Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Side 6

Fálkinn - 17.10.1962, Side 6
GÍRKASSAR FYRIR ALLAR TEGUNDIR DIESELVÉLA OTVEGUM VIÐ MEÐ STUTTUM FYRIRVARA FRÁ TWIN-DISC VERKSMIÐJUNUM I BANDARIKJUNUM, BRETLANDI OG BELGIU. ENNFREMUR KÚPLINGAR AFLÚRTÖK o. fl. tilheyrandi hluti. Einkaumboð á íslandi fyrir TWIN DISC CLCTCH COMPANY BJÖRN & HALLDOR H.F. VÉLAVERKSTÆÐI SIÐUMOLA 9 — SÍMI 36030. IÞiiil MÞiaí MÞial MÞial atíi díai • Ityrjið dagiiut með DIAL • Endið daginiK með DIAL Heíldsölub. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ REYKJAVÍK 6 FÁLKINN Gömul vín og ný. Kæra pósthólf. — Enda þótt ég sé ungur aS árum, þykir mér oft og tíðum gott að fá mér í staupinu. Vil ég þá helzt brennivín og þar sem ég er ekki stóreignamað- ur eða hátekjumaður, verður annaðhvort brennivín eða ákavíti fyrir valinu. Ekki neita ég því, að það kemur fyrir að maður fær sæmilegt brennivín í ríkinu, en oftast er það hrátt og vont. Eins er þetta með ákavítið. Það er alltaf nýtt og þar af leiðandi hrátt. Satt að segja finnst mér þessi vín ekki boðleg, miðað við það, sem þau eru, þegar þau eru orðin ársgömul eða meira. Þá fyrst eru þau ljúf- feng. Ég skal segja ykkur það í trúnaði, að ég smakkaði tíu ára gamalt ákavíti um daginn og það var næstum því eins og viský á bragðið. Mér finnst að einokunarverzlunin ætti að hafa alltaf gömul vín á boðstólum, enda væri það enginn vandi fyrir hana. Brennivinskarl. Svar: Viö höfum nú heyrt þessa sögu áður og vitum því, aö hún er nœr sanni, hins vegar er viö og viö hasgt aö fá gpmul brennd vín eins og t. d. Brennivín og Áka- víti keypt, en birgöirnar seljast jafnóöum og þcer koma á mark- aöinn. Áfengisverzlun ríkisins mœtti því gjarna leggja meira af þessum tegundum í kjallar- ann, suo að hún geti a. m. k. annaö eftirspurn allan ársins hring. Heilbrigð sál o. s. frv. Kæri Fálki. — í 37. tbl. er bréfkorn eitt, sem ber yfir- skriftina Menntastofnun í húsnæðishraki. í bréfi því er vikið lítillega að íþróttahöll, sem er í smíðum í höfuðborg- inni. Ég verð að segja fyrir mitt leyti, að íþróttahreyfing- una hefur um árabil skort til- finnanlega sal fyrir innan- hússíþróttir og var því mál til komið að hefja smíði hall- arinnar. Þykir mér íþrótta- höllin ekkert koma Mennta- skólanum við og því rangt að blanda smíði hennar inn í húsnæðisvandræði hinnar göfugu menntastofnunar. — Menn ættu að muna það, sem Grikkir hinir fornu sögðu: Heilbrigð sál í hraustum lík- ama. Þess vegna held ég að ef vel er búið að íþróttaæsk- unni, þá munu foreldrar ekki þurfa að óttast, að ungling- arnir lendi á glapstigum og það er áreiðanlegt, að eins mikil þörf er á góðum íþrótta- sal í Reykjavík eins og nýju Menntaskólahúsi. Virðingarfyllst. K. Æ. Svar: Viö erum bréfritarai ekki sam- mála í öllum atriöum. AÖ vísu viðurkennum viö, aö skort hefur íþróttahöll til keppni, en bygging hennar er ekki ncestum eins aö- kallandi og aö reisa nýtt Mennta- skólaliús. Ennfremur eru til í borginni nokkrir íþróttasalir, sem vel liefðu dugaö um nokkurt skeiö, en Menntaskólaliús er aö- eins eitt í borginni og þaö þótt.i rúmgott fyrir hundraö árum. Látum viö svo útrætt um mál þessi í pósthólfinu. Kópavogseiðarnir. Heiðruðu herrar. — Ég hef haft mikið yndi af að lesa greinarnar hans Sigurðar Óla- sonar um Kópavogsfundinn 1662 og þá eiða, sem þar voru gerðir. Mér þykir rétt að segja ykkur frá því, að allt frá þeim tíma, sem ég var í barna- skóla (það eru rúm 40 ár) hefur frásögnin um fundinn verið mér ofarlega í minni og fannst mér, að íslendingar hafi aldrei verið eins niður- lægðir og aldrei sokkið eins djúpt og þá, nema ef vera skyldi nú á þessum síðustu og verstu tímum. Ég minnist þess, þegar kennarinn minn var að fara yfir söguna, hve Danahatrið logaði undir niðri í honum og við krakkarnir urðum náttúrlega fyrir áhrif- um frá honum. Eftir að hann hafði hlýtt okkur yfir frá- sögnina um Kópavogsfundinn. var Danasleikja versta orðið, sem við tókum okkur í munn. En ég hygg nú, að viðhorfin til þeirrar þjóðar a. m. k. hjá mér hafi mikið breytzt. Mað- ur lítur núna öðruvísi á sög-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.