Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 14
NÝ OG SPENNANDI KVIKMYNDASAGA - 5. HLUTI Htá kimar Ajöttn hatningju Hús gamla mandarínans höfðu Jap- anarnir notað fyrir bækistöðvar, og því var það ekki eins illa leikið. Þegar Lin kom þangað og hélt undir handlegg Gladysar, sagði Hsien Chang brosandi: — Ég sé að þið tvö hafið fundið hvort annað. Það eru því margar ástæður tdl að halda hátíð, vinir mínir. Okkar flokkar sækja fram, óvinirnir hafa dregið ság til baka, og við getum. .. . — Ég verð því miður að lægja hrifn- ingu yðar, tók Lin fram í fyrir honum. — Japanarnir hafa aðeins dregið sig til baka til að sameina sig stórum innrás- arher Við gerum allt til að geta mætt þaim. Stríðið er fyrst að byrja. — Þá verðum við að koma okkur fyrir þarna uppi í Peh-Chu einhvern tíma, andvarpaði mandaríninn. — Og ég sem var að vona að ég gæti gefið fólkinu skipun um að koma hingað á morgun. — En skipun stjórnarinnar hljóðar nú á annan veg, Hsien Chang, sagði Lin alvarlega. — Allir hér í Wang- cheng eiga tafarlaust að fara til Lao. — En Lao er í allt öðru héraði, mót- mælti mandaríninn. — En ef óvinirnir næðu yður hérna, mundu þeir gera yður að foringja fals- ríkisstjórnar og láta yður gefa fólkinu fyrirskipanir, svo að það hlýddi. — Þér talið eins og við værum þeg- ar sigraðir þó að stríðið sé ekki enn byrjað af alvöru, sagði mandaríninn raiður. — Við erum fyrirfram sigraðir, sagði Lin þreytulega. — Við ætlum að reyna að verja landamærin. En þeir munu reka okkur á undan sér, skref 14 FÁLKINN fyrir skref, þangað til þeir ryðjast yfir okkur eins og stórfljót, sem fellur til norðurs. — Ég verð að tala við embættisbræð- ur mína sagði mandaríninn virðulega. — Þeir halda þakkarguðsþjónustu í hofinu. Við hittumst svo hér í síðasta sinn. Hann yfirgaf þau, og Lin sneri sér að Gladys. — Þú gætir auðvitað farið aftur til Peh-Chu, þar sem þið yrðuð í nokkuð góðu öryggi. En það er betra að fara til Shengcheng. Þar eru aðalstöðvar okkar, og þar gæti ég alltaf fundið þig. Gladys leit þrjózkulega á hann. — Þú getur fundið mig hérna eða í nær- liggjandi fjöllum. Hérna, þar sem ég á hedma. — Allir trúboðar og aðrir ókunnugir hafa fengið skipun um að yfirgefa hér- aðið, svaraði Lin rólega — Ég get ekki séð að það snerti mig hið minnsta. Ég er ekki opinber trú- boði og þar að auki er ég kínverskur ríkisborgari, gleymdu því ekki. Hún brosti allt í einu til hans. — Þú ert ekki duglegur að segja ósatt, kæri Lin, sagði hún blíðlega. — Þú fannst upp á þessu bara til að þú vissir af mér á öruggum stað. — Viltu nú ekki gera það, sem ég bið þig um, sagði hann biðjandi. — Ég vil koma þér á brott, áður en stríðið byrjar fyrir alvöru. — Enginn fær mig á brott héðan, sagði hún áköf. — Þetta eru landar mínir, og hér vil ég lifa og deyja, með þeim. — En ég vil vita af þér á öruggum stað, bað hann. — Ég er hræddur um þig. — Ég er líka hrædd um þig, svar- aði hún^. — Margir munu deyja. En ég elska þig ekki minna fyrir það, að þú verður hér og gerir skyldu þína. Hann gekk til hennar og faðmaði hana að sér. — Lífið var miskunnsamt, þegar það leiddi leiðir okkar saman, okkar, sem álitum að hægt væri að lifa lífinu án ástarinnar. í kvöld höfum við fundizt aftur, enda þótt ég hafi ekki þorað að vona það. Verður það ekki til of mikils mælzt að vona, að við eigum eftir að hittast aftur, ef þú verður kyrr hérna? — Ást mín verður ávallt sú sama, hvíslaði hún og kyssti hann. En hann hristi höfuðið og gaf upp alla von. — Vonlaus og óbifanlega þrjózk eins og alltaf, sagði hann og þrýsti hendur hennar í sínum. — Aðstoðarforingi minn. Hoka, verður fyrst um sinn hérna í Wangcheng. í gegnum hann getur þú alltaf komázt í samband við mig. Og hvaða ákvörðun sem þú svo tekur, skaltu vita það, að ég mun alltaf elska þig. Eins lengi og ég lifi, mun ég elska þig, Jen-Ai. Aðstoðarforinginn, Hoka, kom ríð- andi á eftir hópi flóttafólks, sem var á leið frá Wangcheng, sem nú var að mestu yfirgefið þorp. Hann beygði inn að KRÁ HINNAR SJÖTTU HAM- INGJU, þar sem Gladys átti enn heima ásamt barnahópnum sínum, sem fór ört stækkandi. — Hafið þér heyrt nokkuð frá Lin ofursta? spurði hún áköf. Hoka stökk af hestinum og batt hann. — Nei, svaraði hann, — en mikill fjöldi kínverskra hermanna er umkringdur í Tsechow, kannski er hann þar. . . . Get- um við ekki farið innfyrir? Börnin hafa svo hátt og ég þarf að tala við yður. Þau fóru inn í veitingastofuna, og Hoka lagði einfalda teikningu af hér- aðinu á eitt borðið. — Hérna eru Jap- anarnir, og hérna erum við. Á milli okkar er aðeins Tsechow. Það er að- eins um eitt að ræða fyrir yður, og það er að fara héðan hið allra fyrsta, á meðan einhver von er. — Ég hef fyrir löngu haft það í huga, ef Japanarnir kæmu svona ná- lægt, svaraði hún, — en þá bar ég ekki ábyrgð á 70 börnum. Það er hvergi .staður fyrir þau. Ég hef verið að hugsa um klettahellana, en nú er fardð að kólna svo í veðri. Við verðum að vera hér kyrr og vona það bezta, Hoka. — Það er blátt áfram heimskulegt, sagði hann vonleysislega. — Þér verð- ið að fara frá Wangcheng. — Það mundi ég líka gera, ef ég bara vissi, hvaðan ég gætá fengið mat og lyf fyrir börnin. Þar að auki er kráin á hlutlausu landi, kristniboðs- stöðdn á hana, og ég held að Japanamir gera börnunum ekki neitt. — Þeir munu að minnsta kosti ekki sjá þeim fyrir mat. Þau voru nú trufluð, þegar stór hópur barna kom þrammandi dnn í garðinn með 15—16 ára gamlan dreng í broddi fylkingar. — Ert þú Jen-Ai? spurði drengurinn, en börnin lögðu frá sér böggla og teppi og settust í grasið. — Já, það er ég kölluð, svaraði Gladys. — Hvaðan komið þið? Rödd hennar var þreytuleg og ráðaleysisleg, því að hana grunaði að börn þessi mundu verða til að auka áhyggjur hennar. — Við komum frá heimili fyrir mun-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.