Fálkinn - 26.12.1962, Page 4
Hún er að óska lesendum Fálkans gleðilegs nýárs og þakka ykkur
jafnframt fyrir gamla árið. Einnig vonar hún, að lesendur verði
jafn iðnir að skrifa blaðinu á nýja árinu og á því gamla.
Arthur nokkur Gebrke, til heimilis í
Bandaríkjunum, var svo hræddur við að of-
kælast, að hann fór í rúmið á hverju hausti
og reis ekki úr rekkju fyrr en um vorið.
Þetta háttaag hefur hann haft í rúma þrjá
áratugi.
Nokkrum dögum áður en hermennirnir
fengu heimfararleyfi, sneri hermaður nr. 536
sér til læknisins og sagði:
— Það er eitthvað að heyrninni hjá mér.
Ég get ekki einu sinni heyrt núna, þegar ég
hósta.
Læknirinn gaf honum töflur.
— Taktu tvær eftir hverja máltíð, sagði
hann.
— Töflur?, sagði hermaðurinn, getið þér
þá ekkert flikkað upp á heyrnina?
— Alls ekki, sagði læknirinn, en af töflunum munuð þér hósta
hærra.
Franskur prestur þurfti að bregða sér til
Ítalíu. Þegar hann fór yfir landamærin, bentu
tollverðirnir honum vinsamlega á, að hann
þyrfti að greiða toll af 50 banönum, sem
hann hafði meðferðis. En prestur vildi ekki
borga og fór út úr tollskýlinu, settist þar
rólega niður og át og át. Eftir eina og hálfa
klukkustund var hann búinn með 47
stykki. Þrjá þá síðustu fékk hann að fara með tollfrítt yfir
landamærin.
4
FALKINN
Margir íslendingar,
sem dvalizt hafa í
Kaupmannahöfn, kann-
ast án efa við fornbók-
salann, Hj. Grands-
gaard-Christensen. —
Hann hafði búð sína
í Fiolstræde. Eitt sinn
bar svo til, að inn í
búðina til hans kom
ungur leikari og bauð
honum til kaups enska
útgáfu af leikritum
Shakespeare’s.
— Mér þykir leitt, að þurfa að láta þessa út-
gáfu af hendi, en ég er afskaplega blankur.
Á hverju einasta kvöldi les ég eitthvað í verk-
um meistarans, og satt að segja er mér orðið
mjög sárt um að láta bókina af hendi, sagði
hann.
Leikarinn tók við peningunum og sendi
bókinni saknaðarfullt augnaráð. Síðan gekk
hann út úr búðinni.
— Þér virðist ekki hafa mikla samúð með
þessum unga manni, sagði gamall viðskipta-
vinur við Grandsgaard-Christensen, þegar
ungi maðurinn var farinn.
— Var nokkur ástæða til þess? spurði kaup-
maðurinn og brosti. Bókin er alveg óskorin
upp.
Þið kannizt öll
við Önnu Magnani,
ítölsku leikkonuna,
skapmiklu. Skapi
hennar hefur verið
svo lýst, að gos úr
Vesúvíusi sé hlægi-
legt miðað við skap-
þunga hennar og
heift, er hún reiðist. Marlon Brando hefur
lýst því yfir að þessi kona, hafi meiri yndis-
þokka til að bera í einum fingri heldur en
þær Sophia, Gina, Brigitte, hafa í öllum
skrokknum.
Myndin, sem hér er af henni, var tekin
úti fyrir næturklúbbi, þar sem hún var að
gefa kunningja sínum merki um, að hún
þyrfti að vakna kl. 5 næsta morgun.
★
Vilhjálmi Stefánssyni var á námsárum sín-
um vikið frá Háskólanum í Norður Dakóta.
Mörgum árum síðar, þegar hann var orðinn
heimsfrægur, átti hann að halda ræðu í
veizlu gamalla stúdenta frá þessum skóla.
Honum var vel fagnað og rektor háskólans
kynnti hann fyrir gestum. Hann sagði glettnis-
lega: — Ég gleðst yfir því, að á hverju ári
er æ færri nemendum hér vísað úr skóla.
Vilhjálmur stóð upp og sagði: — Mér leik-
ur enginn hugur á að vita, hve margir stúd-
entar eru reknir. Mig langar heldur til að
vita, hvort þessir stúdentar sem reknir eru,
séu alltaf jafn gáfaðir.
*