Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Side 9

Fálkinn - 17.10.1962, Side 9
Sigurður Sumarliðason skipstjóri segir i þessari frásögn frá grátlegum þætti íslenzkrar sjémannasögu, þegar menn hættu að beita lóðir en reru i þess stað með brennivín • • . i Einn sérkennilegasti, eöa eigum viS heldur aS segja grátbroslegasti þáttur íslenzkrar sjómannassögu er sá, þegar menn hættu aS beita lóSir, en reru í þess staS meS brennivín, plötutóbak og svera sígara út í Englendinga og Frakka, sem voru aS skarka hér upp í kálgörS- um á gufutogurunum. Trollaraskippararnir þáSu brennivíniS og tóbakiS og borguSu í úrkastsfiski, sem ella hefSi veriS látinn renna út um lensportiS, því í þá daga var nægur fiskur í trolliS, þó ekki væri veriS aS hirSa um ódýrar fisktegundir. MikiS var um þess konar „útróSra-1 hér á landi um aldamótin og gerSu margir reifarakaup, sem þennan útveg stunduSu, og þá sér í lagi, þegar brjóst- birtan, sem notuS var fyrir beitu var farin aS virka á togaramenn, og hún brást sjaldan, eftir aS menn voru komn- ir upp á lagiS. Heldur munu viShorf manna til þessara veiSa hafa breytzt, en eigi aS síSur er fróSlegt aS kynnast þessum sérstæSa atvinnuvegi, sem svo margir stunduSu og þóttust heldur af. Þó SigurSur SumarliSason, skipstjóri, þessi aldni og merki höfSingi verSi um flest annaS sakaSur í sínu lífshlaupi, en þaS aS láta aSra menn veiSa fyrir sig fisk um dagana, þá er því ekki aS leyna, aS eitt sinn lenti hann á ungl- ingsárum sínum í slíku ævintýri, sem hér er til umræSu og einn dag í vetur meSan sólargangur var skemmstur, þá gerSum viS þaS okkur til dundurs, aS setja saman frásögn um þaS og hljóSar hún svo: Ekki datt mér þaS í hug, þegar ég var strákur í foreldrahúsum, aS ég ætti eftir aS lifa þá upphefð aS verSa á unglingsárunum trollaraskipstjóri, svona alveg upp úr þurru, alveg án skólagöngu og alls þess, sem þarf til þess aS stjórna gufuskipum. AS vísu var allt slíkt ofarlega í huga mér á þessum árum, því fljótlega varS ég staSráSinn í því að verða stjórnarmaður í stórum skipum og þá með löglegum hætti og skólagöngu. Árið 1889 var ég háseti á kútter Helgu, sem Helgi Helgason útgerðar- maður og kaupmaður í Reykjavík átti. Hafði ég verið þar vetrarvertíðina og yfir sumarið til 1. september, að ég afskráðist þaðan. Þetta haust stóð mikið til, því ég ætlaði í stýrimannaskólann og hugurinn var fullur af framtíðaráformum. Ég ákvað að nota tímann, frá því ég af- skráðist þar til kennslan í skólanum byrjaði, til að heimsækja móður mína, en við bjuggum í Akurhúsum í Garði. Ferðalagið frá Reykjavík gekk vel, þó ekki væri Keflavíkurrútunni til að dreyfa á þeim árum, en ég fór fótgang- andi alla leiðina og farangurinn var ekki annað en kápa, sem ég bar undir hend- inni. Veður var hiS fegursta, hlýtt og gott og ég gekk þennan spotta á 14 klukkustundum. Já það var gott að koma heim eftir svona langa göngu og móttökurnar voru góðar, hjá móður minni og systkinum. II Um þetta leyti, var mikið um það, að inn- og suðurnesjamenn sæktu fisk í togara, sem þá voru í fjöldatali að veiðum í Faxabugt, allar götur upp í landsteina. Þeir, sem beztar ástæður höfðu til að stunda þessar sérstæðu „veiðar“ voru vitaskuld þeir, sem eitt- hvað gátu bablað í ensku og svo urðu þeir auðvitað að hafa næga „beitu“, sem var ýmis konar vínföng; enskt whisky, koníak, brennivín og fleira af því tagi, ennfremur voru plötutóbak vindlar og skro gjaldgengur miðill í þessum viðskiptum við enskinn. Þetta mýkti togaraskipstjórana, svo að þeir gæfu þeim fiskinn af þilfarinu, eða réttar sagt þann hluta hans, sem þeir hirtu ekki sjálfir. í þá daga hirtu togararnir alls ekki bolfisk, nema stærstu ýsuna og þorskinn, lúðu og rauð- sprettu. Smáfiski, millifiski og öllu öðru var mokað dauðu í hafið aftur. Þetta var ófögur sjón, að sjá dauðan fiskinn fljóta kringum allt skipið, eftir að byrj- að var að moka út. Að vísu var hugsana- gangurinn .öðruvísi í þessum efnum í þá daga, en þó blöskraði manni aðfar- irnar. Þegar þeir viðburðir áttu sér stað, sem hér verður frá greint, var Einar Jónsson hreppstjóri þar syðra og bjó hann á Hofi í Garði. Einar var mesti greindar og dugnaðarmaður; vel efnum búinn. Ég hafði ekki verið nema einn dag heima, þegar ég hitti Einar, hreppstjóra. Hann fór strax að biðja mig að koma með sér fram í trollara, sem voru að veiðum skammt fyrir landi. Höfðu nokkrir menn þegar farið árangursrík- ar ferðir út í þá og haft af stóran ábata. Ástæðan fyrir því, að Einar bað mig að koma með sér var sú, að hann vissi, að ég kunni nokkur orð í ensku. Átti ég jafnframt að vera formaður á átt- æringi, sem Einar leigði til ferðarinnar, ásamt „beitunni“. Alls áttum við að vera sjö á skipinu og var skipt í ellefu staði. Fékk skipið fjóra hluti og ég hálfan formannshlutinn þar úr. Mér fannst þetta hljóta að vera skemmtilegt ævintýri, en í þá daga sló maður ekki hendinni á móti þeim. Ég lét því til- leiðast. Einar ljáði mér sjóklæði, en einhver vinnuföt lét móðir mín mig hafa. III Það var blíðasta veður, þegar við lögðum af stað í þennan sérkennilega „róður“ og klukkan var þrjú um eftir- miðdaginn. Stutt var að róa út og þegar við komum að fyrsta togaranum, þá var þar bátur í sams konar erindum. Var þar fyrir Þorvaldur Þorvaldsson frá Kothúsum í Garði, en hann og Sigurður Hafliðason frændi minn frá Húsatóftum höfðu verið athafnasamir á þessu sviði undanfarna daga. Mér þótti sýnt, að ekki myndi nú mikið að hafa í þeim togara fyrst Þor- valdur var þar fyrir, svo ég bauð að róa að stórum, grænum togara, sem kom siglandi sunnan fyrir Skaga og kastaði skammt frá okkur. Sigurður Hafliðason hafði líka komið auga á hann og komum við frændurnir jafn snemma að honum. Skipstjórinn á togaranum kannaðist við Sigurð og bað hann að róa með sig yfir í annan togara, sem þarna var skammt frá. Féllzt Sigurður á það og Framh. á bls. 28. FALKINN 9

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.