Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Page 20

Fálkinn - 17.10.1962, Page 20
Sigurður Magnússon, skipstjóri Jóhannes Jóhannesson, skipstjóri Guðmundur Oddson, veizlustjóri Karl Sigurbergsson, skipstjóri á Víði SU, og frú hans. á Eldey, Keflavík, og frú. hófsins, og frú hans. á Freyju, Garði og frú hans. Þeir þekkjast talstöðina SíldveiSum fyrir norðan er lokið og veiðzt hefur vel. Yfirmenn og hásetar fara hver til síns heima með fullar hend- ur fjár. Því er mál til komið að lyfta sér upp eftir sumarið, bregða undir sig betri fætinum, og gamna sér við vín og víf. Fálkinn flaug fyrir skömmu upp í Lido og dvaldist þar með síldarskip- stjórum eina kvöldstund. Þeir héldu Jakobi Jakobssyni fiskifræðingi þar veizlu honum til heiðurs, — voru að þakka honum vel unnin störf um sum- arið 1 þágu síldveiðanna. Jafnframt not- uðu þeir tækifærið til að koma saman og gleðjast yfir góðum aflafeng um sumarið, skálandi fyrir næsta sumri. Þarna var gleði mikil og kátína, menn skemmtu sér yfir borðum, yfir grísasteik og humar, og drukkin vorú létt vín, — kampavín, hvítvín og rauð- vín. Ræður haldnar, skálað fyrir fiski- fræðingnum og síldarleitinni, talað fyr- ir minni kvenna, sungin Fósturlandsins freyja, og Táp og fjör og frískir menn. Meðan setið var undir borðum söng Guðmundur Jónsson, Karl Guðmunds- son fór með skemmtiþátt og leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson fóru með samtalsþátt. Síðan var dansað við undirleik hljómsveitar Svavars Gests. Þarna mátti sjá margan aflamanninn, enda þótt sumir væru þegar flognir suður í heim. Menn dönsuðu af kappi á milli þess, sem þeir drukku hóflega vínin, allir voru kátir, enda yfir miklu að kætast. Þeir virtust vera í stuði, síldarskipstjórarnir, þetta kvöld og frúrnar Ijómuðu af gleði, ekki aðeins vegna þess, að bóndinn hafði fært mikla björg í bú, heldur vegna þess, að þær höfðu nú í fyrsta skipti komizt út með eiginmanninum á sumrinu. Guðmundur H. Oddsson stjórnaði hófinu af prýði og sagði hann í ræðu að þarna væru staddir margir skip- stjórar, sem komnir væru langt að, og flestir væru með landformenn sína. Hann flutti því kveðjur frá þeim, sem fjarstaddir voru, en meðal þeirra var Eggert Gíslason á Víði II, en hann gat ekki komið sökum lasleika. Um 100 skipstjórar hafa verið þai’na staddir. Ög einkennandi var að þeir þekktu varla hvorir aðra í sjón. Var okkur sagt, áð þeir þekktu raddirnar í gegnum talstÖðvarnar, en hefðu margir hverjir aldrei sézt. Væri því þessi skemmtun meðfram haldin til þess að auka innbyrðis kynni meðal skipstjór- anna.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.