Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 24

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 24
Cldflitfan FRAMHALDSSAGA EFTIR F. MARSCH FIMMTÁNDI HLUTI Þegar klúturinn var leystur frá augum hennar sá hún, að hún sat ‘hjá tveimur mönnum í einhverri ofurlítilli kytru og að þessi kytra hreyfðist. Helen kom þegar auga á Cornell, sem lá í hnipri á gólfinu úti í horni. Varir hennar mynduðu sjg til að bera fram spurningu. „Þetta eru bara látalæti í honum,“ sagði annar maðurinn. „Hann rak hausinn svolítið 1 og fór að kasta upp. Líttu á jakkann minn, hann er eyðilagður.“ ; Henni varð smám saman ljóst, að þau voru inni í stórri vörubifreið. Þar voru bekkir meðfram báðum hliðum, nokkr- ir kassar og skúffur undir bekkjunum, og furðulegur fjöldi áf alls konar vélvopnum héngu á veggjunum í röð og reglu. Sem blaðamanni þótti henni mikið til koma að sjá þessa furðulegu bifreið. Helen óskaði þess innilega, að sér gæfist fseri á að sýna þetta furðuverk mörgu fólki. Helzt með fjór- dálka fyrirsögn á fremstu síðu. „Hvert erum við að fara?“ spurði hún annan manninn, sem var að kveikja sér í vindlingi. Hann dró öskubakka út úr veggnum, slökkti vandlega á eldspýtunni og lagði hana í öskubakkann og skaut honum svo aftur inn í vegginn. Þarna inni í bílnum var farið varlega með eldinn. Jafnvel þótt eldfimu efnin, sem þarna voru, væru geymd í stálhylkjum, þá var samt vissara að fara varlega, ef maður vildi ekki eiga á hættu að springa í loft upp og lenda í helv . t i undir eins. : „Veit ekki, systir,“ svaraði maðurinn spekingslega. „Spurðu bílstjórann.“ Hann kinkaði fram til lítillar ferhyrndrar rúðu fyrir aftan bílstjórasætið. Helen gægðist gegnum rúðuna. Nú fyrst sá liún að bifreiðin ók á fleygiferð, og að hún ók um mannlaus stræti. Hún sá á lítinn dökkann hnakka og ægilega viljasterka höku, sem birtu lagði á frá mælaborðinu. Svo fór hún aftur á sinn stað. Cornell opnaði augun og stundi. Maðurinn, sem sat næst honum, greip í jakkakragann hans og reisti hann úpp. „Líttu á hvað þú 'hefur gert,“ kallaði hann og benti reiður á jakkann sinn. „Bölvaður sóðaskapur... “ Cornell neri á sér andlitið með hvítum höndunum. Hann botnaði ekki í neinu enn. Allt í einu kom hann auga á Helen í skímunni, sem þarna var. „Drottinn minn,“ sagði hann. „Eruð þér hérna. Hvað ætla þessir menn að gera við okkur?“ „Ég geri ráð fyrir að þetta séu viðskiptavinir yðar,“ sagði Helen. „Þessir, sem brenna hús samkvæmt pöntunum ... Það er hættulegt að leika sér að eldinum, Cornell!“ „Þeir gera okkur ekki neitt,“ svaraði kaupmaðurinn. „Ég hef borgað meira en þeir heimtuðu í fyrstu. Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur. Ætli það ekki?“ Það var kominn brálsemiskeimur í röddina á honum. Hann einblíndi á annan manninn. — Hann varð órólegur og færði sig til. „Það er ekki gott að vita,“ tautaði hann. Allt í eijiu spratt Cornell upp og baðaði höndunum yfir höfði sér. „Stanzið!“ hrópaði hann. „Stanzið undir eins!“ Hjálp! Lög- regluna! Ég heimta að fá að tala við lögregluna. Þið eruð allir skítnir brennuvargar. Hjálp!“ Mennirnir þrifu hann og kýttu honum niður á bekkinn. 24 FALKINN Annar þrýsti skammbyssuhlaupi að rifjunum í honum. Við það kyrrðist hann. „Það eru fyrirmyndar skiptavinir, sem þér hafið, Cornell,“ sagði Helen hæðilega. Annar maðurinn leit forvitnilega til hennar. „Þú ert afar kaldlynd, systir. Heldurðu að við séum á leið- inni í dansskólann?“ „Ég geri ráð fyrir að maður sem gefur slíkar fyrirskipanir, sé orðinn leiður á Cornell. Og það eru fleiri, en við höfum mismunandi aðferðir til þess að losna við þreytandi meðborg- ara. Yðar er hættulegust.“ „He....“ glotti bófinn, sem hún hafði talað til. „Það hefnir sín alltaf," sagði Helen. „Þú þekkir ekkl Eldfluguna, systir,“ sagði bófinn. „Ekkert hefnir sín á honum, annars væri hann kominn í tugthúsið fyrir löngu.“ Farþegarnir tóku eftir að vagninn beygði og stóð svo kyrr. Það var drepið á rúðuna að bílstjóraklefanum. Annar fanga- vörðurinn kveikti betra ljós. Á litlu rúðunni sást móta fyrir andliti, sem þrátt fyrir hinn einkennilega ættarsvip — eða réttara sagt kynblendingssvip — virtist einkar ófrýnilegt. Maðurinn bandaði með hendinni, annar þjóna hans opnaði afturdyrnar á bifreiðinni og fór út. Kalt loft lagði inn í bif- reiðina. Eftir dálitla stund var ekið áfram. Bófinn, sem sat hjá Cornell, studdi skammbyssunni á hnéð. Cornell einblíndi á hann sóttheitum augum. Þegar vagninn staðnæmndist í annað skipti, heyrðu þau að hurðinni að framan var skellt. Maðurinn, sem fyrstur hafði komið út, kom og sótti ýmislegt dót í skúffu undir öðrum bekknum. Og svo urðu þau ein eftir með fangavörð- unum aftur. Allt í einu tók Comell viðbragð. Hann ætlaði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.