Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 5
TANNVERKUR mikill þjak- aði Namasole drottningu, móður Mtesa konungs í Ug- anda í Afríku. Drottningin leitaði til töfralækna, en þeir ráðlögðu henni að drepa alla íbúa héraðsins Vuma, þá fyrst myndi tannpínan lækn. ast. Ekki er vitað, hvað töfra- læknarnir höfðu á móti íbú- um þessa héraðs, en það er sorgleg staðreynd, að 25 þús- undir karla, kvenna og barna voru reknar út í Viktoríu- vatn og drekkt. Enn fremur er það vitað, að aðgjörðir þessar linuðu ekkert tann- verk drottningar, en sagan geymir ekki fleiri frásagnir um læknisaðgerðir á drottn- ingu þessari. ★ HARKA DEMANTA. Sumir demantar eru harð- ari en aðrir. Mesta harka á dementi, sem vitað er um, er á 5% karata steini, sem slípari einn í Kimberley á. Hingað til hefur ekki verið unnt að skera steininn, enda þótt tilraunir í þá átt hafi verið gerðar samfleytt í 3 ár. Steinninn hefur fremur skor- ið verkfærin en þau hann. Eigandinn hefur gefið upp alla von til þess að skera steininn, heldur geymir hann í sinni upprunalegu mynd sem sýningargrip, er hvergi á sinn líka. i ARMENSKUR kaupsýslu- maður, sem býr í Kartoum, leitaði til súdönsku póst- stjórnarinnar þar til þess að fá pósthólf og var honum þá tilkynnt, að hann fengi það um mánaðarmótin. Fjórum mánuðum síðar fór hann á fund póststjórnarinnar og spurði hvers vegna hann hefði ekki enn fengið póst- hólf. Póstmeistarinn rannsak. aði málið og sagði kaupsýslu- manninum, að hann hefði þegar fengið hólf fyrir þrem- ur mánuðum og tilkynning hefði verið send um það. „Hér er lykillinn að pósthólfi yðar,“ sagði póstmeistarinn. „Umslagið með tilkynning- unni er í hólfinu.“ ar, ein er rauð, önnur blá og þriðja hvít. Þessir litir höfða beint til tekjuskattsins í landinu, þ. e. a. s. við roðn- um, þegar við tölum um hann, hvítir verðum við þeg- ar við sjáum upphæðina, en blánum allir og tútnum út, þegar við borgum hann. „Það er sama sagan hérna megin,“ svaraði hinn banda- ríski vinur hans, „en sá er bara munurinn, að við sjáum líka stjörnur. ÁRIÐ 1886 var frelsisstyttan í New York afhjúpuð. Þetta er ein stærsta myndastytta i heimi, hún er mjög traust- ^Crv ^AVI5 HOLLENDINGUR skýrði anzi skemmtilega út litina í fána lands síns. Bandaríkja- maður hlustaði á. „Við höf- um þrjár randir í flaggi okk- lega byggð og hefur hingað til staðið af sér alla storma. Höggmyndin var höggin af franska myndhöggvaranum F. A. Bartholdi. Þessa styttu gáfu Frakkar Bandaríkja- mönnum. Menn geta komizt upp í styttuna og er farið upp 403 þrep. í kyndlinum er rúm fyrir 12 menn og í höfði styttunnar rúmast 40 menn vel. — O — ÁRIÐ 1660 lét rannsóknar- rétturinn í Róm brenna mynd og rit gullgerðar- mannsins og trúarofstækis- mannsins Giuseppe Frances- co Borri. Hann hafði lært hjá Jesúitaskólanum í Róm dálítið í læknisfræði og efna- fræði, en lét sér ekki allt fyr. ir brjósti brenna og var fljótt eftirlýstur af lögreglunni. — Hann hvarf af sjónarsviðinu um stund, en ekki leið á löngu fyrr en hann birtist aftur og þóttist hafa orðið fyrir vitrun frá Mikael erki- engli og var skjótur að safna um sig hóp ofstækismanna. Að lokum fór svo, að hann var dæmdur fyrir villutrú og átti að brennast á báli að allra sögn, en enn slapp hann frá þeirri refsingu, sem beið hans. Brenndur munkar í staðinn rit hans trúarleg efnis og málverk af honum. Borri flæktist nú víða og lenti í fjölmörgum ævintýr- um, meðal annars kom hann til Hamborgar. Þar fékk Kristín drottning mikinn á- huga á honum, er hún heyrði að hann kynni að búa til gull, en einhverra hluta vegna hrökklaðist hann það- an við lítinn orðstír. Endan- lega lenti hann hjá Friðriki III. af Danmörku, enda kærði sá kóngur sig kollóttan um, hvað páfinn í Róm sagði eða gerði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.