Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 31
Dans í dómkirkju -
Frh. af bls. 17.
aði í þúsund mola, og glerbrotin skáru
mig illilega í andlitið. Ég varð lamað-
ur af skelfingu, því að hin forna flík
var vafin um andlit mér, margra alda
gömul ólykt var að kæfa mig. Með ör-
væntingarafli tókst mér að slaga á fæt-
ur og slíta mig rausan af flíkinni. Hún
leið í loftinu fyrir ofan mig, smám sam-
an bólgnaði hún út og mátti sjá manns-
mynd í henni.
Kistan, sem hið dularfulla afl hafði
kastað mér frá, var böðuð rauðleitum
bjarma. Lokið lá hjá henni, og upp úr
henni var einhver vera að rísa með
hryllilegu skrölti, bein fyrir bein. And-
rúmsloftið var orðið þykkt af hinni ó-
geðslegu lykt af svínsblóði og rotnandi
mannsholdi, rauði bjarminn óx og lýsti
hvelfinguna.
Skríðandi, hægfara fótatak beindi at-
hygli minni eitt andartak frá óvininum
yfir höfði mér að þrepunum.
Hrollur fór um mig, er ég sá hempu
St. Pierre de Vérome koma í átt til
mín, og hún klæddi skelfilega veru,
skrípi úr rotnandi mannsholdi, sem bein-
in stóðu út úr.
Ég gat ekki æpt. Ég skreið undir
bekkinn, en ískaldur stormur velti mér
á bakið, og rétt við andlit mér heyrð-
ist grimmdarlegur hlátur, serh kom frá
tveim röðum af lausum tönnum, svört-
um og skemmdum, sem svifu yfir hrygg-
súlu.
Mér fannst ég geta séð miðana hanga
við beinin: „Tennur heilags Eutrops.
Hryggjarliðir heilagrar Jóhönnu af Tou-
louse.“ Hægt og hægt bættust fleiri ógn-
vekjandi verur úr dauðraríkinu við.
Bein Játmundar skröltu inn í hina dans-
andi skikkju heilags Dominikusar. Ó-
samstæð beinagrind safnaðist saman úr
leifum Jóhönnu, Raymonds, Hippolytus-
ar og fleiri dýrlinga.
Lokið á skríni St. Gilberts flaug upp
á gátt og enn ein skopstæling á manns-
mynd reis úr henni. Leifar Jóhönnu og
Eutrops snerust í rauðleitum bjarma,
unz bein þeirra voru þakin mynd naktr-
ar konu, sem virtist lostafögur, þangað
til maður sá maðkana, sem féllu úr
munni hennar og skriðu um á brjóst-
unum. Hún þokaðist nær, og af henni
lagði ólýsanlegan óþef.
Þá hófst hin æg'ilegasta tónlist, sem
nokkurn tíma hefur glumið í mannleg-
um eyrum, tónlist samin af djöflinum
sjálfum, sem aðeins er mögulegt að leika
með beinfingrum hinna fordæmdu á
fiðlustrengi úr mannagörnum.
Þessi hræðilega samkoma í presta-
klæðunum hóf nú að dansa. Einhverjir
tveir kipptu mér á fætur og drógu mig
inn í hringinn. Tónarnir urðu stöðugt
tryllingslegri, stundum seiðandi, stund-
um afskræmdir sálmar. Þegar dansinn
náði hámarki, tóku glottandi hausarnir
að syngja Te Deum Laudamus við dans-
lag frá miðöldum, en beinagrindurnar
börðu sér á rif með framhandleggjum
eftir hljóðfallinu.
Við dönsuðum hring eftir hring. Hið
síðasta, sem ég man, er að ég barðist
við að losna úr úldnum greipum Ját-
mundar og viðbjóðslegum krumlum St.
Gilberts. Loks rak ég upp hræðilegt
öskur og sló af alefli í rotnandi glottið
á Jóhönnu-Eutrop, er það hringsólaði
að mér til að gefa mér hinn óaftur-
kallanlega koss helvítis. Ég missti með-
vitund ....
Kæri Astró.
Ég les alltaf þætti þína og
hef mikið gaman af. Nú lang-
ar mig til að skyggnast inn í
framtíðina og þess vegna
skrifa ég þér í þeirri von að þú
sendir svar. (Fæðingardag og
fæðingarstað er sleppt hér
samkv. beiðni bréfritara). Ég
missti móður mína, þegar ég
var fjögurra ára og ólst upp
hjá vandalausum og átti engri
ástúð að mæta. Fór í ourtu
átján ára. Kynntist frænda
mínum, sem er fæddur 4.
september 1915 og giftum við
okkur 12. október 1940. Átt-
um einn dreng. Við bjuggum
saman þrjú ár, áttum vel sam-
an og gott samkomulag á milli
okkar, en allt í einu kynntist
hann annari. konu, sem var
gift svo víð skildum þarna
tvenn hjón í einu. Drengnum
hélt ég og hefur hann verið
mitt yndi og eftirlæti enda ég
vafið hann allri þeirri ástúð,
sem ég á til, og hann í alla
staði vel lukkaður. Nokkrum
árum síðar kynntist ég öðrum
manni, og bjuggum við saman
tvö ár ógift en eignuðumst
ekkert barn. Skildum síðan
sakir óreglu hans. Síðan hef
ég verið ein með drengnum.
Hef ekki lagt út á þá hálu
braut að giftast aftur þó það
hafi staðið mér til boða. Ég er
frekar kaldlynd að minnsta
kosti við fyrstu kynni, enda
mótaðist ég þannig í uppvext-
inum. Er nokkur breyting sér-
stök í vændum? Mun ég ekki
búa við frekar lítil efni áfram
eins og hingað til? Vinsamleg-
ast birtið ekki fæðingardag og
ár eða staði og helzt ekki
nema það sem þurfa þykir.
Svo bíð ég með óþreyju eftir
svari. Með vinsemd,
Þín „Daladís“.
Svar til Daladísar.
Um árið 1943 áttu sér stað
geysi örlagaríkar afstöður hjá
fyrrverandi eiginmanni þín-
um. Þessar afstöður urðu ein
megin orsök skilnaðar ykkar.
Þegar þið kynntuzt og fellduð
hugi saman var margt mjög
hagstætt góðu samkomulagi
ykkar á milli. Síðar þegar af-
stöðurnar breyttust hlaut vá
að vera fyrir dyrum.
Þér láðist að geta þess að
þú lentir í nokkuð skemmti-
legu ástarævintýri, þegar þú
varst 38 ára að aldri. Samt var
hætt við að það samband hefði
einnig endað á sama hátt og
hin tvö, sem þú minntist á í
bréfi þínu. Það er nú svo með
mörg okkar, að við höfum
ekki gæfu til að bera við hitt
og þetta. Þar með talið hjóna-
bönd. Þú varst vissulega ekki
fædd undir sérlega gæfuleg-
um afstöðum, eins og líf þitt
hefur leitt í ljós. Ef til vill
gæturðu gert mjög mikið í að
bæta gang lífsins hjá þér með
því að venja þig af kuldalegri
framkomu, sem öllum fer illa.
Það er til ákaflega einfalt og
nytsamt boðorð úr Biblíunni
viðvíkjandi hegðun, „Breyttu
við náungann, eins og þú vilt
að breytt sé við þig“. í þessari
setningu felst ein af undir-
stöðum velgenginnar. Þú hefð-
ir einnig mátt temja þér meira
glaðlyndi heldur en raun ber
vitni um. Tilvera þín hefur
byggzt mikið á alvörugefnu
draumlyndi, sem auðvitað er
gott út af fyrir sig, ef það
gengur ekki út í þunglyndis-
köst. Hér eru upptaldir helztu
ágallar í fari þínu. Þér ber að
vinna á móti þeim. Þú þarft
að temja þér að sjá birtu og
fegurð í hinu fábreytilega um-
hverfi. Það eru svo merkilega
margir, sem halda að sálræn
hamingja og öryggi sé fólgin í
gnótt eigna, lausafjár og fasta-
fjár. Þetta er regin misskiln-
ingur. Það vita flestir, sem i
slíkar aðstæður komast og
þetta vita einnig allir, sem við
sálrænar rannsóknir fást. Hér
er auðvitað undanskilin lík-
amlegur skortur, eins og t. d.
hungur, klæðleysi og húsa-
skjól. Hin sanna lífshamingja
er að finna fegurðina og kær-
leikann í öllu, jafnt stóru sem
smáu. Það er ágætt ráð að setj-
ast niður nokkrar mínútur á
dag og hugleiða betri viðburði
dagsins og lífsins og njóta
þeirra. Öllu sem manni er
hvimleitt eðabrýturá einn eða
annan hátt í bága við siðferðis.
kennd manns ætti maður alls
ekki að hugsa um. Gleyma
hinu slæma en minnast hins
fagra og hamingjuríka í lífinu.
FALKINin
31