Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 29
LITLA SAGAN
ViS fjölleikasýn-
ingw réSust sex
dýr á Ijónatemj-
arann og særSu
hann til ólífis.
Línudansmærin
— Sjáðu pabbi hvað ég fann ....
Bjartur Kárason var í þann veginn að
stíga upp á dráttarvélina, er sonur hans
kom hlaupandi, með einhvern hlut í
hendinni.
— Upp með hendurna pabbi! Upp
með hendurnar!
Drengurinn hló himinglaður, hann
var ekki nema sjö ára gamall. Hann hélt
á ryðgaðri skammbyssu og miðaði henni
á pabba sinn.
— Hvað ertu að gera, strákur ....
Láttu það vera að miða á mig, fáðu mér
byssuna, hún getur verið hættuleg .... “
Bjarti fór ekki að verða um sel. Hann
flýtti sér til drengsins og tók skotvopn-
ið af honum. Því næst athugaði hann
skammbyssuna vandlega. Hún hlaut að
hafa legið lengi í mold, svo ryðguð var
hún. Skeftið var langt úr perlumóður-
skel, en öðrum megin var skelin sprung-
in. Bjarti varð bilt við, er hann sá að í
hylkinu voru tvö hlaðin skot. Um kvöld-
ið fór hann til hreppstjórans og afhenti
honum fundinn. En hreppstjórinn sendi
byssuna áfram til lögreglunnar í Deka-
túr í Illinois.
Þegar þangað kom, olli fundurinn tals-
verðu uppnámi.
Skammbyssa með rifnu perlumóður-
skefti — var það ekki einmitt svoleiðis
áhald sem kom við sögu í hinu alkunna
máli út af morðinu í hringleikahúsinu
fyrir ári síðan? Að minnsta kosti var
það í þessu héraði, sem glæpurinn var
framinn, þegar sýningarflokkurinn var
þar á ferð?
Nú var þegar í stað leitað til Kvery
lögreglufulltrúa í Chicagó, en hann hafði
haft á hendi rannsókn málsins. Þegar
hann heyrði minnst á skammbyssuna,
varð honum að orði:
— Loksins! Nú höfum við náð taki á
Jósef Creason!
Eitt ömurlegt haustkvöld fyrir um
það bil ári síðan, var lögreglan kvödd til
járnbrautarstöðvar í smábæ einum. Þar
hafði lest með leikflokk ekið inn á hlið-
arspor, syfjaðir leikarar og aðstoðar-
menn þeirra af ýmsum þjóðernum, sem
ekki vissu sitt rjúkandi ráð, snerust hver
um annan í myrkrinu og reyndu að
komast eftir því, hvað eiginlega hefði
komið fyrir. En stjórn „Hins mikla aust-
urlenzka fjölleikaflokks“ sat innikróuð
af nokkrum vögnum, sem lokuðu leið-
inni.
í húsvagni sínum lá hin tvítuga línu-
dansmær Lóla Depré látin. Skotin gegn-
um gagnaugað.
Að skjótri rannsókn undangenginni,
ákvað lögregla staðarins að innsigla
morðvagninn. Flokkurinn ætlaði að
halda sýningu í Chicagó daginn eftir og
stjórn hans var mjög um það hugað að
halda ferðinni áfram. Lögreglunni í
Chicagó var gert aðvart, og Kvery full-
trúi mætti ásamt mönnum sínum, er
lestin seig inn á ákvörðunarstöð sína í
hrollkalt morgunsárið. Hófust nú hinar
erfiðustu og flóknustu athafnir, sem
þeir félagar höfðu átt við að fást.
Dráttarvélar og þjarkar drógu búr
með allskyns villidýrum frá lestarvögn-
unum, ljónin öskruðu, en fílar, hestar,
apar og asnar voru fluttir í stríðum
straumum út að sýningartjaldinu. Inn-
an um allt þetta leitaðist lögreglan við
að afla sér vitneskju um það, hvað eig-
inlega hefði gerzt í lestinni, nóttina áð-
ur.
Línudansmærin fagra hafði látizt af
tveim skammbyssuskotum, hafði annað
hitt hana í gagnaugað en hitt í brjóstið,
og hún dáið samstundis. Enginn hafði þó
heyrt skotin. Skröltið í lestinni hafði
auðvitað yfirgnæft öll önnur hljóð.
Kvery fulltrúi varð að yfirheyra fólk
sem talaði hin ólíkustu tungumál og iðu-
lega kom fyrir, að erfitt var að útvega
túlka. Morðinginn hafði lítil verksum-
Frh. á bls. 32
Hin nyja myndasögu-
persóna Fálkans
nýiur stööugt vax-
andi vinsælda. Hún
heitir Rosita og
margvísleg og
spaugileg atvik
henda hana. Höf-
undur Rositu er hinn
kunni danski
teiknari CHRIS.
FALKINN
29