Fálkinn - 26.12.1962, Síða 39
sæmilega dóma. Það var því engin
ástæða til að ég hætti þessvegna. En
ég var alltaf mjög krítískur á sjálfan
mig, kannski um of, þótti ég aldrei gera
nógu vel, aldrei ljúka neinu Ijóði að
íuliu. Ég var sífellt óánægður með það
sem ég gerði.
Og svo var annað þungt á metunum:
ég var ekki nógu indigneraður. Mig
vantaði algerlega þessa indignation,
sem krefst útrásar. Ég var þrátt fyrir
allt sáttur við lífið og tilveruna og það
mega skáld víst helzt ekki vera. Ann-
ars hef ég aldrei þekkt neinn mann sem
var eins skemmtilega indigneraður og
vinur minn Árni Pálsson.
— Önnur bókmenntastörf?
— Nei, ég hef haft lítinn tíma til
þeirra hluta. Þó hef ég þýtt um tíu leik-
! KVÍKMYNDIR
Framhald á bls. 33.
særðra, getur hún ekki lengur fylgt orð-
um reglunnar um að hún skuli fyrirgefa
fjandmönnum sínum. Æ betur og betur
finnur hún að hún á ekki lengur heima
innan veggja klaustursins heldur úti í
hringiðu lífsins innan um annað fólk.
Eftir mikla innri baráttu fer hún á
fund móður Emanulu og segir henni að
hún óski eftir að losna frá reglunni. Og
einn vordag opnast klaustursdyrnar fyr-
ir ungri konu. Systur Luke er aftur orð-
in Gabriella von Der Mal, sem vill byrja
lífið einsömul að nýju — og á eigin
ábyrgð.
rit, þar á meðal eitt eftir Shakespeare,
annað eftir Strindberg og enn eitt eftir
Gogol. Þá hef ég þýtt bók um Kristínu
Svíadrottningu og ,,Lífsþorsta“ verk í
tveimur bindum eftir Irving Stone
um ævi Van Gogh’s, og svo sá ég um
útgáfu á ferðabókinni „Glögt er gests
augað“ fyrir M. F. A.
Sigurður þagnar nokkra stund, verð-
ur hugsi og segir síðan:
— Það hafa sumir verið að núa mér
það um nasir síðar á ævinni, að ég
hafi brugðizt köllun minni þegar ég
hætti að yrkja. En það er ofmælt. Köll-
un mín var ekki það mikil að hægt væri
að bregðast henni.
— Þú hefur gegnt starfi leikdómara
lengur en aðrir menn á íslandi?
— Já, ég hef skrifað leikdóma í Morg-
unblaðið í rétta tvo áratugi og ekki öll-
um til ánægju, svarar Sigurður. —
Fram að þeim tíma þekktist ekki nein
föst krítik, eða varla. Þetta voru bara
ígrip hjá mönnum, Þao var að því leyti
erfitt að hefjast handa. Edvard Brandes
skrifaði leikdóma um tíu ára skeið í
Politiken og lagði síðan frá sér dóm-
arapennann og kvaddi lesendur sína
með þessum orðum: „Jeg er blevet
theatertræt“. Ég skil hann vel. Tuttugu
ár er alltof langur tími.
Hins vegar sé ég kannski betur en
margur annar hvað leiklistinni hér hef-
ur fleytt geysimikið fram á síðustu ára-
tugum. Við eigum mikilhæfa leikara,
en okkur vantar leikstjóra, sem hafa
átt þess kost að kynna sér góða leik-
stjórn erlendis......Það er ábyrgðar-
mikið starf að gagnrýna leiklist og
skyldi enginn dirfast að eiga við það
án þess að gera það af samvizkusemi og
fullri kurteisi. Menn skylciu forðast
gífuyrði og stóryrði. Ég held að mér
só óhætt að segja að ég hafi aldrei skrif-
að um nokkurn leikara af þykkju eða
óvild. Ég hefði þá frekar lagt frá mér
pennann.
Heildsölubirgðir:
EGGERT KRISTJÁNSSON & Co. h/f
«£« Sí G0O!
Q£7 £Q FENQ
ie ab i-'ani
'AV/XXTA
KRUKKU
fulla