Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Síða 9

Fálkinn - 26.12.1962, Síða 9
Ég hef kvatt í kvöld, kysst í hinzta sinn. Feigð og forlög köld — flögra um huga minn. Við dagsins döpru glóð drýp ég höfði hljótt. Ég leik mitt hinzta ljóð á langspilið í nótt. Þannig kvað Sigurður Grímsson fyrir 40 árum og sjást þó engin feigðarmerki á honum enn. En hitt mun sönnu nær að hann hafi kveðið hinzta ljóð sitt á langspilið um þetta leyti, að minnsta kosti hafa ekki birzt fleiri ljóð eftir hann. En þetta erindi er gott sýnishorn af ljóðum þeirrar skáldakynslóðar er þá vai' ung. —■ Hvenær byrjaðir þú að yrkja Sig- urður? — Þá var ég ungur drengur vestur á ísafirði þar sem ég er fæddur og ólst þar upp til 13 ára aldurs. Það er allt grafið og gleymt. — Þú fórst ungur suður? — 13 ára gömlum var mér komið til séra Ólafs fríkirkjuprests í Reykjavík. Það var haustið 1909 og var ég í barna- skólanum hér um veturinn og tók inn- tökupróf í Menntaskólann vorið 1910. Þá bjó á neðri hæðinni hjá séra Ólafi ekkja Gríms Thomsen, hjá henni fékk ég oft kaffisopa. Hún var fjarska alúð- leg við mig gamla konan, en oft hef ég Sigurður Grímsson ásamt konu sinni, Láru Jónsdóttur, og Ásu, dóttur þeirra (efri mynd). Sigurður Grímsson á skrif- stofu sinni (neðri mynd). séð eftir því síðan að ég innti hana aldrei eftir Grími. Annars var hún þannig gerð að hún hélt fólki í hæfi- legri fjarlægð, þótt hún væri ósköp al- mennileg við mig, svo ég er hræddur um ég hefði orðið lítils vísari. En Grímur er mitt eftirlætisskáld, ég tek engan fram yfir Grím af íslenzkum skáldum. Af útlendum skáldum varð Fröding strax mitt uppáhald og er það enn. — Þú gekkst í Lærða skólann? — Nei — í Menntaskólann. — Þá nefndist skólinn svo. Þá var Steingrím- ur Thorsteinson rektor. Hann undirrit- ar gagnfræðaprófið mitt, árið 1913. Þetta var órólegur bekkur og oftsinnis bar svo við að við vorum kallaðir fyrir Steingrím gamla. Hann var þá orðinn hrumur og hálfvegis eins og utangarna. Þó kenndi hann grísku og rómversku goðafræðina. Eitthvað stilltumst við þegar á leið og við lokapróf fékk ég 8 í hegðun, svo það rættist heldur úr óróaseggjunum. — Hverjir voru helztu andans menn með þér í skóla? — Árni frá Múla og Héðinn Valdi- marsson voru þá í efri bekkjunum. Arni var hringjari, inspektor platear- um, hann tyraníseraði okkur og rak út og inn með harðri hendi. Það var ekki heiglum hent að lenda í klón- um á honum. Héðinn var kappsamur málafylgjumaður og tók mikinn þátt í félagslífi skólans. —■ Varst þú í sextánskáldabekk eins og Tómas síðar? —■ Nei, þau voru nú heldur færri skáldin, þótt ýmislegt væri ort. Þá var gefið út blað í Busíu, en svo nefndist fyrsti bekkur, var blaðið handskrifað og ortu í það ýmsir auk mín, t. d. Val- týr Blöndal. Félag lærdómsdeildar skól- ans, „Framtíðin“, hélt úti blaði þar sem birtust ritgerðir, smásögur og rit- dómar og svo var það bókin Hulda, þar sem skólaskáldin í efri bekkjunum birtu ljóð sín. Ég minnist þess að Gunnar Benediktsson, síðar prestur, hafði eitt sinn ort kvæði í Huldu. Ég skrifaði harkalegan ritdóm um kvæðið, reif það niður. Gunnar gerði sér þá lítið fyrir og reif kvæðið úr Huldu. Út af þessum atburði var Gunnar rekinn úr félag- inu. Hann var þó tekinn aftur í félagið síðar og við urðum fljótlega góðir kunn- ingjar og erum það enn í dag. — Voru menn pólitískir þá í skóla? — Nei. Öðru nær. Þá var aldrei rif- ist um landspólitík í skóla. Hinsvegar Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.