Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Page 24

Fálkinn - 26.12.1962, Page 24
LITLA SAGAIM EFTIR WILLV BREIIMHOLST Fornar ástir fyrnast ei í fimmtíu löng ár hafði Matthildur beðið eftir bréfi frá Ameríku. Á hverj- um einasta morgni, um það leyti, sem pósturinn átti að koma, hafði hún staðið bak við gluggatjöldin á stof- unni sinni og vonað, að hún mundi opna garðshliðið, hringja dyrabjöll- unni og segja: Gerðu svo vel Matthild- ur, hér er bréf frá Ameríku. En hann hringdi ekki dyrabjöllunni, og Matthildur settist vonsvikin niður í tágastólinn sinn og hélt áfram að sauma út, á meðan hún hugsaði um æsku sína. Þau höfðu verið svo hamingjusöm. Friðrik og hún. Hann hafði verið iðnaðarmaður, stór og myndarlegur, laglegasti pilt- urinn í þorpinu. Hún mundi vel eftir sumarkvöldunum blíðu, þegar þau reikuðu um skemmtigarðinn, eða þeg- ar þau sátu hönd í hönd á bekknum þeirra og þegar þau gengu saman arm í arm út að firðinum til þess að sjá tunglið spegla sig í lognöldum fjarð- arins. Ó, þau höfðu verið svo ham- ingjusöm. En þá kom feita bakarísstelpan inn í spilið. Hún var bölvuð tuðra, og hafði gaman af að leggja kavalíera að velli, en Friðrik var ekki nógu greind- ur til að sjá í gegnum hana. Matthildur hafði sagt honum upp og sama kvöld var stelpan í bakaríinu farin að vera með öðrum, og nú var Friðrik milli kvenna. En engin al- mennileg stúlka í bænum vildi nú hafa nokkuð með hann að gera, þar sem sagt var, að hann væri bölvað- ur bósi. Svo að hann fór til Ameríku. Matthildur iðraðist þess mjög að hafa svikið hann, þegar mest á reið fyrir hann og hún var honum meira virði en nokkru sinni fyrr. í fimmtíu löng, já mjög löng ár, hafði hún beðið eftir einhverjum skilaboðum frá honum, en engin komu. En í Kansas City, í Missorifylki í Bandaríkjunum sat hinn mikli húsameistari og hugsaði heim til þeirrar, sem hann hafði aldrei getað gleymt, Matthildar. Vissulega hafði honum gengið vel þar vestra, yes of course, en hann hafði enga eirð í sínum beinum, vegna þess að hann hafði svikið æskuunn- ustu sína. Hann hafði oft og mörgum sinnum ætlað sér að skrifa henni, en aldrei gert alvöru úr því. Vinnan hafði tekið allan hans tíma . . . safn- að peningum, ... well, well. Hann hafði bara hugsað um það. En nú var það alvara. Matthildur sat í tágastólnum sín- um í litla hvítkalkaða húsinu sínu, þegar hringt var dyrabjöllunni. Það var sendisveinn frá símstöðinni með símskeyti. Skjálfandi hendi las hún: „Komdu hingað, darling. Ég vil giftast þér. Friðrik.“ Matthildur grét af hamingju heila viku. Svo þurrkaði hún sér um aug- un með svuntunni sinni, tók fram bréfsefni og skrifaði Friðriki og sagði að með árunum hefði margt breytzt. Hún væri ekki lengur sama stúlkan og hann hafði þekkt. Hún væri orðin gráhærð og tannlaus, svo að það væri bezt að hún væri kyrr. Síðan setti hún bréfið í póst og fékk sér sæti í tágastólnum sínum og beið. Nokkrum dögum síðar kom aftur skeyti frá Bandaríkjunum. Matthild- ur stóð í klukkutíma með það í hönd- unum áður en hún þorði að opna það. I þetta skipti stóð: Never Mind, darling. Komdu eins og þú ert. Ég get ekki lifað einum degi lengur án þín. — Friðrik. Þannig var • það. Matthildur pakk- aði niður og flýtti sér á járnbrautar- stöðina. — Látið mig fá einn miða til Kansas City í henni Ameríku, sagði hún fljót- mælt við Friðriksen í miðasölunni. Síðan trítlaði hún taugaóstyrk af stað til þess að missa ekki af lestinni. En hún komst af stað og nokkrum dögum síðar sótti Friðrik hana á járnbrautarstöðina í Kansas City. Hún brosti til hans og féll grátandi í fang- ið á honum. Well, well, old girl, sagði hann með Framh. á bls. 28 RA1IÐA FESTIUí Framhald af bls. 23. — Sleppið henni! Á næsta andartaki hefjast ákafar ryskingar niðri á áhorfendabekkjunum. Það er komin hreyfing á malarann. Án þess að líta af leiksviðinu leggur hann af stað fram að miðganginum, milli sætaraðanna. Tryllingsleg ógnun skín úr svip hans, svo fólk stekkur úr sætum og forðast að verða á vegi hans. Kvenfólk hljóðar. Einhver maður stekk- ur upp á stól sinn og hvetur viðstadda til að vera rólega. Tjaldið fellur! Nú er malarinn kominn inn að svið- inu. Hann strýkur um enni sér, stórri og þungri hendi. Lögr,egluþjónn kemur í ljós og leggur höndina á armlegg mal- arans. — Ég verð að biðja yður um að koma með mér. Malarinn snýst snöggt á hæli og starir drykklanga stund á hinn einkennis- klædda mann. Svo dregur hann auga í pung og segir lágt: —\Hypjið yður á burt! En lögregluþjónninn lætur ekki slá sig út af laginu. — Ég bið yður aftur að koma með mér. Kallaðir hafa verið á vettvang í skyndi tveir leiksviðsstarfsmenn og tröllaukinn húsvörður, og troðast þeir nú gegnum þröngina inn frá öðrum hliðardyrunum Háreystin er hljóðnuð. Dauðaþögn ríkir í salnum. Þyrpingar áhorfenda halla sér út fyrir handrið svalanna. — Burt með ykkur! orgar malarinn. Hann pírir leiftrandi augum. Síðan gef- ur hann lögregluþjóninum olnbogaskot að óvörum, og verður sá svo ókvæða við, að hann missir jafnvægi og steypist inn yfir fremstu stólaröðina. Hann kemst þó fljótlega á fætur aftur og ræðst þegar á malarann, ásamt verð- inum og sviðsþjónunum. Skömmu síðar er malarinn dreginn í átt til dyra. Nokkrir hugulsamir herramenn rétta hönd til hjálpar. Einnig berst liðsauki gegnum aukadyrnar til leiksviðs. í tvær til þrjár mínútur logar allt af áflogum. Þá fjarar orka malarans skyndilega út og hann gefst upp .. . Kristín dvelst í búningsklefa móður sinnar, þegar henni berst til eyrna fregn- in um hið hneykslanlega atferli föður hennar. Hún hraðar sér fram í ganginn, en þar stendur móðir hennar náföl og hallast upp að veggnum eins og stein- gervingur. — Hvar er pabbi? Kristín hleypur til móður sinnar. Marion svarar ekÉi. Stendur bara í sömu stellingum og starir hálfbrostnum augum á Kristínu. — Guð minn góður, hvíslar hún svo. — Að þetta skyldi koma fyrir. Hún fálm- ar eftir handlegg Kristínar og tárin hrynja niður farðaða vanga hennar, meðan hún segir henni frá því helzta, sem gerzt hefur. Framh. í næsta blaði. FÁLKINN 24

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.