Fálkinn - 17.10.1962, Síða 17
Guðmundur Jónsson þjálfari Fram
svarar:
Þegar þessu skal svarað kemur sjálf-
sagt margt til greina. Margir leikmenn
vinna langan vinnudag, 10 og jafnvel
12 stundir á dag. Með slíkum vinnudegi
er orðið lítið eftir fyrir knattspyrnuna.
Þá hætta margir keppni of snemma, eru
oft á bezta keppnisaldri 25—30 ára, en
þá eru þeir bæði búnir að fá leikreynslu
og hugsun í leik. Menn stofna heimili,
standa í byggingum og geta ekki misst
tíma og peninga.
Þá er það stutt keppnistímabil og
veðráttan. Á vorin eru vellir slæmir
vegna frosta og óhagstæðrar veðráttu
og á haustin er það myrkrið. Þá er baga-
legt hvað íslandsmótið slitnar í sundur.
Sem dæmi má' nefna að við leikum á
ísafirði á sunnudag, í Reykjavík á
þriðjudag og svo líður heill mánuður
án leiks. Við þetta slitnar allt í sundur
og þó menn æfi vel er eins og eitthvað
vanti þegar mótið byrjar að nýju.
Þá skortir okkur einnig að fá leik-
menn sem hættir eru keppni til að vinna
sem leiðbeinendur hjá yngri flokkun-
um. Það getur verið mjög ánægjulegt
að vinna með ungu drengjunum og allir
hljóta að skilja þá nauðsyn, að þeir sem
eldri eru og reyndari miðli hinum
kunnáttu sinni og þekkingu.
Að endingu langar mig til að hvetja
alla leikmenn, yngri og eldri, að leggja
mikið í æfingarnar og leikinn, því þá
mun árangurinn ekki láta standa á sér.
Guðmundur: — Illt að slíta mót í sundur.
Sigurgeir Guðmannsson þjálfari hjá
K. R. svarar.
Það tel ég vera skort á hæfum þjálf-
urum og um það held ég að allir geti
verið sammála. Hér eru ekki nema þrír
„kvalifiseraðir“ þjálfarar og á ég þar
við Reyni Karlsson, Óla B. Jónsson og
Karl Guðmundsson. Þá vantar betri
þjálfun hjá yngri flokkunum, en samn-
inginn milli K. S. í. og íþróttakennarar
skólans um þjálfunarnámskeið, tel ég
vera spor í rétta átt, þótt það mál sé
enn á byrjunarstigi. Þá tel ég, að knatt-
spyrnumenn taki sér of langa hvíld
eftir að mótum er lokið, því þegar reglu-
bundin þjálfun hefst að nýju, má
segja að þeir byrji á núlli hvað úthald
snertir.
Þá er of mikið um aukaieiki sem
trufla reglubundna leikniðurröðun.
Þetta hefur líka truflandi áhrif á æfing-
Sigurgeir: — Lýsingu á æfingarsvæðin.
ar, því menn fara að sjá þessa leiki í
stað þess að mæta á æfingum, þótt
þjálfarar reyni að sporna við því.
Þá hefur varaliðum 1. deildar ekki
verið nægur sómi sýndur, 6 til 9 leikir
er of lítið. Hér þarf að hafa fleiri leiki
og skapa aukna keppni og áhuga. Þá
eru tengslin milli meistara- og II.
flokks orðin úrelt. Annað hvort er mað-
urinn í meistara- eða II. flokki, og ekki
á að taka tillit til þess í leikjaniðurröð-
un, þannig að ef II. flokkur fer utan
þurfi meistaraflokkur að bíða, eða öf-
ugt.
Þá vil ég minnast á eitt atriði til við-
bótar. Á æfingarsvæði félaganna vantar
nauðsynlega lýsingu. Væri þessi lýsing
fyrir hendi mætti æfa á kvöldin
snemma vors og eins á haustin því
margir leikmenn vinna langan vinnu-
dag.
Ríkharður: — Leiki á laugardögxun.
Ríkarður Jónsson þjálfari Akraness
og fyrirliði landsliðsins svarar:
Höfuðmeinið við okkar knattspyrnu
í dag tel ég vera of langan vinnutíma
leikmanna. Skortur á vinnuafli er svo
mikill, að menn vinna 12 og allt að 15
tíma á sólarhring. Þótt æfing sé klukkan
8.30 er ekki þar með sagt að menn
geti mætt vinnu sinnar vegna og
það er ákaflega erfitt að hafa æfingu
eftir svo langan vinnudag. Æfingu
tvisvar í viku klukkan 5.30 og leik um
helgar að auki teldi ég spor í rétta átt.
í þessu sambandi er ekki fráleitt að
íhuga að margir af okkar beztu spil-
urum koma upp þegar mikið atvinnu-
leysi var ríkjandi.
í sambandi við mótafyrirkomulag er
nauðsynlegt að koma á meiri reglu
varðandi leikina. Það á að vera hægt
að ganga að aukaleikjum á vissum dög-
um. Þá eru það leikir um helgar. Ég
teldi miklu heppilegra að leika á laug-
ardögum. Þeir menn sem standa í þessu
eru bundnir liðunum allar helgar og
eiga aldrei frí. Það er erfitt að halda
mönnum frá skemmtunum nær allt
sumarið. Það er sagt að laugardagsleik-
ir gefi ekki eins góða aðsókn og sunnu-
dagsleikir vegna þess að fólk fari úr
bænum, en það fólk sem fer er ekki
komið aftur klukkan fjögur á sunnudag.
Þá er mjög bagalegt að hafa leiki eftir
að menn eru búnir að vera á fótum
12 og 15 tíma og jafnvel vinnandi.
Ef hugsa á um góða útkomu í sam-
bandi við landsleiki mundi ég telja
heppilegra að hafa þá að haustinu.
FÁLKINN
17