Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 17

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 17
dauður í grafhvelfingu dómkirkjunnar, með lokið af einu skríninu yfir andlit- inu. Enginn vafi er á tilgangi hans, því að við hlið hans fannst skál með svíns- blóði, en sá óþverra vökvi var aðaltæki galdramanna til að vekja upp illa anda.“ ,,Var, faðir,“ sagði ég, — ,,er það enn- þá?“ ,,Nú, jæja, ég þekki ekki aðferðir djöfladýrkenda nú á dögum,“ svaraði presturinn, ,,en sá sem býr í þessu húsi nú „virðist litlu betri en hinn upphaf- legi eigandi þess. Nágrannar hans segja, að hann stundi einhverja undarlega siði, enda er hann hinn eini, sem hefur get- að búið í þessu húsi síðan.“ Við átum hádegisverð saman og tók- um síðan að skoða kirkjuna. Okkur dvaldist lengi við það, því að hún er ein hinn fegursta kirkja, sem byggð var í rómönskum stíl. Er klukkurnar minntu okkur á tímann, sýndu úr okkar hálf níu. Presturinn mundi þá, að hann átti skyldum að gegna í sókn sinni næsta dag, og neyddist til að taka lest þegar í stað. Ég þakkaði honum greiðvikni hans og hélt áleiðis til grafhvelfingar- innar. Hún liggur undir háaltarinu, hún hefur járngrindur í hurðarstað, en er opin á daginn. Að henni liggja boga- göng, og er gengið niður nokkur þrep. Meðfram veggjum ganganna eru dýr- lingsmyndir í allt að eðlilegri líkams- stærð. Auðvelt reyndist að finna hina ensku dýrlinga, og sá ég þar á spjöldunum upplýsingar um Albigensastríðin, sem að gagni máttu koma. Ég skrifaði því niður það, sem á þeim stóð. Er ég hafði lokið við að skoða allar dýrlingaleifar, sem þarna var að finna, voru allir gestir farnir, og ég fór að hugsa um örlög Amaury gamla. Hvað hafði skeð hina örlagaþrungnu nótt árið 1563? Gátu ill áhrif ennþá geymst á jafnhelgum stað? Hrollur fór um mig, og ég fór að hugsa um, hvað myndi koma fyrir, ef ég reyndi að komast burt með leifar hinna ensku dýrlinga, mér höfðu nefnilega flogið í hug orð föður Mansons, að synd væri að láta bein þessi hvíla á erlendri grund. „Drottinn min dýri, hvílík endaleysa," sagði ég hvasst við sjálfan mig. Þú, Gregory Wayne, M.A., F.S.A. vísinda- maður, einn helzti sérfræðingur í for- sögu Englands, ert að hugsa um að stela beinum úr franskri kirkju og flytja þau til Englnads.“ Eg hef, sem betur fer, alltaf verið of efasemdafullur til að verða trúaður, og hristi af mér þessa fáránlegu hugmynd. Skyndilega skullu grindurnar aftur og ljósin slokknuðu. Gamli kirkjuvörð- urinn hafði haldið, að allir væru farnir og læst mig inni. Ég kallaði og hljóp í átt til dyra, en gamli maðurinn var nærri heyrnarlaus, og ég sá hann haltra burtu. Ég sá nú, að ég var illa staddur. Þarna yrði ég að dúsa glorsoltinn alla nóttina í félagsskap þeirra, sem ég í sakleysi mínu hélt að svæfu að eilífu. Brátt heyrði ég að aftantíðir voru sungnar. Þær virtust aldrei ætla að taka enda, og ég fór að leita að einhverjum veikum bletti í grindaverkinu. Eini ár- angurinn var sá, að ég eyðilagði vasa- hnífinn minn. Ég tók nú að rölta um og aftur sótti sama hugsunin á mig. Hvílík skömm .... lík enskra dýrlinga .... í útlegð. Hálf tíu. Aftur Ave María. Ég hef hatað tíðasöng eins og pestina alla tíð síðan. En þetta gullna tækifæri. Er ekki staðurinn fullur af dýrlingabeinum hvar sem er? Auðvelt að laumast út eldsnemma næsta morgun. Hugsanagangur minn varð sífellt skelfilegri og óheiðarlegri. Öðru hvoru leit ég á svörtu handtöskuna, sem inni- hélt glósubækurnar mínar, og þaðan inn í hornið, þar sem skrín St. Játmundar stóð í skugganum. Beinin kæmust auðveldlega í tösk- una. Ég gæti fengið föður Mason þau og sagt, að ég hefði betlað þau út úr yfirvöldum kirkjunnar með hjálp föð- ur Saloux. Loks gat ég ekki staðizt mátið leng- ur. Ég opnaði töskuna og læddist upp þrepin til að vita hvort nokkuð merki um návist manna heyrðist. Ekkert heyrð- ist nema undarlegt næturhljóð, sem ég, með vaxandi sjálfstrausti, áleit að kæmu frá leðurblökum og uglum í turn- inum. Ég læddist nú aftur niður og herti upp hugann, sagði sjálfum mér, að þetta væru ekki helgispjöll, þvert á móti. Ég gat heyrt hjartaslög mín í þögninni. Allt. í einu hætti ég að reyna að friða sam- vizku mína, og gekk beint til verks. Með því að þreifa fvrir mér, gat ég fylgt kantinum á skríninu, það var úr hömruðu gulli og með kirkjulagi. Lokið var fast, en þegar ég tók á, leið ekki á löngu unz aldagamlir lás- arnir gáfu sig. Lokið var níðþungt, og ég varð að nota báðar hendurnar til að geta reist það upp. Eitthvað kom fyrir. Þyndslin hurfu af höndum mér, og lokið skall upp að veggnum. Glampi, eins og af eldingu, blindaði mig. Áður en ég gat náð jafnvægi, steypt- ist eitthvað yfir mig, ofan frá, og kaldir beinfingur gripu um háls mér og köst- uðu mér með ógnarkrafti þvert yfir grafhvelfinguna. Ég kastaðist á glerkistu, sem innihélt skikkju heilags Dominikusar. Hún brotn- Framh. á bls. 31. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.