Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 34
Meiri fjölbreytni! ÁSTARSÖGUR, ÆVINTÝRASÖGUR og fleira skemmtilegt lesefni ALLT MJÖG ÓDÝRT! Nokkur eintök eru enn óseld af hin- um geysivinsælu sögum Laugardags- ritsins og Vikuritsins og fást nú fyrir heiming verðs og minna gegn póst- lcröfu. Höfum fengið meira af nýj- um, ódýrum bókum. Sögur þær, sem nú fást eru: □ Heitt blóð .... nú aðeins kr. 16 □ Vilji1 örlaganna — — — 20 □ Ógift eiginkona — — — 18 □ Ólgublóð......— — — 16 □ Barátta læknisins— — — 18 □ Babs hin ósigrandi..... kr. 12 □ Morðið í skóginum ..... — 12 □ Leyndard. rauða hússins — 15 □ Ég sleppi þér aldrei .... — 15 □ Dægradvöl (kpl. 14 tbl.) — 30 □ Skemmtisögur (kpl. 9 tbl.) — 25 □ FönÍK-Cocktail (2 bl.) . . — 10 □ Sjóræningjakonan Fu (i bandi) ................. — 50 Vinsamlegast sendið mér undirrituð- um í póstkröfu bækur þær, sem ég lief merkt við hér að ofan. NAFN HEIMILISFANG BÓKAMIÐSTÖÐIN HOLTSGÖTU 31, REYKJAVÍK. ^œmtmihyur ÞESSA dagana er ekki talað um annað en Berlín og Þýzkalandsmálin. Eins og kunnugt er hefur flóttamannastraumurinn sjaldan ver- ið meiri en í ár og er hann yfirvöldunum í báðum löndunum til lítillar gleði. En þeir austurþýzku embættismenn í Gatow voru mjög glaðir yfir að geta tilkynnt, að í einn mánuð hefði enginn maður flúið frá Gatow. En gleðin dvínaði nokkuð, þegar fulltrúi sá, sem samið hafði tilkynninguna, flúði yfir landamærin daginn, eftir að hún var gefin. ★ ER George Washington keypti í júlí og ágúst 1790 ís fyrir 200 dali kom hann hefð nokk- urri á, sem höfuðborg Bandaríkjanna hefur haldið síðan. Höfuðborgin getur gortað af mestri ísneyzlu af öllum borgum og ríkjum Bandaríkjanna, 29 1 á mann yfir árið á móti 15 1 hjá þeim er næst koma. En menn hafa líka um 200 tegundir að velja og stöðugt bætast nýjar tegundir við, t. d. með kaviar- og kartöflubragði. Hins vegar hafa ísframleiðendur haldið há- tíðlega þessa árstíð með því að rannsaka sögu- legan uppruna hinna ýmsu tegunda. Hér er eitt dæmi um það: Flestir þekkja hinn fræga Sundae-ís, en nafnið er komið af því að slung- inn ísframleiðandi hafði framleitt þennan ís og kallað hann þetta eins og til huggunar fyrir íbúana í hverfi nokkru þar í borg, vegna þess að drykkjukrárnar voru lokaðar á sunnudög- um, en nafnið er einmitt stytting úr heiti þess dags. ★ Ung stúlka, sem starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, ákvað að bregða sér í sumarleyfi heim til Svíþjóðar. Áður en hún lagði af stað, gekk hún á fund Dag Ham- marskjolds og sagði: — Þér verðið að afsaka, að ég skuli trufla. En ég hef aldrei séð yður fyrr og mér þykir sennilegt, að þegar ég kem heim til Svíþjóð- ar, þá verði ég spurð að því, hvort ég þekki yður. — Það gleður mig að sjá yður, svaraði hinn elskulegi aðalritari. — Ég fer sjálfur til Svíþjóðar innan skamms, og það er eng- inn vafi á því, að ég verð spurður, hvort ég þekki yður! ★ Svo er það sagan um Björninn. Kona nokk- ur ætlaði með björn í bíó og var kominn með hann alveg að dyrunum, en þá stanzaði dyravörðurinn hana og sagði, að það næði ekki nokkri átt að fara með villidýr í kvik- myndahús. „O, gætuð þér ekki gert undanþágu í þetta sinn, því að björninn minn var svo hrif.inn af sögunni, sem myndin er byggð á“. ★ ÁSTIN getur jafnvel lifað hjónaskilnað af. Ekki alls fyrir löngu dó bandaríska leikkonan Joan Levis. Og hvern haldið þið að hún hafi arfleitt að 35 milljónum króna? Engan annan en fyrrverandi eiginmann sinn, Si Wills, en þau skildu fyrir 13 árum. Lausn á 31. verðlaunakross- gátu FÁLKANS Eins og venjulega bárust margar rétt- ar lausnir á 31. krossgátu Fálkans. — Dregið var úr réttum lausnum og hlaut verðlaunin Jóhanna J óhannsdóttir, Tunguvegi 48, Reykjavík. Er hún og aðrir, sem vinna þessi verðlaun beðnir um að sækja þau í afgreiðsluna. Enn fremur eru lesendur vinsamlega beðnir um að skrifa nöfn sín á spássíu kross- gátulausnar, sem þeir senda. Rétt ráðn- ing krossgátunnar birtist hér að ofan. KUNNINGJAR tveir sátu inni á kaffi- húsi og töluðu saman. Segir þá annar: „Það er ekki hægt að vera bæði blíð- máll og hreinskilinn í senn.“ Hinn svaraði: „Jú, það er hægt. Það get ég.“ „Satt er það, því að þú ert blíðmáll á brjóst, en hreinskilinn á bak. ★ TVÆR kunningjakonur sátu við næsta borð og spjölluðu mikið saman eins og kvenna er háttur. Segir þá önnur: „Það er meira slúðrið í þessum bæ, nýlega var sagt um mig, að ég ætti sex börn í lausaleik.“ Hin svarar: „Já, það er ekki trúandi nema helmingnum af því, sem sagt er.“ ★ Oft um marga ögurstund á andann fellur héla. Hitt er ,,rart“. hve hýrnar lund, þá heyrist gutla á pela. Árni Pálsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.