Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 10

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 10
10^ FALKINN ekki sakar það að margt starfsfólkið er íslenzkt og býður af sér ágætan þokka. í afgreiðslunni eru litmyndir af þeim stöðum, sem Loftleiðir fljúga til. Geta fjórir afgreiðslumenn unnið þar samtímis, og ákveðið hefur verið að bjóða Ferðaskrifstofu ríkisins þar svæði nokkurt til þess að hafa þar upplýsinga- miðstöð fyrir bandaríska ferðamenn, sem vilja fræðast um ísland og ef til vill ferðast þangað, enda virðist nú sem ferðamenn vestra hafi æ vaxandi áhuga á því að kannn svo til ókunna stigu og menn séu almennt orðnir leiðir á því að fara alltaf til meginlands Evrópu, vilja reyna eitthvað annað og ólíkara þeirra eigin þjóðlífi. Það er næstum undarlegt til þess að hugsa, hve Loftleiðum hefur vaxið fisk- Hin nýja söluskrifstofa Loftleiða í Rockefeller Center. í gluggum er íslenzkt keramik og fleira íslenzkra mun. Blátt, hvítt og rautt og fáni íslands blaktir við hún á Rockefeller Center í fyrsta sinni. Þetta er miðvikudaginn 12. júlí. Lesandi góður, hvað er á seyði? Loftleiðir hafa flutt afgreiðslu sína og skrifstofur á þennan stað, þar sem öll stóru flugfélögin hafa skrifstofur og afgreiðslur sínar. Hin nýja söluskrifstofa er á götuhæð í Rockefeller Center, en skrifstofan er á sjöttu hæð. Þarna er allt morandi í hvers konar ferðaskrif- stofum og umferð er þarna geysimikil. Um fimmtán milljónir manna ganga þar fram hjá árlega. Fyrir framan afgreiðsl- una eru fagrir skrúðgarðar á sumrum, þar sem fólk getur notið veitinga undir beru lofti, en á veturna er þarna skauta- svell og skemmta sér þar þúsundir við þá yndælu íþrótt. En verði einhverj- um litið við, þá fer varla hjá því, að hann reki ekki augun í skilti, þar sem á stendur „Loftleiðir Icelandic Airlines". Því má til sanns vegar færa, að sá staður sé vart til, sem heppilegri er slíkum skrifstofum. — í glugga af- greiðslunnar skarta íslenzkir leirmunir frá leirmunagerðinni Glit, ank annarra fallegra íslenzkra muna. Er inn er kom- ið, blasa við manni mjög smekkleg hús- gögn og okkur er tjáð, að þau séu frá Danmörku, Finnlandi og Noregi. Á aðal- veggnum skarta þrjár stórar myndir eft- ir Ásgrím Jónsson. Þetta eru allt frum- myndir, sem vöktu hina mestu athygli gesta, og hafa Loftleiðir fullan hug á að fá að heiman frummyndir eftir ís- lenzka listamenn til þess að geta sýnt allt hið bezta í íslenzkri myndlist á hverjum tíma. Munu Loftleiðir annað hvort kappkosta um að fá myndir keypt- ar eða til láns, í því skyni að sýna þær þarna og kynna íslenzka myndlist. Söluskrifstofan er bæði nýtízkuleg og íslenzk í senn, og er enginn vafi á því að hún er mjög góð landkynning, og ur um hrygg á fáeinum árum, þetta litla félag, sem átti eina litla flugvél, þegar það var stofnað, en nú á það þrjár stórar „Cloudmaster“-vélar og er í þann veginn að kaupa þá fjórðu, þegar þetta er ritað. Hin fjórða Cloudmaster flugvél Loft- leiða verður búin öllum hugsanlegum öryggistækjum og er innrétting vélar- innra svipuð og á hinum flugvélunum. Fyrst um sinn mun flugvélin fara ýms- ar ákveðnar aukaferðir, sem þegar hafa verið ráðgerðar á tímabilinu ágúst— september. Loftleiðir kaupa þessa vél af Pan American flugfélaginu og er kaupverð áætlað 25 milljónir íslenzkra króna. í sumar hafa félaginu borizt svo mikið að farbeiðnum, að því hefur ekki verið unnt að sinna þeim öllum, þess vegna mun flugvélin fljúga aukaferðir, unz öllum farbeiðnum hefur verið sinnt, en mun þá koma inn á áætlunarferðir félagsins. Vélin mun einnig verða not- uð til þess að þjálfa nýjar áhafnir og flugliða, sem þurfa að fá árlega þjálfun. Er þessi vél kemur, munu Loftleiðir bæta við fimm áhöfnum eða samtals 35 manns. Hjá Loftleiðum fljúga nú eingöngu íslenzkar áhafnir, en þær verða 20, þegar hinar fimm bætast við. í flug- liði félagsins munu því vera 140 manns. Hinar fjórar Cloudmaster flugvélar geta nú flutt 360 manns í einu eða 1280 far- þega á viku og þykir mörgum það álit- legur fjöldi. Stjórn félagsins hefur ekki í hyggju að kaupa fleiri vélar að sinni, þegar þessi er komin, enda þykir mörg- um þetta nóg vera. Hér ganga um götur 15 milljónir manna árlega. Þetta er lítið sýnishorn af umferðinni. ÍSLEN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.