Fálkinn - 07.06.1961, Side 28
SÆTTIR -
Frh. af bls. 11
sannkristin sál í borginni tekin til meS-
ferðar, svo fremi, sem hún var komin
til vits og ára, örlætið gekk jafnvel
svo langt, að það náði til nokkurra
þurfalinga austur í Flóa. Og ekki var
sjón að sjá Jakob eftir fyrstu vikuna.
Hann var orðinn svo tærður, að hann
sá í gegnum sjálfan sig, og var tek-
inn að fljóta í loftinu.
— Ég á orðið eins erfitt að halda
mig við jörðina, tautaði Jakob ráðvillt-
ur, eins og ósyndur maður við yfir-
borðið.
Og hann var að því kominn að gef-
ast upp við þetta allt saman, þegar hann
loks fékk umbun þolinmæðinnar. En
það skeði með þeim hætti, að hann
villtist óvart í saumaklúbb í stað kaffi-
kerlingagildis.
— Kannski ég doki aðeins við, úr því
ég er á annað borð kominn hingað, hugs-
aði Jakob og lagði við hlustirnar. Þá
var það, sem óvinurinn barst í tal. Og
þau orð, sem um óvininn féllu, bættu
Jakobi upp öll hin óteljandi vonbrigði
síðustu ára. Hann vissi sosum, að hel-
vizkur dóninn hafði margt óhreint á
samvizkunni, það þurfti nú enginn að
segja honum. En að hann hefði öll þessi
ósköp, — og Jakob hristi kollinn alveg
dolfallinn.
Enginn annar en erfðafjandinn gat
— Tilveran er orðin önnur, síð-
an við fengum mótorhjólið.
— Við skulum prófa þarna við
hitt þilið!
28 FÁLKINN
þolað slíka sálgreiningu án þess að
verða meint af! í fyrsta sinn var Jakob
gripinn lotningu í garð kvenþjóðarinn-
ar. Slíkri skyggni á mannlegt eðli hefði
hann aldrei trúað að óreyndu, að nokk-
ur kvenvera væri gædd. Og Jakob hélt
hrærður í huga til sinna fornu vinnu-
stöðva, og það hlakkaði í honum. Nokkr-
ar setningar ,sem hann hafði gripið
í lokin, fjölluðu um brúðkaupsferð.
Jakob tautaði, þar sem hann stóð við
húsdyr óvinarins.
Jæja, svo kvikindið hefur þá svona
af sjálfsdáðum leitt yfir sig þá ógæfu
að ganga í heilagt hjónaband! Og hann
hugsaði hlýtt, mjög hlýtt til hins til-
vonandi bandamanns. Svo kom erki-
óvinurinn heim úr brúðkaupsferðinni
með sína ektakvinnu. Þá brá Jakobi í
brún. Brá svo í brún, að ekki munaði
miklu að hann hrykki inn í þriðju til-
veruna. Eiginkona óvinarins var sem
sé enginn annar en hans forni hús-
bóndi — fyrrverandi eiginkona hans!
Og það var ekki sjáanlegt, að hún
sakni mín mikið eða hafi samvizkubit,
bölvuð tófan. Andlitið jafn steinrunnið
og fyrr, ekki nokkur viðkvæmnisdrátt-
ur! Tja, þar hæfði þó skel kjafti, hugs-
aði Jakob. Bæði eru skæðin úr sama
skinni.
Og hann hóf hernaðinn á nýjan leik,
bara öllu ákafar. Hver hugmyndin af
annarri fæddist í hans frjósama heila,
en þær urðu því miður flestar ófram-
kvæmanlegar í reynd. Því eins ákaft
og hann herjaði á eiginmanninn, varði
hann konuna öllum skakkaföllum.
„Það væri þó skemmtilegt eða hitt
þó heldur að fá hana inn í mína frið-
sömu tilveru!" tautaði Jakob, og fékk
gæsahúð um allan skrokkinn. Hann
steinhætti við að kveikja í húsinu að
næturþeli, eins og hann hafði þó verið
búinn að ákveða. Þess í stað fór hann
að leita fyrir sér um útfrymið. Hann
gerði tilraun til að slá hinar og þess-
ar jarðbundnar sálir um smáslatta, já
þó ekki væri nema örfá pund.
En þá tók nú Gabríel erkiengill að
gerast áhyggjufullur. Hann skipaði Jak-
obi á sinn fund.
„Hjarta þitt, vessæla sál, er full af
hatri,“ mælti Gabríel, „það kemst ekki
nokkur ljósglæta að, og þú ert á barmi
glötunar, ef ekkert verður aðhafzt þér
til bjargar. Því ætla ég að gefa þér
kost á að endurholdgast til nýrrar jarð-
vistar og alast upp við gerólíkar að-
stæður, ef möguleiki er fyrir því að
þitt- fyrra umhverfi eigi sök á þroska-
leysi þínu.“
„Fæ ég að halda mínu gamla minni?“
var hið eina sem komst að í huga Jak-
obs, og hann hugði gott til glóðarinnar.
„Núverandi minni þitt, auma jarðar-
barn, mun yfirgefa þig í þeirri hinni
sömu stund og þú sérð dagsins ljós í
annað sinn.
★
Og hamingjusömum hjónum fæddist
sveinbarn frítt og föngulegt í fyllingu
tímans. Þau beygðu sig bæði yfir vögg-
una og hjöluðu við frumburðinn, biðu
þess í ofvæni að hann opnaði augun sín
litlu. Loks geyspaði hvítvoðungurinn,
opnaði augun og leit í fyrsta sinn for-
eldra sína.
Hár, skerandi grátur kvað við, og
nýfætt barnið steytti kreppta hnefana
út í loftið. Og það var engin furða, þótt
Jakob öskraði og steytti vanmegna hnef-
ana framan í sína nýju foreldra. Við
vögguna stóðu hans gamli erkióvinur
og hans ektakvinna!
Svo hvarf hans gamla meðvitund, en
ný tók að vakna.
In memoriam -
Frh. af bls. 15
í himnaríki er hópur stór,
í hinum staðnum fleira.
Hvort heldur hann faðir minn fór,
fáið þið síðar að heyra.
★
Sigurður Breiðfjörð skáld (d. 1846)
kvað þessa grafskrift um Jón nokkurn
í Hólakoti í Staðarsveit:
Hólakots-Jón úr heimi skreið,
en hvernig skal hann una
að eiga hvorki eina skeið
og einga spesíuna.
Hann þótt ekki heila í
háa speki bæri,
hvergi samt var hæft í því
að hyrndur kálfur væri.
★
Bólu-Hjálmar orti eftir lát Jóns nokk-
urs — hlífðarlausir óvildarmenn Hjálm-
ars töldu, að hann kvæði þetta við lát
föður síns:
Dögum saddur, seggja um frón
sæmd réð skadda og bramla,
heiminn kvaddi heppinn Jón,
húsgángspaddan gamla.
Þegar Daði Níelsson fróði varð úti á
Skagaströnd 1856 orti Hjálmar fögur
eftirmæli, sem byrja svo:
Hér sefur Daði í heilagri ró,
sál hans á blaði með fjörvængjum fló,
hlotinn er skaði að sá maður dó;
fróðmálaraðir í gegn smá.
En þegar Ijóðið barst Páli skáldi
Ólafssyni austur á land, gerði hann skop-
stælíngu á því og er þetta upp að:
Hér liggur Daði sem hundur í mó,
helvítis maðurinn lifði samt nóg,
öndin um taðgatið úr honum fló,
ógn varð ég glaður þá hann dó.
★
Og svo eru hér kviðlíngar frá byrj-
un aldarinnar.
Jóhann nokkur blánefur dvaldi fyrir
dauða sinn hjá Sigurbjörgu í Króki á
Skagaströnd. Þegar hann lézt orti einn
mektarbóndi: