Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 28

Fálkinn - 30.08.1961, Blaðsíða 28
Kráin - Frh. af bls. 15 Þau gengu eirxs og í svefni, og Glad- ys og stærstu börnin, báru þau minnstu, þegar þau gáfust upp Dag einn kom hópur manna á móti þeim upp eina hæðina. Þedr stönzuðu, þegar þeir sáu Gladys með barnahóp- inn, sem með erfiðismunum fetuðu sig upp fjallastíginn. — Þetta eru nokkrir hermenn, hróp- aði Gladys upp yfir sig- — Flýtið ykk- ur, börn. Nú erum við ekki lengur ein. Bömunum jókst hugrekki og kraft- ar. og skömmu síðar voru þau komin til hermannanna. Liðþjálfi gekk til Gladysar og spurði: — Hvert ert þú að fara með þessi börn? — Við erum á leið til Sian, svaraði hún. — Við höfum gengið í marga daga, og börnin eru að deyja úr hungri Liðþjálfinn skipaði mönnum sínum að gefa börnunum að borða, en þegar hinni einföldu máltíð var lokið, sagði hann: — Við höfum séð nokkra japanska hermenn í skóginum, sem þú ert að koma til. Það verður því mjög hættu- legt að fara þar í gegn. Ég vildi að við gætum hjálpað þér, en við verðum að fara í norðurátt. — í norðurátt? Gladys leit á hann með áhuga. — Ef þið komið nálægt Wangcheng, og ef þú hittir Lin Nan, •— Já, herra forstjóri, — ég œtla nefnilega í sumarfríið beint af skrifstofunni. Einvígi. 28 FÁLKINN ofursta, viltu þá flytja honum skilaboð? Segðu honum að þú hafir mætt konu með hundrað börn með sér, sex daga ferð frá Gula-fljóti. Og segðu honum, að hann eigi að halda sér lifandi. Henni rétt tókst að koma í veg fyrir tárin. — Já. segðu honum, að mín vegna verði hann að halda sér lifandi, þar til við sjáumst aftur. Liðþjálfinn gaf henni svolítið af hrísgrjónum og nokkra te- pakka, síðan flýtti hann sér af stað með flokk sinn. En Gladys hélt áfram með sinn flokk, áfram upp bratta fjalls- hlíðina. Gladys staulaðist upp að fjallsegg- inni. Hún bar lítið barn á hvorum handlegg, hún gekk þyngslalega og með erfiðismunum og sneri sér við í hverju spori, til að aðgæta hvort hin kæmu á eftir. Ef eitthvað af börmmum dróst aftur úr eða lagðist niður af þreytu, flýtti Gladys sér eða Timothy niður aftur til að reisa það á fætur. Hún stanzaði snögglega. Hún var komin upp á brúnina og hún kallaði upp yfir sig: — Ó, börn. Ég sé fljótið. Fljótið. Dauðþreyttur hópurinn flýtti sér til hennar, og siguróp kvað við, þegar þau sáu fljótið niðri í dalnum. Nú lá leiðin niður í móti, og það var létt- ara, líka þegar sást í markið. Syngjandi og hlæjandi hraðaði þessi hugrakki hóp- ur sér niður að fyrirheitna fljótinu. Pujan, höfuðsmaður, kom til kristni- boðsstöðvarinnar í Sian, og honum var þegar vísað inn til dr. Robinson. — Mér þykir það leitt, sagði hann, en þér verð- ið strax að fara héðan. — Við förum ekki héðan, án þess að hafa börnin frá Tsechow, svaraði dr. Robinson, ákveðinn. — Þegar við síðast fengum boð frá Lin Nan, ofursta, sagði hann okkur að þau væru í sex daga fjarlægð héðan. Pujan, höfuðsmaður, yppti öxlum. — Og það var fyrir þrem vikum, sagði hann stuttlega. — Óvinirnir hafa her- tekið fjöllin, og það er engin leið að komast yfir. — Það vitum við vel, sagði dr. Ro- binson. — Það vita allir hérna í þorp- inu. Þess vegna höfum við beðið dag og nótt fyrir þessum vesalings börn- um, og það munum við gera áfram, eins lengi og það er nokkur von. — Ég verð því miður að fara fram á, að þér hlýðið skipun minni, sagði höfuðsmaðurinn, en svo flýtti hann sér allt í einu út á götuna Mikil fagnaðar- óp heyrðust frá mannfjölda, sem safn- azt hafði fyrir utan kristniboðsstöðina. Fólk kom út úr verzlunum og skrif- stofum, og allir hlustuðu með eftir- væntingu á barnaraddirnar sem bár- ust syngjandi nær. Fyrir enda götunnar kom Gladys í ljós með allan barnahópinn sinn syngjandi, og fólkið rak upp fagnaðar- óp. — Börnin eru að koma. Börnin eru að koma. Fólkið hljóp á móti þeim, allir hlógu og kölluðu og sungu með börnunum, þegar þau gengu inn í Sian. Að lokum stóð Gladys fyrir framan kristniboðsstöðina, og dr. Robinson lyfti höndum sínum til að biðja um hljóð. — Þetta eru börnin að norðan, sem ég kem með, sagði Gladys, og það var svo hljótt að orð hennar heyrðust langt að. — Við höfum beðið eftir ykkur, sagði dr. Robinson hrærður. — Þetta var löng leið, sagði Gladys og brosti afsakandi. — Mér þykir leitt að við skulum vera svona sein. Dr. Robinson gekk til hennar og þrýsti hönd hennar þögull. — Þekkið þér mig aftur, dr. Robin- son? spurði Gladys. — Áður en ég varð kínverskur ríkisborgari, hét ég Gladys Aylward. — Já, nú þekki ég yður, sagði hann allt í einu, greip hönd hennar og þrýsti hana, en tár brutust fram í augu hans. — Þér eruð Gladys Aylward, sem ekki hafði næga hæfileika til að verða send til Kína. Nú verðið þér að lofa mér því að koma með mér til heimilisins, sem við höfum komið upp fyrir öll þessi heimilislausu börn. Ég held að við gæt- um ekki fundið hæfari samverkamann- eskju en yður, kæra Gladys Aylward. — Mér þykir vænt um að heyra yð- ur segja þetta, svaraði Gladys, — en ég verð að komast aftur til Wangcheng. Ég get ekki verdð í burtu frá . . . frá heim- ili mínu. Ef ég get fengið eitthvað í nesti, ætla ég að fara af stað aftur eftir svona klukkutíma. Hún sneri sér við og leit til fjallanna, og án þess að nokkuð hljóð heyrðist af vöifUm hennar, hvíslaði hún: — Ég kem, ástin mín. Ég kem. Sögulok. Villt blóm - Frh. af bls. 12 reyndi að koma einhverju tauti við úfið hárið, — að ætla að giftast presti! Ef- laust kæmist hún aldrei í kynni við aðra eins sælu og hún sjálf hafði notið í nótt með þessum ókunna vatnsguði sín- um. Hún titraði enn, þegar henni varð hugsað til ofsafenginna faðmlaga hans. Nei, prestur mun ekki bera skynbragð á slíka hluti. Hann stóð álútur og virti fyrir sér blóm í vasa á borðinu, þegar hún kom inn, Hún vissi strax hver hann var, jafn- vel áður en hann leit framan í hana. Sektin stóð skráð stórum stöfum í and- liti honum. — Hafmeyjan mín, tautaði hann for- viða. Lára leit hissa á hann. — Hvað ertu að segja? Hún virti þau fyrir sér. Hann svaraði spyrjandi augum hennar treglega. — Það var aðeins þetta villta blóm .. .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.