Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Page 24

Fálkinn - 07.06.1961, Page 24
^cllffÚH — áh kamktiœta MÖNNUM finnst, að ekkert sumar hafi verið, ef þeim hefur ekki tekizt að verða sólbrúnir. Og rétt er það, að við lítum hraustlegri út, ef við erum sólbrún, þ. e. a. s. ef það er í hófi. Auk þess er sólarskinið hollt, myndar hið mikilvæga D-vita- mín í húð okkar, en það eykur svo aftur mótstöðuafl okkar. En dvöl í sólinni getur haft sínar skuggahliðar, ef við hög- um okkur óskynsamlega. Það er ekkert vit í því að liggja t. d. heilan dag í glampandi sól fyrsta dag sumarfrísins, í von um að afla sér hins langþráða brúna lits á mettíma. Við verðum smátt og smátt að verja hörundið við geisla sólar- innar, aðeins þá verður árangurinn góður. Sólbruni er óþægilegur og getur í versta tilfelli verið lífs- hættulegur. Sé legið hreyfingarlaus tímum saman í sterku sólskini, getum við fengið sólsting eða hitaslag, einkum sé þess ekki gætt að hlífa höfðinu. Sé sólbruninn aðeins á einstaka stað, skeður ekkert annað en mann svíður dálítið, sem veldur að vísu dálitlum óþæg- indum; en nái sólbruninn yfir allan líkamann, getur hann talizt til fyrstu eða annars gráðu af brunasárum. Skíni sólin lengi á höfuðið getum við fengið sólsting, sem lýsir sér með svima, höfuðverk, sjóngöllum, manni getur orð- ið erfitt um andardrátt og svo fylgir þessu oft hiti. HIÐ RÉTTA SÓLBAÐ. 1. dagur: Það borgar sig að fara gætilega í sakirnar fyrsta daginn, fara t. d. tvisvar í sólbað 10 mínútur í senn. 2. dagur: Tvisvar sinnum 20 mínútur, muna eftir að snúa sér nógu oft. 3. —4. dagur: Tvisvar sinnum 30 mínútur. 5. dagur: 40 mínútur og nú getum við farið að leyfa okkur að liggja tímum saman, að vísu ekki allan tímann léttklædd. Eins er vert að minnast, að við þolum lengri tíma, ef við erum á hreyfingu, einnig liggi maður við baðströnd og getur kælt sig við og við í vatninu. Þeir, sem eru Ijóshærðir eða rauðhærðir, hafa oft mjög viðkvæma húð og brenna því oft illa. Þeim sem þannig er farið skal bent á að fá áburð hjá lækni til að bera á sig, einn- ig er vert að vita, að vel má verða sólbrúnn, þótt ekki sé setið í sterku sólskini. Dragið ykkur heldur í skuggann en eiga á hættu að brenna. Það getur verið freistandi að blunda dálítið. En varizt það. Þegar sofið er vinnur líkaminn aðeins að hálfu, og þolir því alls ekki þá aukaáreynslu, sem sólargeislarnir og hitinn leggja á hann. En eins og fyrr segir, þá þolum við sólina betur ef við erum á hreyfingu. Verja verður augun fyrir hinu sterka sólskini, en því mið- ur koma hvítir baugar, þar sem sólgleraugun skyggja á. Við verðum því að taka gleraugun ofan við og við. Gott er að liggja með augun aftur og hlífir það þá augunum mikið að leggja græn lauf á augnalokin. r} ■ .

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.