Fálkinn - 17.10.1962, Síða 11
mp
P;"r: T-'r^q
J
' ' 'J
:■ ■ '
— Hann er hreint ekki hjáguðinn
minn, sagði Sylvetta — en hann gæti
kannski orðið hjáguðinn þinn, ef þú
skrifaðir leikrit, sem hann gæti leikið í.
Auðvitað var þetta bara beita, sem
Sylvetta hélt fyrir framan nefið á mér,
en ég beit á krókinn. Þess vegna gutl-
aði ég hlýðinn ásamt Sylvettu í kjölfar
Ronalds Hashing.
En allt hefur sín takmörk, og það sem
rak smiðshöggið á þetta var ökuferð
til bæjar eins á suðurströndinni. Það
var aftaka veður og svo mikil ísing
á veginum, að ég var með lífið í lúk-
unum. Það var aðeins eitt af smáatrið-
unum að ég ók á ljósastaur og skemmdi
bílinn alvarlega.
Áður en við lögðum af stað, hafði ég
sagt við Sylvettu að það væri hreint
brjálæði að aka í slíku veðri, en hún
afvopnaði mig með löngum kossi og
eftirfarandi skýringu:
— Þú ert nú bezti maður í heimi, ef
þú gerir mér þann greiða að fara, því
að nú skal ég sýna þér, hvað ég fékk.
Hún sýndi mér bréf frá Ronald
Hashing og í því stóð:
— Það væri afskaplega vingjarnlegt
af yður að koma, og þér mynduð gera
mér mikinn heiður ef þér vilduð heim-
sækja mig í búningsklefa minn eftir
sýningu.
Auðvitað fórum við. Sylvetta var í
sjöunda himni, þegar hún fylgdi mér
ásamt heilli hersingu af vinkonum til
búningsklefa Ronalds Heshing.
Ég var ekki næstum því eins hrifinn,
og mér fannst ég vera eins og flagari,
á leið til stefnumóts við eina af kór-
stelpunum. Það reyndist nefnilega ekki
mikið rúm í búningsklefa Ronalds
Hashing, og léttklæddar meyjar voru
sífellt á ferðinni, út og inn.
Ég var þó kynntur fyrir stjörnunni,
og ég heilsaði kurteislega og gat þess
um leið að leikritið væri fyrirtak. Það
meinti ég þó ekki, en ég er ákaflega
kurteis að eðlisfari.
Annars sá konan mín um samræð-
urnar og ég hafði nógan tíma til að
hugsa í ró og næði. Einstaka sinnum
leyfði ég mér að líta aðdáunaraugum
á grannvaxnar stúlkukindur, er áttu
leið fram hjá mér, en annars var heili
minn önnum kafinn. Ég hafði fengið
fyrirtaks hugmynd. Nú hafði ég séð,
hvernig lífið er hjá leikara í umferðar-
leikflokki, ég hafði kynnst andrúms-
loftinu í búningsklefa hans, og ég fann,
að þarna hafði ég fengið efnivið í gott
leikrit — dálítið, sem var alveg tilvalið
fyrir leiksvið.
Við vorum ekki fyrr komin heim,
en að ég dró fram ritvélina mína og
fór að vinna að leikritinu.
Mánuði síðar sendi ég það til for-
stjóra eins leikhússins, og skömmu
seinna fékk ég svar.
Kvöld nokkurt sat ég á eftirlætis
veitingahúsinu mínu yfir glasi af öli. ..
og þá kom einn af mínum beztu vinum
að borðinu til mín. Ég brann í skinninu
eftir að gera eihvern að trúnaðarmanni
mínum, og ég sagði honum leyndarmálið.
—Þú mátt alls ekki segja neinum
frá því, byrjaði ég. — Þannig er mál
með vexti, að Sylvetta má alls ekki
komast að því. Ég hef skrifað leikrit
undir dulnefni, og þessi fjárans Ronald
Hashing á að leika aðalhlutverkið.
Þessi vinur minn, sem þekkti gjörla
ástríðu Sylvettu fyrir Ronald Hashing,
brosti út undir bæði eyru, og spurði
um hvað leikritið fjallaði.
— Það fjallar um leikara, sem er
ofsóttur af einum af sínum kvenlegu
aðdáendum, sagði ég. — Það endar með
því, að hann verður að segja henni
Framhald á bls. 30.
FALKINN
11