Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 30
Vikublaðið Fálkinn, Reykjavík. í frásögn af Laugamóti sá ég stöku, sem að stofni til mun vera eftir mig, en með ofurlítilli endurbót, sem ég veit þó ekki hvaðan er runnin. Upphaflega er hún svona: Týndur fannst, en fundinn hvarf, að fundnum týndur leita þarf, týnist þá, en fundinn fer að finna þann, sem týndur er. Og svo getur sama sagan upphafizt að nýju með: Týndur fannst — Gæti ég svo aðeins bætt við: Er mitt litla Ijóðið birtist lagfært ögn á nýrri veg sjálfum mér þá vísan virtist vera nókkuð fálkaleg. Þessi umrædda staka hefur reyndar birzt nokkrum sinnum áður, en alltaf nafnlaust og að mér forspurðum, og því verður þetta bréf aðeins. Vinsamlegast. S v ar : ViS þökkum hlýjar kveðjur til okkar, en hins vegar finnst okkur þaS œSi hjá- kátlegt af höfundi aS senda okkur þessa leiSréttingu nafnlaust, enda hlýtur það alltaf svo að vera, að ekki sé unnt ad biðja höfunda um birtingarleyfi á verk- um þeirra, ef viSkomandi vita ekki nafn þeirra eSa þeir vilja ekki láta það uppi. Hins vegar þótti okkur vísan mjög smeil- in og þess vegna birtum við hana eins og viS héldum hana vera og okkur þyk- ir mjög leitt, aS það liafi verið farið rangt með hana. Biðjum vi'ð því höfund- inn afsökunar á þessu um leiS og viS þökkum honum fyrir hma vísuna, hún er skemmtilega, neyðarleg og sýnir, að höfundur kann að beita skœðasta vopni íslendinga fyrr og síðar, ferskeytlunni. Væntum við þess, að höfundur sendi okkur bréf síðar og láti þá nafns síns getið. Kaeri Fálki. Ég er ung og óreynd stúlka, en samt er ég búin að vera gift í tvö ár. Hjóna- bandið hefur verið svona og svona, fyrra árið eintóm blíða og ekki fram- hjáhald að neinu ráði. Nú erum við hjónin farin að rífast svolítið, en svo eru kossar og almennilegheit á eftir, svo að það er allt í lagi. En, eins og ég sagði áðan, er ég afskaplega óreynd og þess vegna leita ég' til ykkar. Hvað á ég að gera? Maðurinn minn hrýtur svo ógurlega á nóttunni að ég get stund- um ekki sofið, svo vaknar krakka- skömmin og byrjar að grenja, og ég verð oft að vaka heilu næturnar. Hvað á ég að gera? Ég stend uppi ráðalaus. S v ar : Við ráðleggjum yður að sofa í öðru herbergi, ef húsakynni eru nœgileg. Það er algengt, að hjón sofi sitt í hvoru herbergi og ekkert að athuga við það. Ef þetta dugar ekici, þá ráðleggjum við yður að stinga bómull í eyrun, svo a'ð þér heyrið ekki hrotumar. Kæri Fálki! Ekkert skil ég í hvað menn eru ákaf- ir í að skamma lögregluna í Reykjavík fyrir alls konar glappaskot, sem þeir eiga að hafa gert í hinu og þessu máli. Mér hefur alltaf fundizt þetta vera hinir ágætustu menn, að minnsta kosti hafa þeir alltaf sýnt mér fyllstu kurteisi og almennilegheit. Ég get nú sagt ykkur sögu af því. Eitt sinn, er ég hafið sopið heldur drjúgan, var í landi og var að skemmta mér, stóð ég niður á fjölförnu stræti og söng hástöfum ýmsa misjafna söngva, þá er tekið undir báðar hendur mér og sagt: „Heyrðu góði, við höld- um nú, að þú ættir heldur að æfa þessa óperu heima.“ Og svo keyrðu þeir mig heim og gáfu mér sígarettu og kvöddu mig svo með virktum. Mér finnst, borg- arar þessa bæjar ættu að sjá sóma sinn í því að koma sæmilega kurteislega fram við lögregluna; þá er ég þess full- viss að lögregluþjónarnir koma fram af kurteisi. Óli sjómaður. S v ar: Við erum sammála bréfritœra um þessi mál, en hins vegar finnst okkur, að lögregluþjónamir mættu gera meira að því að þéra ókunnugt fólk á förn- um vegi. Lesendur! Látið það ekki sannast á yður, að Islendingar séu pennalatasta þjóð í heimi. Ef yður liggur eitthvað á hjarta eða finnið einhverjar villur í blaðinu, þá sendið okkur línu og við munum reyna að svara eftir beztu getu. Einar prestlausi - Frh. af bls. 27 talað svo um fyrir þessum manni, að hann hefði orðið sáluhólpinn? „Jú, víst kann það að vera Eina-r minn,“ svaraði Hrólfur, „því Júdas gerði kraftaverk með hinum postulunum og fór þó til helvítis." „Nú, dragðu þér þá sjálfum dæmi af Júdas, skömmin þín,“ sagði Einar þá ævareiður. Vorið 1810 flakkaði Einar um Vatns- dal og kom að Hvammi Þar bjó Jón Jónsson hreppstjóri og Sigríður Bjarna- dóttir kona hans. Einar settist á bekk í bæjardyrunum og mælti við Sigríði: „Nú er ég kominn til aðdeyja hjáþér.“ „Ekki er það víst, Einar minn,“ sagði húsfreyja. „Látum svo vera, en ég ætla að gista hjá þér í nótt,“ sagði Einar. Daginn eftir var hann veikur og var borinn í rúm í stofunni. Hann hélt þá á keyri sínu í annarri hendi en peníngapýngju í hinni, spurði um flauelsbuxurnar sínar og var að hæla keyrinu: „Þykir ykkur það ekki fallegt?“ Þar lá Einar hálfan mánuð. Á þeim tíma kom þar Páll Bjarnason sem þá var prestur að Und- irfelli, og heyrðist þá spurt inní rúmi: „Er Pjakkur kominn af stað?“ Ekki virtist sem honum væri neitt um komu hans gefið. í annað sinn sem séra Páll kom, spurði húsfreyja Einar hvort hann vildi ekki að prestur kæmi til hans. Einar svaraði: „Hvað mun hann segja um það sem ég veit, sem verið hef prestur í 27 ár og það góður prestur, kapellán í 18 ár og prestur í 9? Ég veit allt sem hann segir og mun segja.“ Hann var spurður hvers vegna hann kallaði prestinn Pjakk, og svaraði: „Er ekki pjakkað með páli?-------Þú heldur kannski, Sigríður Bjarnadóttir, að ég sé skammlífur? En sá vísi maður Halldór prestur á Breiðabólstað fyrr- um sagði að ég yrði allra höfðíngja elztur á landinu — mundi hann vita, — og ég yrði vel áttræður. Nú er eitt ár þangaðtil.“ Að skammri stundu liðinni var Einar prestlausi liðið lík. Það var 10. apríl 1810. Þess er ekki getið að hann hafi orðið nokkrum manni harmdauði, en minn- íng hans hefur fræg orðið. (Heimildir: Blanda III.; Jón Þor- kelsson: Þjóðsögur og munnmæli; Þjóðsögur Jóns Árnasonar, nýtt safn, IV.). Kvennasíða - Framh. af bls. 21. umf., þar til 35 1 eru eftir. Þegar boðang- urinn er 26 cm er fellt af fyrir ermi og öxl 12, 8, 8, 7 1. Hægri boðangur prjónaður eins, þ. e. a. s. látinn snúa öfugt. Kraginn: Fitjið upp 8 1 á prj. nr. 3 og prjónið garðaprjón. Aukið út 1 1 ann- ars vegar (ytri brúnin) í hverri um., þar til 17 1 eru á prjóninum. Prjónið beint áfram, þar til kraginn er 18 cm, mælt á ytri brún. Fellið af 1 1 í hverri umf., þar til 8 1 eru eftir. Fellt af. Kanturinn: Fitjið upp 8 1 á prj. nr. 3 og prjónið garðaprjón, þar til lengjan er 102 cm. Fellt af. Frágangur; Pressað léttilega með vel blautum klút og heitu járni, svo að gufa myndist, þá rís lóin betur. Bak og boð- angar saumað saman. Kanturinn saum- aður á og kraginn. Fest saman í hálsinn með krók og lykkju. 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.