Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 5
úrklippusafnið Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á í blöðum og tímaritum. Þér fáið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. Fjögur á ferð Aðeins þessi eina sýning. öalctarflokkurinn Þjóðviljinn 16. september 1962. Sendandi: B. V. Stjórnaði sjúkrahúsi á Islandi með handapati Morgunblaðið 2. ágúst 1962. Grimseyingar fengu svartaþoku í fyrradag, þegar þeir voru að smala Lyngdalsheiði og smalaðist illa- af þeim sökum. Nokkrir smal- Timinn 20. september 1962 Send.: Þorsteinn Hallfreðsson. KONÁ ein fæddi hér i dag fjórbura, þá fyrstu, sem fæðzt fcaf»ijvjþjófc i 17 ár. Börnin, þrjtr^táUnir og eintt drengur, era bestu Msa, Morgunblaðið 20. sept. 1962. Send.: Aðalbjörg Erlingsdóttir. Sendandi: B. V. il á þeim slóðum. Hún kemur i stað gámallar brúar sem er meir en hálfar aldar gömul, og hefur þótt næsta hvimleið vegna slæmrar beygju á veginum beggja vegna frá og Iíka vegna þess að brúin lá niðri í sjálfu gljúfrinu, þar sem oft skefldi að á vetrum. Nú verð- ur brúin tekin af með öllu og farið þráðbeint, eins og vegurinn' vísar, yfir gljúfrið. Vísir 11. júlí 1962. Sendandi: Glúmur Gylfason. Peníngaspfl syndsamleg eftir efnum og ásfæðum Þjóðviljinn 21. júlí 1962. Sendandi: B. V. Heimsfriðurinn Ástin Gestur nokkur, sem var staddur í veizlu hjá sendi- herra, sagði við þann sem sat við hlið honum, er þeir ræddu um fallega stúlku, sem var umkringd af karlmönnum rétt hjá þeim: ,— Hún ætti að. vinna hjá S. Þ. Sjáðu hvernig hún leikur sér að því að sameina þjóðirnar! Predikarinn og púkinn Sælla er að gefa en þiggja. Þetta sagði prest- urinn, þegar iiann gaf djáknanum á kjaftinn. Við lásum það nýlega í erlendu blaði, að eftirlæti áhorfenda í dýragarðinum í Bern væru birnir. í garðinum eru nú tvö pör. Bæli þeirra liggja hlið við hlið, en eru aðskilin með múr. Á báðum stöðunum eru svolítil tré, sem birnirnir geta klifrað í. Dag nokkurn stóð maður við búrin og horfði á birnina. Þá sá hann, að annar björninn klifraði upp í tré og kíkti yfir múrinn yfir í hitt bælið. Hann starði löngunaraugum á kven- dýrið þar, sýndi tennurnar og gaf frá sér nokkur angurvær hljóð. Á meðan á þessu stóð hafði hitt karldýrið klifrað upp í tré og horfði nú yfir til hins kvendýrsins og hegðaði sér í öllu eins og fyrrnefnda dýrið. — Það er greinilegt, sagði maðurinn við umsjónarmann- inn, að þessi pör eiga ekki saman. Hvers vegna skiptið þér ekki um karldýr? — Það geri ég líka ráð fyr- ir, anzaði umsjónarmaðurinn tómlega, -— ég geri það einu sinni í mánuði. Hjónabandið Við könnumst lítilsháttar við fjölskyldu nokkra, sem er nýflutt úr mjög lítilli íbúð í stórt og fallegt hús. Um daginn rákumst við á yngsta soninn í fjölskyldunni og spurðum hann, hvernig liði hjá honum og hvernig fjöl- skyldunni geðjaðist að nýja húsinu. Strákur svaraði: — Það er stórkostlegt, ég hef fengið sér herbergi og svo báðar systur mínar. Hann þagnaði andartak og sagði svo eftir litla þögn: — En finnst ykkur ekki skrítið, að pabbi og mamma skuli þurfa að kúldrast í sama herbergi? * Utvarpið Þessi saga gerðist í sumar en okkur barst hún ekki til eyrna fyrr en nú. Fimm pipar- sveinar ætluðu í ferðalag út á land og hugðust vera nokkra daga. Þegar þeir höfðu náð í bílinn og voru komnir um 50 km út fyrir borgina, mundi DOIMIMI Sá hluti heimavinnu eiginkonunnar, sem aldrei verður unninn, er alltaf það, sem hún bað eiginmann sinn að gera. einn þeirra eftir að hann hafði gleymt að slökkva á útvarp- inu heima hjá sér, og vildi hann snúa aftur til að slökkva á því. Hinir löttu hann þess, og sögðu, að það væri óþarfi, því að útvarpið eyddi svo litlu rafmagni. — Það er ekki rafmagnið, sem ég hef áhyggjur af, held- ur kötturinn minn, hann situr inni og það væri illvirki að láta hann hlusta á þá dagskrá, sem útvarpið hefur upp á að bjóða. Þeir félagar sneru við. sá bezti Saga þessi gerðist í útlöndum. Eiginkona nokkur bað mann sinn um að taka niður kökuwpvskrvjt í útvarpinu. Hann gerði eins og hann gat, en fékk tvœr stöðvar, sem báðir útvörpuðu á sama tíma og sló öllu saman. Hér sjáið þið árangurinn: — Hendur á mjöðmum, setjið einn bolla af hveiti á öxlina, verið beinir í hnjáliðunum og teygið úr tánum, hrærið létt og Ijóst einn og hálfan bolla af mjólk, endurtákið sex sinn- um. Andið fljótt að yður hálfri teskeið af lyftidufti, beygið yður í hnjáliðunum og merjið tvö harðsoðin egg í gegnum sáld; andið eðlilega og skiljið frá í skál. Athugið, liggið flatir á gólfinu og veltið hvvtunum í eggjunum aftur á bak og áfram unz þœr fara að sjóða. Eftir tíu mínútur skuluð þér fjarlœgja þetta frá ofninum og nugga það vel með hand- lclæði. Andið eðlilega og farið í léttan flúnelsklœðnað og berið allt fram með góðri tómatsósu. VÍSNAKEPPIMI FÁLKANS Enn biðjum við menn að botna. Að þessu sinni er fyrriparturinn um slátur og við væntum þess, að þeir sem þeim mat unna, sendi okkur botna. Frestur til að skila botnum er þrjár vikur, svo að varla verður búið úr sláturtunnunni, þegar úrslitin berast. Mörva slátur merginn ljær Meyjarþroskann eykur. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.