérna eru peningarnir, Terry.“ Hann dró út skrifborðsskúffu og tók þykkan hlaða af græn- um 100 dollara seðlum upp úr henni. Helen taldist svo til, að þetta væru ekki minna en 5000 dollarar — kannski 6000 ... 10% af tryggingarupphæðinni. Terry horfði ólundarlega á hana. Svo fór hann að telja peningana. Það voru 7000 dollarar. „Þetta er góð borgun,“ muldraði stúlkan. Terry tók fast utan um seðlabúntið, eins og hann væri hræddur um að hún ætlaði að hrifsa peningana af sér. „Borgun — fyrir hvað?“ spurði hann önugur. Hann horfði fremur á Cornell en á stúlkuna. „Þetta er gömul skuld,“ sagði kaupmaðurinn óðamála. „Ég skulda Terry. þetta fyrir stóra skinnasendingu.“ Helen saup á vermouthglasinu. „Viljið þér endilega láta mig trúa því?“ spurði hún. „Þér getið trúað því sem yður þykir trúlegast." ... Corn- ell roðnaði ofurlítið í kinnum. Hann hrökk við því að nú var enn hringt við dyrnar. Hann leit á Terry. Augu hins unga risa horfðu á víxl á þrennar dyrnar í stofunni. 20 FALKINN „Hverja leiðina?“ spurði hann stutt. Helen fór að hlæja. Það er engin ástæða til að verða hræddur. Þetta er kunn- ingi minn, sem er blaðaljósmyndari. Ég sagði yður, að ég yrði að fá nokkrar myndir úr íbúðinni yðar til að hafa með viðtalinu, Cornell.“ „Er hún með öllum mjalla?" spurði Terry og benti fyrir- litlega til Helen. Cornell hristi höfuðið. Það var erfitt að láta þennan moð- haus fara skynsamlega að ráði sínu. Cornell var gætinn mað- ur, hann hafði aldrei komizt í tæri við lögregluna — ekki 1 þessum skilningi, að minnsta kosti. „Seztu, Terry,“ sagði hann. „Fáðu þér glas með okkur. . . Viltu ekki fara úr frakkanum?“ „Nei, fjandinn fjarri mér.“ Enn var dyrabjöllunni hringt. Terry stakk seðlabúntinu í barm sér, svo að hann gildnaði ótrúlega mikið. Hann tók gap- andi við viskíglasinu, sem Cornell rétti honum. Terry vissi varla hvað hræðsla var. Og hann var vanur að gera það, sem honum var sagt. En enginn hafði sagt honum hvað hann ætti að gera ef hann hitti Cornell með lögulegri stelpu, sem meira að segja var ekki laus við að vilja sletta sér fram í það, sem þeirra Terry og Cornell fór á milli. Cornell fór fram og opnaði. Það var Dave Dott, sem hafði hringt. Það hafði verið svo um talað að hann settist inn í kaffihús þarna rétt hjá og hefði gát á húsinu. Hann hlýtur að hafa séð Terry fara inn og rennt grun í hvert erindi hans væri. „Gott kvöld, Helen,“ sagði hann og kinkaði kolli til frétta-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.