Fálkinn


Fálkinn - 26.12.1962, Qupperneq 33

Fálkinn - 26.12.1962, Qupperneq 33
ég kynntist þeim 1922 eða 23. Þeir bjuggu þá í sama húsi, Laugavegi 49 og ég bjó þar þá reyndar líka. Það var kostulegt með Kristmann, hann gat ort 3—4 kvæði á dag, án þess að láta sér muna um, og ekki sem verst. Mér hef- ur alltaf fundizt Guðmundur Frímann ljúft skáld, ljóðrænn en ekki stórbrot- inn. Það var engin furða þótt maður léti námið sitja nokkuð á hakanum og sinnti ljóðadísinni meira en mennta- gyðjunni í þessu umhverfi. Ég var 17 ára gamall þegar fyrsta kvæði mitt birtist á prenti. Það var í „Fréttum“, sem Guðmundur „skólaskáld“ var rit- stjóri að. Kvæðið hét „Karlinn“ og er í ljóðakveri mínu. Nokkru eftir að kvæðið birtist var ég á gangi í Suður- götu og hitti þá Karl Olgeirsson, verzl- unarstjóra frá ísafirði. Hann stanzar mig og réttir mér tvo hundraðkrónu seðla. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og hafði varla rænu á að þakka fyrir mig. Ég hentist heim til frú Theodóru Thorodd- sen, veifaði peningunum ofsaglaður og hrópaði: „Þetta eru mín fyrstu skálda- laun!“ Og tvö hundruð krónur voru mikið fé í þá daga. Fyrir það var hægt að kaupa ný föt, nýja skó og vera fínn maður. Það var mikið basl og fátækt á ungu skáldunum á þessum árum, en þau létu ekkert á sig fá. Við drukkum í okkur Baudelaire og Oscar Wilde og fylgdum óspart kjörorðinu: „l’art pour l’art“. Við komum saman á Skjaldbreið, sem þá var fjölsóttasta kaffihús bæjarins, eða á Uppsölum, þar sem leikararnir héldu einkum til og þar leystum við allar gátur mannlífsins og listarinnar og lásum okkar „grjátljóð", en þó voru engir hamingjusamari en þessi harm- þrungnu skáld. Böl og harmar voru sannkallaðar náðargjafir, nauðsynlegur aflvaki listarinnar. Og ekki slógum við hendinni við lystisemdum lífsins þegar þær voru í boði. Við vorum oftast nær ástfangnir og datt aldrei í hug að fara í stúku. Þá kostuðu fjórir danskir bjórar eina krónu og tuttugu og jafn mikið símtalið til ísafjarðar. Mér varð því tíðfarið til fjárhaldsmanns míns, Jóns Jenssonar yfirdómara og kvaðst þurfa að fá fyrir símtali heim. Jón lét mig alltaf fá peningana umyrðalaust unz honum þótti víst nóg komið og sagði við mig eitt sinn, heldur íbygginn á svipinn: „Það gleður mig mikið hvað þér eruð ræktarsamur, drengur minn.“ Ég kom ekki oftar til að biðja hann um peninga fyrir símtali til ísafjarðar. Á þessum árum kynntist ég einnig Jóhanni Jónssyni skáldi. Hann var gáf- aður maður og vissi það sjálfur og fór ekki dult með. Hann hefur ort nokkur skínandi fögur ljóð og hefði eflaust orð- ið eitt af okkar ágætustu skáldum ef honum hefði enst líf og heilsa. En hann var aldrei mikill afkastamaður, enda gekk hann ekki heill til skógar og dó ungur úr berklum suður í Þýzkalandi. Hann var upplesari ágætur og munu Framh. á bls. 38. NUNNAN Urvalsmynd með ís- lenzkum texta. Um áramótin verður sýnd í Austurbæjarbíói bandaríska stórmyndin N u n n a n (The Nun’s Story), sem gerð er eftir samnefndri sögu Katrínar Hulme, en hún kom út í íslenzkri þýðingu séra Sveins Víkings fyrir nokkrum árum( Þetta er mynd, sem sannarlega ber nafnið stórmynd með réttu, enda hefur henni verið hrósað mikið af kvikmyndagagnrýnend- um, til dæmis tók gagn- rýnandi Daily Telegraph svo til orða: „Ég bið yð- ur að missa ekki af þess- ari mynd“. Andrey Hepburn fer með aðalhlutverkið, syst- ur Luke. Hún er fædd í Brússel 4. maí 1929. Hún vakti fyrst athygli 1 söng- leiknum „Gigi“ á Broad- way 1951, en sló síðan í gegn tveimur árum síðar í myndinni Gleðidagar í Róm (Roman Holiday) þar sem hún lék á móti Gregory Peck eins og mörgum mun í fersku minni, en það sama ár voru henni veitt fyrir það hlutverk Oscar-verðlaun. Peter Finich, sem fer með annað aðalhlutverk- ið, Fortunati lækni, hefur lengi verið mjög vinsæll leikari, en hefur til skamms tíma eingöngu leikið í brezkum myndum, en er nú farinn að leika í Hollywood. Hann mun mörgum minnisstæður úr Rank-myndinni „Sendi- ferð til Amsterdam“, þar sem hann lék á móti Eva Bartok. Það er hinn frægi leik- stjóri Fred Zinnermann sem stjórnar myndinni, en hann stjórnaði úrvals- myndunum „Héðan til ei- lífðar“, „A hatful of Rain“ og „High Noon“. Söguþráðurinn: Ung stúlka, Gabriella Van Der Mal, heldur af stað með föður sínum, þekktum skurðlækni, og systur sinni til að ganga í klaust- ur. Hún hefur tekið þá ákvörðun að verða nunna. Eftir að hafa lokið sínum reynslutíma, vinnur hún klaustureiðinn og tekur upp nafnið Systir Luke. Hennar heitasta ósk er að fá að starfa við sjúkra- hús í Kongó, en frá föður sínum hefur hún lært ýmislegt inn á lyf og ein- faldari læknisaðgerðir. En yfirboðarar hennar telja hana ekki hafa tileinkað sér nóga hæversku og hlé- drægni, og senda hana því í staðinn til að. þjóna á geðveikrasjúkrahúsi í nágrenni Brússel. En sá tími kemur að yfirboðarar hennar telja hana undir það búna að fara til Kongó. Á kristni- boðsstöð úti í frumskóg- inum á hún að starfa með Fortunati lækni, sem tal- inn er mjög hæfur og dug- legur læknir, sem hvorki hlífir sér né starfsmönn- um sínum. Þegar það kem- ur í ljós eftir nokkurn tíma, að hún hefur af hinni miklu vinnu fengið lungnaberkla, afhjúpar Fortunati sinn innri mann. Bak við hið hrjúfa og ruddalega yfirborð reynist vera skilningsrík- ur og hjálpsamur vinur sem ekki aðeins leggur sig allan fram um að lækna hana heldur sér hann svo um, að hún verði ekki kölluð heim þrátt fyrir veikindin. Svo fyrst þegar skugg- ar síðari heimsstyrjaldar- innar eru að leggjast yfir heiminn, er hún send til baka heim til Belgíu með sjúkling. Priorinan í klaustrinu tekur á móti henni og segir henni að hún skuli ekki um stund- arsakir hugsa um að fara aftur til Kongó. Hún á að gefa sér tíma til að endurnýja sitt andlega þrek í kyrrð og ró klaust- ursins. En sá uppreisnar- hugur, gegn hinum ströngu lífsreglum klaust- ursins, sem lengi hefur búið í brjósti hennar, brýst út á ný, þegar Þjóð- verjar ráðast inn í föður- land hennar. Þegar hinni ungu nunnu er sagt, að faðir hennar hafi fallið fyrir vélbyssuskothríð Þjóðverja, þar sem hann var að búa að sárum Framh. á bls. 39. 33 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.