Fálkinn - 26.12.1962, Síða 36
PANDA DG SAFNARINN MIKLI
„Ég býð öllum söfnurum Klúbbsins að skoða safnið
mitt,“ sagði Goggi. „Ekki vildir þú vera svo vænn,
að biðja þá um að koma kl. 9 í kvöld. Hérna er heim-
ilisfangið mitt.“ „Það væri mér mikil ánægja,“ sagði
Eggert, „ég get varla beðið.“ En Panda treysti Gogga
ekki fyllilega og spurði: „Hvar hefurðu náð í safn
svona fljótt, Goggi sæll?“ „Eg hef engan tíma til að
hlusta á barnahjal,“ svaraði Goggi stuttur í spuna.
„Ég þarf margt að gera fyrir kvöldið.“ Goggi flýtti
sér í burtu og stanzaði fyrir framan vinnustofu eina.
„Leiktjöld gerð á einum degi,“ stóð á skiltinu. „Frá-
bært,“ tautaði Goggi. „Við skulum sjá, hvort þeir geta
búið til eina framhlið fyrir mig.“
Klukkan 9 um kvöldið lögðu allir meðlimir Klúbbs-
ins leið sína til Gogga góðgjarna til þess að sjá safn
hans. „Hann hlýtur að eiga dýrmætt og stórt safn,“
sagði Eggert safnari æstur og spenntur. „En ég er
viss um, að Goggi hefur ekki átt neitt safn áður,“
sagði Panda og var tortrygginn. „Það kæmi mér ekki
á óvart, að hann væri að gera gys að ykkur og ætti
alls ekki heima á þeim stað, sem hann sagðist eiga
heima.“ Samt reyndist grunur Pöndu ástæðulaus.
Goggi stóð við dyrnar á húsi sínu, sem virtist vera
mjög glæsilegt að framan. „Verið velkomnir, og lítið
á munina mína. En missið samt ekki andann.“
Enda þótt hús Gogga sýndist ekki stórt, ef dæmt
var eftir framhliðinni, var það gífurlegur geimur.
Safnararnir störðu fullir aðdáunar, þegar Goddi sýndi
þeim inn í fullan sal af dýrmætum hlutum. „Þetta er
bara einn hluti af safni mínu,“ sagði Goggi, þegar
safnararnir mæltu ekki orð af vörum sakir undrunar.
„Það er meira í hliðarsölunum.“ Panda var furðu
lostinn. Átti Goggi þá safn, þegar öllu var á botn-
inn hvolft? „Hvar hefur hann náð í þetta?“ muldr-
aði hann í barm sér.
f'Xlkinn
J