Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 27
Harat/nellubúÍiHífur cg fllaAka pie 125 g sykur 4 egg 1 msk. sykur 4 dl mjólk V2. tsk. vanilla. Hafið tilbúið lítið, kringlótt kökumót með föstum botni. Hitið pönnu, brúnið sykurinn, hellið helmingnum af honum í mótið, þegar brún froða fer að myndast, rennið honum innan í mótið. Setjið það til hliðar. Sjóðið afganginn af sykrinum augnablik með 1 dl. af vatni. Kælið í skál. Blandið saman eggi og sykri, þeytið ekki. Hitið mjólkina, hellið henni saman við eggin, hrærið sem minnst. Kryddið með vanillu. Síað beint í mótið. Smjörpappír eða málm- pappír bundinn yfir. Soðið í vatnsbaði við nægan hita, annað hvort í potti á gufusuðugrind eða í ofninum, í 1 klst. Kælt. Hvolít á fat. Borið fram með karamellusósu. Þá er þeytt- um rjóma blandað saman við afganginn af brúnaða sykrinum. ALASKA PIE. 180 g hveiti Salt 90 g smjörlíki 1 msk. vatn Avextir eða ber Vanillu ís 3 eggjahvítur 180 g sykur. Hveiti og salti sáldrað á borð, smjörlíkið mulið saman við, vætt í með vatninu. Deigið hnoðað saman með sem fæst- um handtökum. Deigið flatt út, meðalstór, eldfastur diskur hulinn að innan, mótið brúnirnar fallega með fingrunum. Pikkið deigið með gaffli/ Leggið smjörpappír ofan á og hellið hrísgrjónum, baunum eða brauðmylsnu þar ofan á (svo að skelin lyfti sér ekki, þegar hún er bökuð). Bökuð Framhald á bls. 31. ÞÆGILEG BOKAHLIF Stærðin er nál. 22 cm á hæð og 32 cm á breidd og hæfir þvi meðalbókum. í fyrirmyndina er notað flétt- að bast, en notast má við annað efni: afgang af kápu eða dragt, leður, vaxdúk 0. s. frv. Sé efnið mjög lint, verður að leggja e-ð stíft á milli laga. Fóðrið er léreft eða bómullarefni. Sníðið yfirbyrðið 2 cm stærra allt í kring, en ætl- unin er að sjálf bókahlífin sé. Þræðið sauminn á röng- unni. Sníðið 2 hanka nál. 25 cm langa og 3 cm breiða. Brjótið hann tvöfaldan með dálitlu saumfari, þannig að breidd hans verði 1 cm. Saumið hankann í vél. Sníðið fóðrið 1 cm minna en ytrabyrðið. Þverböndin, sem ætlunin er að styðji við bandið á bókinni, eru klippt tvöföld úr fóðurefninu 3 cm breið og af sömu lengd og hæðin er á fóðrinu. Saumið þverböndin sam- an og snúið þeim við. Festið fóðrið við brúnina, festið hanka inn undir fóðrið beggja vegna. Komið þverbönd- unum fyrir, nál. 6 cm innan við skammhliðarnar, beyg- ið þau inn fyrir fóðrið. Stingið í vél tvisvar allt í kring, svo að allt sé fast. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.