Fálkinn


Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 17.10.1962, Blaðsíða 29
— Hvað segið þér? Var einhverjum fötum stolið frá ykkur? — Já, einmitt, svarar forstjórinn ákaftir. — Svo okkur fannst við mega halda hinu. Sem einskonar uppbót. Hann hlær vandræðalega, en Barði lítur til hans grunsemdaraugum. — Það er nú svo! En betra múndi þó vera að gefa skýrslu. Og vitanlega verð ég að leggja hald á flíkurnar. Barði tekur bók upp úr vasa sínum, setzt við borðið og fer að skrifa. — En verður okkur nokkuð gert? spyr kona forstjórans hikandi. — Það verður yfirmaður minn að á- kveða, svarar Barði í styttingi og byrj- ar yfirheyrslurnar. Stundarfjórðungi síðar hefur hann lokið við skýrslu sína og forstjórahjón- in verða að skrifa undir hana. Síðan eru fötin sótt og búið vandlega um þau. Naumast hafa dyrnar lokast á eftir lögregluþjóninum, þegar kona forstjór- ans tekur að ausa sér yfir hann af of- boðslegri mælsku. — Alltaf skal það vera eins með þig. Þegar þú ákveður eitthvað, verður allt vitlaust. Þú gerir allt öfugt, og ekkert annað af þér að hafa en vandræði. En það segi ég þér, að eigi einhver eftir að liggja hér í skítnum, skalt það vera þú, en ekki ég. Forstjórinn lofar skammadembunni að líða hjá. Hann situr með hnykla í brúnum og reynir að hugsa sig um. — Þarna hafði ég það! segir hann loks æstur. — Þar kom að því að ég fann það! Rúðóttur jakki .... og röndóttur jakki. Skilurðu við hvað ég á? Hún horfir á hann og veit ekki sitt rjúkandi ráð. — Ó, mikið geturðu verið vitlaus! hrópar hann sigri hrósandi. Skelfing ertu annars heimsk! Sá sem stal rúðrótta jakkanum, hefur auðvitað skilið þann röndótta eftir. — Og hvað svo? — Og sá sem tók jakkann, er hérna! heldur sá gamli áfram. — Það er sá, sem gerði við rafmagnið. Ég verð...... Hann stendur upp og gengur hratt til dyra, en konan stöðvar hann. — Hvert ætlarðu? — Ég ætla að ná í lögregluþjóninn. — Ertu frá þér. Konan þrífur í hann. — Þú ferð ekki fet. Á þriðjudag eigum við að vera í Obernbuurg. En ef þú kemst í einhverja klípu hér, losnum við ekki héðan. Það verða réttarhöld og réttarhöld og réttarhöld, og við kom- umst aldrei af stað. Forstjórinn sezt aftur. — Alveg rétt, segir hann samþykkj- andi. — Þeir verða að eiga það við sjálfa sig, hvort þeir geta náð honum. En það væri illa farið, þetta virðist vera svo prýðilegur náungi. Eða dugnaður- inn! Hvað skyldi annrs ganga að hon- um? Hún yppti öxlum hirðuleysislega. Þú skalt ekki bera áhyggjur út af því. Háreysin fyrir utan eykst í sífellu. Inní dynjandi hljómlistina frá gjallar- Framh. á bls. 34 Arthur Neil lögreglufulltrúi sat í skrifstofu sinni og blaðaði í gömlxun dag- bókum. Þá vildi svo til að hann rakst á hverja frásögnina á fætur annarri af slysum, sem öll höfðu átt sér stað í baðkerum ... BAÐKERID Hjá Scotlond Yard er ævinlega talað með aðdáun og virðingu um leynilögreglumanninn Arthur Neil. Hann var ötull starfsmaður og óvenjulega skarpskyggn.. Mesta af- rek hans var, er hann kom upp um hin svokölluðu „baðkersmorð“. Nokkrum vikum fyrir jól 1914 komu hjónin hr. og frú John Lloyd til Highgate, sem er í úthverfi Lundúnaborgar. Þau tóku á leigu herbergi í gistihúsi í Bismark Road og morg uninn eftir fannst frú Lloyd látin í baðkeri. Hún hafði lengi þjáðst af hjartasjúkdómi og þess vegna var al- mennt álitið, að hún hefði fengið aðsvif í baðkerinu og drukkn- að. Daginn áður hafði frú Lloyd haft sam- band við lækni í Highgate og hann var nú kallaður á vettvang af forráða- mönnum gistihússins. Læknirinn gaf skýrslu um, að hér væri um slys að ræða. Atburðurinn vakti því enga sérstaka athygli, og Arthur Neil, sem var lögreglufulltrúi á þessu svæði, lét sér alls ekki detta í hug, að hér gæti verið um morð af yfirlögðu ráði að ræða. En í þetta sinn eins og svo oft áður setti eitt lítið atvik strik í reikn- inginn. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, eins og þar stendur. Slysið í baðkerinu virtist ofur skiljanlegt og eðlilegt við fyrstu sýn, en síðar varð annað uppi á teningnum. Arthur Neil lögreglufulltrúi sat á skrifstofu sinni og blaðaði í dag- bókum, sem báru titilinn: Slys. At- hygli hans beindist að lítilli athuga- semd um slys nákvæmlega eins og það, sem gerðist í gistihúsinu í Highgate. Slys þetta hafði átt sér stað fyrir ári síðan í Blackpool í nám- unda við Lancaster. Hinn látni, sem var kona, hafði þjáðst af hjartasjúkdómi og hafði bersýnilega feng- ið aðsvif, þar sem hún lá í baðkerinu. Læknir var kallað- ur á vettvang og staðfesti hann þetta. Arthur Neil velti vöngum yfir þessari athugasemd. Að sjálfsögðu gat það verið hrein tilviljun, að þessi tvö slys voru nauðalík, því að giftar konur geta allteins dáið í baðkerum eins og í rúmurn sínum, þegar þær eru hjartveikar. En forvitni Arthurs Neil var vakin og hann blaðaði Framh. á bls. 34. LÖG REGLU GÁTAN FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.