Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 11
ZKUR FÁNI á (Qockefiellei1 CeHtet Þann 12. júlí hafði stjórn Loftleiða boð inni í hinum nýju húsakynnum fé- lagsins í Rockefeller Center, og var þar saman kominn mikill fjöldi fréttamanna frá stórblöðum þar í borg, ýmsir for- ystumenn flugmála og forstjórar ferða- skrifstofa og annarra fyrirtækja, sem Loftleiðir eiga skipti við. Auk þess kom til þessa hófs Thor Thors, ambassador íslands í Washington, og keypti hann fyrsta farmiðann í hinni nýju söluskrif- stofu. í hinni nýju afgreiðslu verður að- eins farmiðasala innt af hendi, en öll önnur þjónusta verður veitt í skrifstofu félagsins á sjöttu hæð í sömu byggingu. ★ Ef þér eigið nokkurn tíma eftir að koma til New York-borgar, lesandi góð- ur, á munuð þér fljótlega reka yður á það, að íbúar þeirrar borgar eru ef til vill öðruvísi í hátt en þér eigið að venj- ast. Setjum svo, að þér standið ráðvilltir á götuhorni og vitið ekki hvert halda skal og reynið því að spyrjast til vegar. Þér spyrjið lögregluþjón og hann svar- ar: „Go straight away and turn left (Haldið beint áfram, snúið til vinstri)“. Því að umfram allt vill hann að ekkert slys hendi yður á sínu umsjónarsvæði, heldur vísar yður yfir í annað. Og enn spyrjist þér til vegar og ókurteis veg- farandi verður fyrir svörum: „Please, shut up, I am in hurry.“ (Vilduð þér gera svo vel að þegja, ég er að flýta mér). Englendingur varð eitt sinn fyrir þessu sama og þér núna. Síðar, er hann kom heim, lýsti hann borginni eftir- minnilega, enda hefur augsýnilega margt borið fyrir augu hans, þó er hann ekki eins harðorður um Ameríku og landi hans Oscar Wilde, sem sagði, nýkom- inn úr Ameríkuför: „íslendingar voru gáfaðir, þeir fundu Ameríku, en gættu þess vel að þegja yfir því.“ En fyrrnefnd- ur Englendingur lýsti New York borg með aðeins þremur orðum: „Hraði, pen- ingar, glæpir.“ Lengra náði lýsing hans ekki, en ef til vill er hún nógu ýtar- leg. I New York borg eru allir að flýta sér, menn eru í stöðugu kapphlaupi við tímann, en hafa sjaldan betur. Og menn, sem kunna að, flýta sér, flýta sér hægt. Ef svo ber við, að menn þessir þurfi að bregða sér út yfir pollinn, þennan mikla og víðáttumikla poll, Atlantshaf- ið, þá hugsa þeir með sér að kapphlaup við tímann sé tilgangslaust í sjálfu sér og taka sér far með Loftleiðum yfir djúpa Atlantsála og með því spara þeir sér líka fé. Peningar eru mikils virði í New York og Loftleiðir er þekkt að því að hafa ódýrustu fargjöldin yfir þessa flugleið og veitir auk þess ágæta þjónustu. Dagur er að kveldi kominn. Þetta er miðvikudagurinn 12. júlí. Senn er sólar- lag, fánar margra landa blakta enn við hún, en nú er verið að draga þá niður hvern af öðrum, þar á meðal íslenzka fánann, sem blakti þarna á Rockefeller Center í fyrsta sinni. Brátt er rökkrið fallið á og borgin ljómar öll af marg- víslegum neonljósaskiltum í öllum regn- bogans litum. Stjórn Loftleiða í hinni nýju skrifstofu. Thor Thors ambassador kaupir fyrsta farmiðann í hinni nýju skrifstofu. Svipmynd af skrifstofunni að innan. Á veggjum eru myndir af stöðum þeim, sem félagið flýgur til, v.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.