Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 25
að þrífa skammbyssuna. Bófinn stóð upp bölvandi og reyndi að losa á sér höndina, en tókst það ekki. Helen flaug á hann og brá fæti fyrir hann. Mennirnir tveir byltust fram og aft- ur á bifreiðargólfinu. Þarna urðu talsverðar sviftingar, en brátt stóð bófinn upp. Cornell var ekki æfður íþróttamaður. Helen blöskraði, er hún sá blóðið laga niður yfir andlitið á honum úr sári, sem hann hafði fengið á ennið. Varðmaðurinn hafði lamið hann með byssuskeftinu. „Þetta er ekki til neins,“ sagði hann og horfði reiðilega til stúlkunnar. „Hurðin er læst og enginn kemst út héðan fyrr en hann vill.“ Þetta var eins og dómsorð. Hvers vegna gerðist ekkert? Hvers vegna sýndi hann sig ekki — maðurinn, sem öllu réði? Hún hafði ekki úr, en þegar dyrnar loksins voru opnað- ar, fannst henni að hún hefði verið lokuð þarna inni í marga klukkutíma, þó að í raun réttri væru ekki nema nokkrar mínútur síðan vagninn nam staðar. Hinn varðmaðurinn stóð fyrir utan með vasaljós og lét birtuna falla á hlaupið á skammbyssu sinni. „Flýtið ykkur út!“ skipaði hann. Helen hlýddi. Það var gott að koma út í hreint loft, þó að henni væri afar kalt í þunnum samkvæmiskjólnum. Svo gengu þau að dimmu húsi ekki langt frá bifreiðinni, með vopnaðan mann á undan sér og eftir. Þarna voru vefnaðarvörubirgðir. í stórum sal á neðstu hæð var gangur í miðju, en skápar á báðar hliðar. í bjarm- anum frá vasaljósinu sá hún tvo hægindastóla, sem stóðu spölkorn hvor frá öðrum. Cornell rak upp óp. Hann minntist brunans í sinni eigin verzlun og vissi hvað mundi eiga að gerast þarna. Brún, mögur hönd kom út úr myrkrinu og tók um vasa- ljósið. Allt í einu miðaði Eldflugan ljósinu á andlitið á sér og brosti. Helen starði á hann, með viðbjóði og þó forvitni um leið. „Þarna er brennuvargurinn,“ muldraði hún. Eldflugan hneigði sig afkáralega kurteislega. En svo varð brosandi andlitið á honum allt í einu eins og það væri höggv- ið í granít. „Mér þykir það leitt, madame,“ sagði hann. „En þetta er óhjákvæmilegt. Þér og Cornell eruð erfið fyrir þrif fyrir- tækis míns. Ég hef fengið upplýst hvert starf yðar er í raun og veru, og ég harma að forvitni yðar hefur leitt yður í þessi vandræði.“ „Það er ekki nauðsynlegt að brenna fólk inni, þó að mað- ur vilji losna við það úr veröldinni,“ sagði Helen áköf. „En það er — þægilegt." Hann lét ljósið leika um gólfið undir stólunum tveimur, svo að fórnarlömbin gætu séð, að búið var að strá þykku lagi af snjóhvítu dufti undir þá. „Ég skal ábyrgjast, að hver snefill af ykkur hverfur svo gersamlega, að ekki verður urm- ull eftir,“ sagði hann og hló. „Það dettur meira að segja eng- um í hug að setja hvar ykkar í samband við þennan bruna. Það er ekki einu sinni hægt með smásjárrannsókn, að finna vott af leifum nokkurs mannlegs líkama í öskunni, þegar húsið er brunnið .... svo er þessu hvíta dufti undir stólun- um fyrir að þakka......Þið gereyðileggizt, heillirnar mínar — ef ykkur er nokkur huggun í að vita það.“ „Það er léleg huggun,“ sagði Helen og beit á vörina. Aldrei á ævi sinni hafði hún verið jafnhrædd og núna. En samt hélt hún að þessi skafni, djöfullegi heimsmaður væri að ljúga um áform sín. Saga hans var of ótrúleg til að vera sönn. Hvað gat hann unnið við þetta? Cornell var í svitabaði. Varir hans titruðu og hann barðist við að koma upp úr sér orði. „Takið .... allt, sem ég á,“ sagði hann, „en þyrmið lífi okkar. Ungfrú Truby hefur ekki gert ykkur neitt, — mér er kunnugt um það.“ „Mér verða margskonar hrellingar af að láta hana lifa áfram,“ sagði Indverjinn. Hann sneri sér að Cornell og fyrir- litningarbros kom á varir honum. „Þér eigið enn yfir 40.000 dollara eftir af tryggingarfénu,“ sagði hann hægt. „Þér skuluð ekki halda, að ég hafi gleymt því. Hvar geymið þér peningana .... hérna?“ Cornell hristi höfuðið. Nú fannst honum vottur af von. „Takið þessa 40.000 dollara og sleppið okkur. Við skulum aldrei minnast á það, sem við vitum um yður,“ sagði hann stamandi. „Hvar eru peningarnir?“ spurði Eldflugan. „í geymsluhólfi .... á gistihúsinu. Látið ungfrú Truby fara og sækja þá!“ „Ómögulegt. Hún er viðsjálli en svo, að þorandi sé að sleppa henni,“ sagði Eldflugan. Hann smellti með fingrunum. „Bindið þau við stólana!“ sagði hann og sneri sér frá þeim. Annar böðullinn þreif í handlegginn á Helen og dró hana að öðrum stólnum. Það var eins og þessir menn væru undir dáleiðsluáhrifum þegar þeir voru staddir nærri Eldflugunni. Helen barðist við að losa sig, en það var eins og böðlunum yxi ásmegiin í nærveru hins þeldökka kynblendings. Annar böðullinn sveigði hendur hennar aftur fyrir stólbakið og batt þær, og fæturna sömuleiðis. Svo hjálpuðust þeir báðir að því að binda Cornell, sem veinaði hátt. Eldflugan stóð og smástappaði fætinum í gólfið. „Ég verð að fá hjá yður umboð,“ sagði hann við Cornell. Kaupmaðurinn kinkaði kolli í ákafa. Þeir fengu honum penna og pappír og slökuðu á böndunum meðan hann var að skrifa. Veslingurinn, hugsaði Helen með sér. Honum dett- ur í hug að bófarnir hlífi okkur þegar þeir sjá peningana! Eins og þeir meti ekki meira að losna við okkur. Pening- arnir eru ekki nema svolítill kaupbætir. Eldflugan leit á úrið sitt. Allt var búið undir íkveikjuna í vefnaðarvörubirgðunum, eins og venjulega. Tveggja senti- metra kertisstúfurinn stóð tilbúinn i púðurrákinni, og ekki annað eftir en að kveikja á honum. „Ef maður ekur fljótt, Glenn, er hægt að komast á gisti- húsið á sjö mínútum,“ sagði Indverjinn hugsandi. Sjö mín- útur fram og sjö mínútur til baka og fjórar mínútur að auki til þess að taka við peningunum hjá ármanninum, .... það eru átján mínútur. Þú hefur eitt kortér.“ „Á ég að taka bifreiðina?“ spurði Glenn. „Nei, hún er of dýrmæt til að trúa þér fyrir henni. Og hver veit nema hún veki eftirtekt. Við höfum vakið talsvert mikla eftirtekt í Albany. Þú verður að ná þér í aðra bif- reið.“ Glenn tók við umboðinu og hvarf út úr dyrunum. Eld- flugan fór aftur að stappa fætinum í gólfið. Helen gat ekki betur séð en hann væri órór. Hún leit á Cornell. Hann sat hnípinn í böndunum, eins og gamall maður. Lock MeMredith sat í ársalnum á gistihúsinu og hélt á dagblaði. Hann reykti pípuna sína og þagði. Þessi einka- njósnari var hættulegastur þegar hann var svona sakleysis- legur á svipinn. Þá vissu þeir sem þekktu hann, að heilinn í honum starfaði eins hratt og hraðpressa. (Framh.) Bófinn stdð upp bölvandi og reyndi að fosa á sér höndina, en tókst það ekki. Helen flaug á hann og brá fæti fyrir hann. Mennirnir tveir byltust fram og aftur á bifreiðargólfinu... FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.