Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Qupperneq 7

Fálkinn - 26.12.1962, Qupperneq 7
dó fyrir sex árum, þegar Dungal upplýsti rannsóknir sínar. Nú er ég einn eftir af átta stofnendum, hinir allir dauSir, þó ekki úr krabba- meini, heldur úr hjartaslagi og kransæðastíflu, — ég skal segja ykkur það, að þeir reyktu fram í rauðan dauðann, og drukku meðan þeir gátu á glasi haldið — aldrei voru þeir svo brútal að drekka af stút. En nú þegar ég fer að byrja nýtt ár, — auðvitað með góðum áformum, — þá get ég ekki stillt mig um að skammast svolítið út af flís- um þeim, sem þeir þarna á einokunarverzluninni kalla eldspýtur af skáldlegu hugar- flugi og andagift. Þeir virð- ast vera fremur litlir raunsæ- ismenn þarna á þeirri stofn- un, því hvergi í nokkru menn- ingarlandi, væru þessar flís- ar kallaðar eldspýtur. Ég skaðbrenndi mig t. d. á einni um daginn, þannig að einn fingur er gjörsamlega ófær um að inna sitt starf af hendi og þetta er mjög bagalegt, einkum og sér í lagi vegna þess, að ég rita á ritvél með þessum sama putta. Flísar þessar gerðu auk þess svo mikinn skúrk í stofunni okk- ar hjóna um daginn, að þær brenndu gat á tuttugu þúsund króna gólfteppi frá Axminster, sem við hjónin vorum nýbúin að kaupa, en sem betur fer má bæta það, svo að við hjón- in förum ekki í mál að sinni, En sem sagt flísunum frá tó- baksverzuninni er mjög gjarnt, þegar þeim er strokið við stokkinn, að klofna og þjóta logandi út í allar áttir, til mikillar hrellingar öllum þeim sem nærri eru. Oftast er það líka svo, að maður verð- ur að kveikja á einum 10 stykkjum til þess að fá sæmi- legan eld í pípuna sína og þá fer — eins og þið getið sjálfir reiknað út — stokkurinn all- ur í að kveikja í fimm pípum, þær fimm sem eftir eru, er maður búinn að gefa náung- anum, því að það eru margir svo blánkir hér um slóðir á þessum skattpíndu jólum, að þeir eiga ekki 80 aura fyrir einum eldspýtustokk. Auk þess fer stokkurinn mjög illa í vasa og veit ég, til þess að eldspýtustokkar hafa alveg eyðilagt fóður innan á vasa. Ég ætla ekki að tala um verðið — það verður víst aldrei nógu hátt, — að minnsta kosti ekki fyrir ríkið. V. y. T. Svar: ViÖ geturn ekki annaö en bros- aö aö þessu bréfi, og bendum rit- ara þess á, aö reyna aö kaupa eldspýtur af einhverjum, sem er í siglingum, á meöan einkasalan hefur ekki betri eldspýtur á boö- stólum. Kringlur og karlmenn. Kæri Fálki. — Nú er ég búin að baka Koníakskringl- urnar eftir uppskriftunum í Fálkanum, og maðurinn minn þegar farinn að hakka þær í sig. Hann er svo mikið fyrir kökur. Þessar uppskrift- ir komu mér að mjög góðu haldi, því að ég var alveg í standandi vandræðum með hvaða kökur ég ætti að baka núna fyrir jólin, en svo kom þetta blað og þá var ég ekki í vandræðum lengur. Þessar kökur eru strax farnar að gera góða lukku, krakkarnir eru alveg snarvitlausir í þær og karlinn minn alveg bandóður, hann er bara verri en Gátta- þefur var í gamla daga. Til allra guðslukku hef ég læst- an skáp, sem enginn hefur lykil að nema ég sjálf og þar eru kökurnar niðurkomnar. (Jæja, er ég ekki búin að kjafta nóg, svei mér þá, ef grauturinn er ekki farinn að sjóða upp úr). Það er mikill raunur að geta kippt síðunum út úr og geymt, ágætur við- bætir við bókina hennar Helgu, sem ég fékk í brúðar- gjöf frá Gústa bróður, og svo getur maður miðlað af vizku sinni þeim húsmæðrum, sem ekki kaupa Fálkann. Ég er viss um, að þetta er þjónusta, sem allar húsmæður kunna vel að meta og blaðið ætti að gera þeim svona mikinn greiða fyrir hverja stórhátíð. . S. Hvenær byrjaði fram- haldssagan Rauða festin? Kleina. Svar: Hún hófst í 3If. tbl. 5. sept. ’62. Kínverjar. Kæri Fálki. — Ég og annar strákur erum mikið að hugsa um að búa okkur til kínverja til þess að sprengja á gaml- árskvöld. Getur þú gefið okk- ur upplýsingar, hvernig á að búa þá til? Maggi. Svar: Nei, lielzt vceri aö snúa sér til lögreglunnar. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.