Fálkinn - 17.10.1962, Qupperneq 38
RAUÐA FESTIA
Framhald af bls. 35.
getið notið fegurðarleyndardóms Morthu Hyer
„Ég nota Lux-sápu á
hverjum degi“, segir
Martha. „Ég hef
komizt að raun
um, að hún
verndar hörunds- (
lit minn eins og í
bezt verður á kos- g
hvít, bleik, blá,
græn og gul
„Lux er mín sápa“, segir Martha Hver. „Ég hef
notað Lux árum saman. Hún var mér góður fé-
lagi. begar ég kom til Hollvwood. í>ið megið ganga
að bví visu, að Lux-sápan fvrirfinnst á snyrtiborði
sérhverrar kvikmvndastjörnu".
Já, begar bið notið lux-sápu, er ekki eingöngu um
andiitshvott að ræða — heidur og femirðarmeS-
höndiun. Og bér munuð verða Martha Hever sam-
mála um hað, að betri sápu fvrir hörundið getur ekki.
9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu "
X-LTS 923/IC-8041-50 kg
— Hver eruð þér eiginlega?
— Ég heiti Brunner. Marteinn Brunn-
er.
—Brunner? Þér eruð þá ekki héðan
úr þorpinu?
— Ég er nýráðinn við mylnuna hér
uppfrá.
Augu Barða lögregluþjóns fyllast at-
hugun og varkárni. — Einmitt það, seg-
ir hann. — Það eruð þér! Hm. Má ég
sjá skilríki yðar?
Marteinn fölnar. Skilríki? Nú er úti
um allt. — Skilríki mín, svarar hann
svo rólega sem honum er unnt, — eru
heima í sögunarmylnunni.
— Ökuleyfi yðar þá?
Marteinn hristir höfuðið. — Það er
líka heima í mylnunni.
Nú verður Barði strengilegur á svip.
— Hafið þér gefið yður fram við
bæjarfógetann?
Marteinn hristir höfuðið á ný.
— Engin skilríki! Ekkert ökuleyfi!
Ekki farinn að gefa sig fram! Barði
lögregluþjónn slær reiðilega í hjólstýr-
ið. — Ungi maður, segir hann afar þótta-
lega. — Viljið þér koma skjölum yðar
og skilríkjum í lag svo fljótt sem mögu-
legt er. Hmm. Hann snýr uppá yfir-
skegg sitt. — Það er laugardagur í dag,
svo nú er lokað hjá bæjarstjórnarskrif-
stofunni. En þér farið þangað fyrir há-
degi á mánudag. Það er skipun. Skiljið
þér?
Márteinn kinkar kolli. Barði sezt á
hjól sitt og heldur leiðar sinnar. Mar-
teinn herðir á bifhjólinu, og brátt er
hann kominn framhjá síðustu húsunum.
Skógurinn lykur um veginn til beggja
hliða, aðeins rjóður hér og þar, svo út-
sýn næst til öldumyndaðra fjalla í
fjarska.
Kaldur stormur næðir gegnum ein-
föld vinnuklæði Marteins og það fer
hrollur um hann. Þó verður hann þess
naumast var, hann sér aðeins hinn lað-
andi fjarska, finnur það eitt, hversu
vegurinn seiðir hann og dregur áfram.
Hann nemur titring hreyfilsins, finn-
ur afl hans og orku, og það fer um hann
glímuskjálfti, er hann hvetur bifhjólið
áfram með síauknum hraða.
Frelsi!
Ekkert fær haldið aftur af honum.
Allt liggur framundan honum, vegirnir,
þorpin, borgirnar. Hann getur ekið hvert
sem honum sýnist. Áfram, í órafjar-
lægð.. Bensíngeymirinn er fullur.
Frjáls? Hann á ekki eyrir í vasanum.
En .... hann getur haldið áfram, þar
til öllu bensíni hefur verið eytt ....
og selt síðan bifhjólið. Hugsanirnar
fljúga gegnum heila hans. Frjálsræðið
gerir hann ölvaðan.
Vegurinn er æði mjór og ójöfnur eru
miklar á honum. En það er aðeins
langtum betra. Því minni líkur til að
hitta neinn. Burt! Burt!
Framh. í næsta blaði.
38
FALKINN