Fálkinn


Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 07.06.1961, Blaðsíða 25
Nefið vill stundum brenna illilega, hlífið því með blaði eða öðru, sem til fellur. Flest sólkrem og olíur er betra að bera á sig eftir að legið hefur verið í sólbaði en á undan. Er oft dálítið af vatni í slíkum smyrslum, sem vill sjóða á húðinni og veldur slæmum bruna. Einnig loka þau fyrir allar svitaholur, varna því eðlilegri útgufun, svo líkam- anum verður óhægt um vik að kæla sig á eðlilegan hátt. Hafi maður orðið fyrir því óláni að sólbrenna er bezt að púðra húðina með talkúmi eða kartöflumjöli. í alvarlegri tilfellum verður að leggja olivinolíu- kompressu á. Á andlitið er bezt að setja kompressur undnar á andlitið. Setið aldrei vatn eða sápu á sólbrennt hör- und og þeim mun síður „skintonik“, sem inniheldur spritt. Það er hægt að búa sérstaklega vel að græðlingunum, er þeim hefur verið plantað á venjulegan hátt í jurtapott. Setjið jurtapottinn í glæran plastpoka og lokið pokanum síðan með teygju. Plastpokinn er eins konar gróðurhús, munið að opna fyrir pokaopið við og við t. d. daglega og hleypið fersku lofti inn til plöntunnar. ★ Notið kökukeflið til að ná vatninu úr ullarflíkinni að þvotti loknum. Legg- ið hana í stykki, sléttið vel úr henni, og keflið síðan þétt yfir. Leggið hana síðan á dagblað. Flíkin þornar fyrr en ella, auk þess ætti að vera ónauðsynlegt Rabarbari er ein þeirra grænmetisteg- unda, sem við höfum allt sumarið. Hann er ferskur á bragðið, sérstaklega fyrst á vorin, þegar hann er ekkert úr sér vaxinn. í rabarbara er oralsýra, sem getur í versta tilfelli, haft skaðleg áhrif á heilsuna. Ef oralsýran er ekki eyði- lögð við matartilbúninginn, þá stelur hún kalkinu úr öðrum fæðutegundum, t. d. mjólkinni, sem höfð er sem útálát á grautinn. En það hefur í för með sér, að við getum ekki notfært okkur þetta kalk, sem er einkum bagalegt fyrir börn, en þeim er kalkið nauðsynlegt við bygg- ingu beinanna. Þessi oralsýrusölt geta einnig fallið út í nýrunum og myndað þar steina. En við getum á mjög einfaldan hátt losað okkur við oralsýruna. Bætið ein- faldlega 1 msk. af 40% kalciumklorid- upplausn í hvert kg. af rabarbara (fæst í lyfj averzlunum og geymist ótakmark- að), þegar hann er soðinn. Ef ætlunin er að búa til saft, er gott að láta saft- ina bíða til næsta dags, svo að hún verði tærari, því að hún verður dálítið ótær af þessu. Og þá skulum við snúa okkur að sjálfri tertunni. í hana notum við nál. V2 kg. rabarbara. 4 msk sykur V2 stöng vanilla 5 blöð matarlím. Eggjabráð: 1 msk kartöflumjöl Va 1. mjólk V2 msk sykur 35 g gróft saxaðar möndlur 2 egg 3 tertubotnar Vi 1 þeyttur rjómi. Hreinsið rabarbarann og skerið legg- ina í 2—3cm langa bita. Setið í pott, stráið sykri á milli ásamt kornunum úr vanillustönginni. Hitið við hægan eld eða yfir gufu, þar til rabarbarabitarnir eru meyrir, en samt heilir. Látnir á gata- sigt og 4 dl af rabarbarasaftinni er hleypt með 5 blöðum af matarlími. Kartöflumjölið hrært út með kaldri mjólkinni, sykri og söxuðum möndlum hrært saman við. Hitað að suðu, hrært stöðugt í á meðan. Eggin þeytt, kreminu hrært saman við. Hellt í pottinn aftur, hitað á ný. Gætið að því að láta eggin mærna. Kælt. Helmingurinn af kalda rabarbaranum dreift yfir tertubotn nr. 1, hellið helm- ingnum af hálfhlaupinni saftinni yfir. Tertubotn nr. 2 lagður ofan á og á hann er eggjabráðin smurð. Setið nú 3ja tertubotninn ofan á og á hann er af- gangurinn af rabarbaranum og hlaup- inu settur. Skreytt með þeyttum rjóma. Tertu þessa er ýmist hægt að bera fram sem ábætisrétt eða með kaffi. að pressa hana, þegar hún er orðin þurr. ★ Rennið velvolgu vatni yfir eggin, áð- ur en þau eru sett í suðuvatnið, þá hætt- ir þeim síður til að springa. Þetta kem- ur sér einkum vel, ef eggin eru tekin beint úr ísskápnum. Ágætt er að smyrja dálitlu smjöri á fatið, sem ætlunin er að bera ís fram á. Þá liggur ísinn kyrr, fer ekki á fleygi- ferð, þegar skera á hann niður. ★ Rífið 2—3 epli saman við deigið, næst er þið ætlið að baka blautköku (egg, sykur, hveitj). Eplin gera kökuna mýkri og auk þess geymist hún betur. fötótj. Hrtitjaha ^tmqr'wAÁcttir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.