Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Síða 16

Fálkinn - 26.12.1962, Síða 16
Líklega eru flestir menn með þeim ósköpum fæddir, að þeir hafa sérstakt ógeð á einhverri lífveru, sem jörðina byggir. Af hverju, er sjálfsagt rann- sóknarefni út af fyrir sig, en engu að síður er það staðreynd. Sumir til dæmis, verða alveg trylltir við að sjá mýs, aðrir ketti eða hunda eða kvenfólk, svo eitthvað sé nefnt. Það sem ég hef andstyggð á, eru flugur. Já, ég get alls ekki þolað flugur. Hvorki smáar, stórar, svartar, gráar, grænar eða röndóttar. Þegar ég var svolítið kvikindi æpti ég og öskraði ef ég sá eða heyrði flugu nálgast mig. Þegar ég svo stækkaði meira, reyndi ég eftir mætti að „stúta“ þeim, sem ég náði til, en gafst fljótlega upp við það, sá sem var að ekki sá högg á vatni, og vonlaust verk mér einum að ætla að útrýma þessum fén- aði. Nú á tímum reyni ég bara að forðast þær eins og aðstæður leyfa. En það er nú bara ekki svo auðvelt. Langi mann til dæmis að flatmaga úti í sólskini og blíðviðri, er þá kannske ekki nokkur friður fyrir þessum ófögnuði, sem ekkert hefur fyrir stafni annað en ergja og pína, setjast á mann eða svífa í kring um mann með suði, og alls kyns fíflalátum. Gangi maður um og sjái fallegt blóm, sem breiðir úr sér og brosir mót sól- inni, kemur þá ekki venjulega hlemmi- stór hunangsfluga og hlassar sér á blóm- ið. Og ekki eru mýflugurnar skárri, sveimandi um í ógurlegum flokkum, bítandi og sjúgandi, fljúga inn í eyru manns og jafnvel augu líka. Og svo eru það mölflugur, og hvað þær nú heita allar þessar tegundir. Nei, má ég þá heldur biðja um járn- smiði og köngulær eða önnur heiðar- leg skordýr, sem lifa á iðju sinni, og sólunda ekki tímanum í að fljúga og suða og annan þarflausan leikaraskap. Já, mér dettur þá í hug flugan, sem ég lenti í kasti við einn sunnu- dag í sumar. Það er annars bezt að ég segi frá því eins og það ieggur sig svo allir geti séð, að andstyggð mín á flugum er ekkert gamanspaug. Þetta var ein- staklegafallegur og sólríkur sunnudagur, bjartur og hlýr, eins og þeir gerast hér fegurstir um hásumarið. Eg svaf auðvitað fram undir hádegi, eins og vera ber. Og þegar ég var búinn að fá mér eitthvað í svanginn fór ég að íhuga hvað ég ætti að taka mér fyrír hendur. Fólkið, sem ég leigði hjá hafði farið eitthvað út í sveit, og ég var einn í íbúðinni. Sem ég litaðist um í herberginu í leit að verðugu viðfangsefni, rak ég brátt augun í myndina af kærustunni, sem stóð á borðinu og brosti við mér. Æ, já, mikið rétt, ég þurfti endilega að skrifa henni. Ekkert múður með það. Ég tók fram pappír, penna og blekbyttu og settist við að skrifa. Þegar ég hafði skrifað litla stund fannst mér ég mega til með að opna gluggann svolítið og hleypa inn hreinu 16 FÁLKINN lofti. Herbergisglugginn minn snéri út að einstaklega fallegum og vel hirtum garði, sem unun var á að horfa, en hafði því miður einn galla. Þar var bókstaf- lega allt fullt af flugum, og þess vegna opnaði ég hann líka ekki, nema í brýn- ustu nauðsyn. Jæja, ég opnaði nú svo- litla rifu og settist svo aftur við aðskrifa. Penninn þaut eftir blaðinu og skildi eftir sig tilsvarandi magn af viðeigandi orðum. Þegar ég hafði párað þannig á eitt blað og rifið það úr blokkinni til að byrja á öðru, hrökk ég allt í einu upp við andstyggilegt hljóð, hljóð, sem ég get greint innan um þúsund annarra og meiri hljóða. Fluga var að suða. Hún hafði fundið rifuna á glugganum mín- um þessi. Ég leit upp, og sá kvikindið, heljai?- stóra fiskiflugu, sem hamaðist eins og vitlaus væri innan á gluggarúðunni. Þessari verð ég að koma tafarlaust út, sagði ég við sjálfan mig, og stóð á fæt- ur og opnaði gluggann upp á gátt. Svona, út með þig, sagði ég svo í ströngum tón og snéri mér að flugunni. En hún var ekkert á þeim buxunum, heldur flaug frá glugganum og djöflað- ist um herbergið. Ýmist skauzt hún upp í loft, svo háir smellirnir heyrðust þegar hún skall við loftið, eða þá hún sem ég hafði lagt á borðið lyftist snöggt upp og sveif út um gluggann, lyftist svo hægt fyrir golunni úti fyrir, og hvarf út fyrir girðinguna. Það var vonlaust að elta það. Það gat verið komið langt út á götu áður en það stanzaði, og ekki gæti ég labbað um og spurt vegfarendur hvort þeir hefðu séð ástarbréf á sveimi. Nei, ég varð bara að skrifa annað. En flugan, fór hún kannski líka út? Ekki aldeilis. Þarna sat hún, hin ró- legasta neðan á loftinu, kannski svolítið dösuð eftir hvassviðrið, en hresstist brátt, og tók aftur til við sína fyrri iðju. Stundum settist hún aftur neðan á loftið og trítlaði fram og aftur, eða stóð kyrr og þegjandi eins og hún þætt- ist vera að hugsa. Bíddu nú við, þarna er tækifærið, hugsaði ég, og færði stólinn nær þar sem hún var, en þá var hún flogin. Jæja, hún kemur aftur, ég bíð. Svo tók ég af mér annan skóinn og beið, með aðra löppina upp á stólnum tilbúinn að spretta upp og láta höggið ríða af, ef sú svarta gæfi sig. Stóllinn var, skal ég segja ykkur, einn af þess- um þrífættu, sem nú eru í tízku, dá- lítið valtur, en þægilegur ásetu. Jæja, þarna beið ég svo óra tíma, að mér ■o FLUGAIV SMÁSAGA EFTIR FRANKLÍN ÞÓRÐARSON sveif í ótal hringjum og sveigjum, rétt eins og hún vildi sýna mér og sanna að hún kynni svo sem að fijúga, og með þessu ógurlega suði. Þetta var ekki líkt neinu venjulegu suði í flugu, miklu fremur hávaða í þrýstiloftsflugvél eða jarðýtu. Ég gekk nú í áttina til hennar. Svona, góða, út með þig, og ég bandaði til henn- ar hendinni. En flugan lét sem hún heyrði ekki og gegndi mér engu. Og þó mér tækist að sveigja henni svolítið nær glugganum, lyfti hún sér bara yfir hausinn á mér, og hóf aftur sitt félega hringsól um herbergið. Nei, þetta gekk ekki. Ég varð að nota eitthvert áhald til að hræða hana með. Svo ég tók skrifblokkina og veifaði henni eins og blævæng. Jú, sjáum til, þetta ætlaði að duga, gusturinn var það harður að flugan hörfaði undan, fyrst að borðinu, og síðan í áttina að glugg- anum. Svona nú, duglega sveiflu, og flugan út. Og með það gerði ég heljar- sveiflu með skrifblokkinni, en bréfið fannst, og loksins kom óvinurinn og settist beint fyrir ofan mig, trítlaði smáspöl og stanzaði svo rétt hjá loft- ljósinu. Fljótur sem elding þaut ég upp og lamdi skónum af alefli upp fyrir mig. Nú gerðist margt í einu. í fyrsta lagi heyrðist brothljóð, og loftljósinu, með fínum glerskermi og upphleyptum rnyndum á, rigndi niður í mig í örsmá- um brotum. í öðru lagi valt stóllinn um, fyrst á hliðina, og skauzt síðan af ó- skiljanlegu afli, þvert yfir herbergið og stanzaði ekki fyrr en við miðstöðvarofn- inn, og var þá einni löpp fátækari. í þriðja lagi kastaðist ég í gagnstæða átt við stólinn, og skall svo flatur, að vísu á mjúkt gólfteppið, nema hvað hausinn rakst óþarflega fast í vegginn, að mér fannst. Já, og í fjórða lagi: Flugan flaug um gjörsamlega tryllt af þessari óvæntu árás. Hálfdasaður reis ég á fætur og hugði að vegsummerkj- um. Auðvitað yi’ði ég að láta gera við

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.