Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 22
Reykjavíkurbréf um helgina Mér þykir hlýða, sem öðrum ritvall- armönnum, að birta öðru hvoru eins konar vikuyfirlit, sem við alltaf sjáum í sunnudagsblöðunum, en þar er stiklað á stóru og dregnir fram þeir atburðir vik- unnar, sem hæst ber hverju sinni. Sá verður þó munur á mínu bréfi og hinum, að ég mun algerlega forðast allar pers- ónulegar svívirðingar og illmælgi um mína yndislegu stjórnmálalegu fjendur. Þjóðin fagnar öll, sem hér um bil ein órofa heild, hinum snarráðu aðgerðum ríkisstjórnarinnar, þá er hún á snilldar- legan hátt felldi gengið um nokkur skit- in prósent. Illræðismennin og Moskvu- dindlarnir fengu rétt mátulega ráðningu fyrir að fara út í verkfallsbröltið í sum- ar og pína upp kaupið. Það voru líka þeir, sem byrjuðu. Ætlunin hjá komm- unum var auðvitað sú að hleypa aftur af stað verðbólguhjólinu, sem blessun- arlega hafði stöðvast vegna viturlegrar fjármálastjórnar núverandi stjórnar- valda. Gallinn er aðeins sá, að kommar og framsókn hafa haldið uppi skefja- lausum áróðri og' sagt, að hjólið hefði aldrei stoppað, þegar það er alþjóð kunnugt, að það var alveg grafkyrrt. 22 FALKINN Almúginn á bágt með að skilja þetta með verðbólguhjólið og veit stundum ekki hvorri lýginni hann á að trúa. Það er erfitt að útskýra þetta og nægir eng- an veginn að segja, að þetta dularfulla hjól sé ósýnilegt eins og guð. Gömul kona fyrir norðan sagði mér t.d., að hún hefði nú alltaf staðið í þeirri meiningu, að þetta verðbólguhjól væri fyrir sunn- an, í Reykjavík, og undraðist hún, að ekki væri hægt að stöðva ófétið, eins og það væri nú margt fólk í Reykjavík. Mér dettur því í hug, að ímyndun gömlu konunnar gæti orðið að stórkostlegri hugmynd, sem hér verður skotið fram. Það ætti að reisa verðbólguhjólið í Reykjavík. Velja yrði því góðan stað í hjarta bæjarins þar sem það sæist víða að og yrði það að vera stórt í sniðunum. Sjálfsagt er að láta listamenn þjóðarinn- ar gera tillögur að smíði þess, því jafn- framt yrði hjólið óbrotgjarn minnisvarði yfir allan þann fjölda manna, sem misst hefir glóruna í baráttunni við verð- bólguna, í hjólinu yrði komið fyrir bjöll. um stórum, kraftmiklum eimpípum og sírenum. Þegar hið ímyndaða verðbólgu- hjól fer svo að snúast, að því er fær- ustu menn telja, þá skal hið raunveru- lega hjól sett af stað með öllum sínum hringingum, blæstri og væri, þannig, að iilverandi verði í miðbænum, en helzt yrði hjólið að standa sem næst stjórnar- ráðsbyggingunum, jafnvel á Arnarhóli. Allir borgarbúar gætu því séð, eða a. m.k. heyrt, þegar verðbólguhjólið fer að snúast og myndi þá fljótlega unnin bug- ur á þessari hvimleiðu bólgu. Unglingarnir hafa aldeilis hagað sér dáiaglega um Verzlunarmannahelgina. Mikið hefir verið ritað og rætt um skríls- lætin, en engir bent á varanleg úrræði. Ég tel, að lætin stafi af áfengis- drykkju og er því allur vandinn að banna unglingunum að drekka áfengi. Nú ætla ég að drepa á heimsmálin, en mörg þeirra skipta okkur íslendinga meira, en flesta hér grunar. Ákvörðun komma að loka hliðunum milli Austur- og Vesturbæjarins í Berlín styðja allir rétthugsandi íslendingar. Hinn geig- væniegi straumur af berlínskum Aust- urbæingum til Vesturbæjarins hlaut að enda með því, að Austur-Þýzkaland tæmdist bókstaflega af fólki. Þið hafið kannski gleymt því, kæru lesendur, að Austur-Þýzkaland er einn af okkar á- gætustu mörkuðum fyrir frystan fisk. Þangað sendum við allan þann fisk, sem enginn annar vill kaupa. Undanfarið hafa Austur-Þjóðverjar ekki þorað að kaupa af okkur af ótta við, að enginn verði eftir til að éta fiskinn. Nú er a.m. k. séð fyrir því, að þessi straumur hætt- ir, og nokkur von til að okkur takist að losna við eitthvað af óætinu aftur. Svo er iíka annað, að væri ég Vesturbæing- ur í Berlín, þá myndi ég ekki kæra mig um svona Austurbæingastraum. Allir landsmenn sameinast í því að fordæma útlending þann, sem illvirki og ættjarðarspjöll framdi með því að taka ófrjálsri hendi þrjá saklausa, ís- lenzka fálkaunga úr hreiðri norður í landi og binda bjöllur við fætur þeirra. Skammt hrökkva þær skýringar skálks- ins, að hann hafi aðeins ætlað að gera á fuglunum athuganir. Þótt viðkomandi sýslumaður færi á vettvang og handsam- aði illræðismanninn á afbrotastaðnum, þá reyndist ekki unnt að renna stoðum undir þann grun, að maður þessi hafi einnig tekið af lífi íslenzkrar sauðkind- ur sér til matar. íslenzkir réttarverðir eiga þakkir skilið fyrir það að vera á verði fyrir útlenzkum afbrotamönnum, en hætt er við því, að útlendingar leiti nú meira hingað en áður með klæki sína, þar sem þeir vita að landslýður- inn er, heiðarlegur, hrekklaus og laus við allt undirferli. Leiðinleg misklíð er komin upp milli frægs rithöfundar og frægs listmálara, sem báðir eru frægir fyrir djarfar lýs- ingar af ástaleikjum. Báðir hafa birt endurminningar sínar og stangast þar á staðreyndir. Það þarf að skipa nefnd manna til að ganga úr skugga um afrek hvers um sig og kveðja vitni ef með þarf. Þjóðin á heimtingu á að vita sann- leikann í þessu máli. Dagur Anns. JOE LOUIS hnefaleikarinn frægi heim- sótti eitt sinn tækniskóla í Cleveland og varð honum þá að orði: ,,Ég hef alltaf borið þá ósk í brjósti að geta notað eitt- hvað hendurnar. Ég gat það nefnilega aldrei.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.