Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 3
Kaffi er kjördrykkur, en reynið einnig JOHNSON & KAABER KAFFI - UPPSKRIFT NR. 4 FLJÓTGERÐUR KAFFIDESSERT. 1 dl rjómi 1 msk. flórsykur 1 Yz msk. brennt og malað kaffi 12 stk. marengs-smákökur. Þeytið sykurinn saman við rjómann og hrærið kaffið út í. Myljið marengs-smákökurnar og setjið rjóma og marengs á víxl í frekar djúpa dessertskál eða glös. Látið standa í ca. 1 klst. í kæliskáp eða á öðrum köldum stað. Um leið og þetta er framreitt, er stráð ristuðum möndluspónum yfir. (Möndl- urnar afhýddar og skornar langsum og ristaðar ljósbrúnar á þurri pönnu). ★ JOHNSON & KAABER KAFFI - UPPSKRIFT NR. 5 RJÓMARÖND MEÐ KAFFIBRAGÐI. 1 dl mjög sterkt lagað kaffi 2 egg 4 dl rjómi 100 gr sykur 6 blöð matarlím Dálítið af rifnu súkkulaði. Setjið matarlímið í kalt vatn og látið liggja í ca. 20 mínútur. Hrærið saman á meðan í tvennu lagi: 1) eggjarauðurnar og helming sykursins; 2) rjómann og afgang sykursins. Hrær- ið kaffið saman við eggjarauðurnar og sykurinn og bætið rjómanum (stífþeyttum) og matarlíminu (sem hefur verið uppleyst yfir gufubaði á venjulegan hátt) út í. Hrærið vel frá botninum, þegar matarlímið er sett út í, og setið það allt út í í einu. Er rjómaröndin byrjar að stífna, eru stíf- þeyttar eggjahvíturnar settar út í. Látið í skálina eða ílátið, sem framreiða á í, og skreytið með rifnu súkkulaði. Borið fram með smákökum. D.Johnson &Kaaber % Vikublað. Otgefandi: Vikublaðið Fálk- inn h.f. Ritstjóri: Gylfi Gröndai (áb.). Framkvæmdastjóri Jón A. Guðmunds- son. Rltstjórn, afgreiðsla og auglýs- ingar: Hallveigarstig 10, Reykjavík. Sími 12210. — Myndamót: Myndamót h.f. Prentun: Félagsprentsmiðjan h.f. GREINAR: Elskhugi Katrínar miklu. Skemmtileg frásögn um ásta- mál þessarra frægu konu .. Sjá bls. 6 íslenzkur fáni á Rockefeller Center. Loftleiðir flytja skrif- stofur sínar í ný og glæsileg húsakynni í miðstöð athafna- lífs New York borgar .... Sjá bls. 10 Sinfónía Skurðanna. Rætt við tvo káta hljómlistarmenn . . Sjá bls. 18 SMÁSÖGUR: Villt blóm. Saga um ástir og ævintýri í íslenzkri sveit . . Sjá bls. 12 Dans í dómkirkju. Spennandi smásaga eftir E. M. P. Dare Sjá bls. 16 Litla sagan .............. Sjá bls. 16 FRAMHALDSSÖGUR: Krá hinnar sjöttu hamingju .. Sjá bls. 24 Eldflugan, framhaldssaga eftir Frederik Marsch........... Sjá bls. 24 ÍSLENZK FRÁSÖGN: Einar prestlausi, Þorsteinn frá Hamri skrifar skemmtilega frásögn um sínkan sáluhjálp- ara ...................... Sjá bls. 8 ÞÆTTIR: Dagur Anns skrifar Reykjavík- urbréf ................... Sjá bls. 22 Astró spáir í stjörnurnar .... Sjá bls. 31 Kristjana skrifar kvennaþátt Sjá bls. 20 Auk þess Pósthólfi, Glens og margt fleira. Forsíðumyndin er tekin ný- lega á götunni og er af ungri stúlku, sem leitar skjóls und- ir regnhlífinni sinni. Okkur fannst hún tímabær þessi mynd, þar sem óðum haust- ar að og regnið mun þá jafn- vel steypast í enn ríkari mæli niður. (Ljósm. Oddur Ólafsson).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.