Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1963, Qupperneq 19

Fálkinn - 23.01.1963, Qupperneq 19
um eitthvert verk, sem það vildi fá leyst af hendi. „Nú, smiðurinn sá?“ sagði Popo þá. „Nei, hann á ekki heima hér lengur.“ Mér fannst Popo vera miklu betri en nokkur annar maður í götunni — líka betri en bæði Hat og Bogart. Bogart talaði næstum því aldrei við mig, en Popo var alltaf reiðibúinn til að skrafa. Hann talaði um alvar- leg mál eins og líf og dauða og starf, og mig renndi grun í, að hann hefði í raun og veru ánægju af að tala við mig. Samt var Popo ekki sérlega vinsæll í götunni. Ekki vegna þess að öðrum fyndist hann vera vitlaus eða heimsk. ur. En Hat sagði til dæmis oft: „Popo er alltaf of sjálfbirgingslegur.“ Það var óréttlát ásökun. Popo hafði að vísu þann vana, að fara með glas af rommi út á gangstétt á hverjum morgni. Hann drakk aldrei rommið. En hvenær sem hann sá einhvern, sem hann þekkti, dýfði hann vísifingri ofan í glasið, sleikti hann og veifaði síðan til mannsins. „Við hinir gætum líka vel keypt átti hún vanda til að bíða eftir mér, og þegar ég fór framhjá, kallaði hún á mig inn í stórt eldhúsið og gaf mér heilmikið af alls konar góðgæti að borða. Það eina, sem ég gat ekki þolað, var, hvernig hún sat og starði á mig á meðan. Það var eins og ég borðaði hennar vegna. Og hún bað mig líka um að kalla sig frænku. Hún lét mig spjalla við garðyrkju- manninn í stóra húsinu; hann var fínn dökkur maður, sem elskaði blómin sín. Mér geðjaðist vel að garðinum, sem hann annaðist. Blómabeðin voru ævin- lega nýreitt og rök; og grasið grænt og nýslegið; stundum lét hann mig vökva blómin. Og hann safnaði grasinu saman í litla poka, sem hann gaf mér til að fara með heim til mömmu. Gras var gott handa hænsnunum. Dag nokkurn svipaðist ég án árang- urs um eftir konu Popos. Hún beið ekki eftir mér, þegar ég kom úr skól- anum. Næsta morgun stóð Popo ekki úti á gangstéttinni og dýfði fingri í rommið. Og þetta kvöld sá ég ekki heldur konu Popos. Popo sjálfan fann ég hins vegar úti HLUTVR Áltf romm,“ sagði Hat. „En við sitjum ekki um að sýna okkur þannig, eins og Popo.“ Mér hafði aldrei dottið í hug, að það gæti verið ástæðan til þessarar morgun- kveðju Popos, og einn góðan veðurdag spurði ég hann sjálfan að því. „Já, en strákur þó,“ sagði Popo, „þegar sólin skín, og það er enn kalt fyrstu morgunstundirnar, og maður er nýkominn á fætur, þá er dásamleg til- finning að vita, að maður geti farið út og staðið í sólskininu og fengið sér glas af rommi.“ Popo áskotnaðist aldrei fé. Konan hans hafði alltaf haft einhverja at- vinnu; það var auðvelt, því að þau áttu engin börn: „Konur og þess háttar kunna vel við að vinna. Karlmenn eru ekki skapaðir til þess,“ sagði Popo. „Popo er dekurbarn“. Og það er ekki ærlegt manntak í honum;“ sagði Hat. Kona Popos var ráðin sem eldabuska í stóru húsi nálægt skólanum. Síðdegis í skúrnum. Hann sat á planka og vafði hefilspænum um fingur sér. „Frænka þín er farin,“ sagði hann. „Hvert, hr. Popo?“ „Ja, það er stóra spurningin, strák- ur,“ sagði hann. Allt í einu komst Popo að raun um, að hann var orðinn afar vinsæll í götunni. Þess konar fréttir berast skjótt út, og þegar Eddones sagði dag einn: „Ég vildi feginn vita, hvað verður um Popo. Það lítur út fyrir að hann eigi ekki meira romm,“ rauk Hat upp og var nærri búinn að slá hann í gólfið. Og síðan fóru allir karlmennirnir að safnast saman á verkstæðinu hjá Popo og skeggræða um krikket, knattspyrnu og kvikmyndir — allt nema kvenfólk — einungis til að fjörga Popo dálítið. Það heyrðust ekki lengur hamars- högg og sagarhljóð frá verkstæði Popos. Það var ekki lengur fersk lykt af sag- inu, það var alveg grásvart — næstum eins og for. Popo byrjaði að drekka hræðilega mikið, og mér féll ekki við hann, þegar hann var fullur. Hann angaði af rommi, fyrst grét hann og varð síðan reiður og vildi að lokum berja okkur alla. Á þann hátt varð hann tekinn í hóp karlmannanna í göt- unni. „Okkur skjátlaðist alveg varðandi Popo,“ sagði Hat. „Hann er karlmenni — eins og við allir hinir.“ Popo var ánægður með nýju félagana sína. Hann var í eðli sínu skrafhreifinn og hafði alltaf gjarna viljað standa jafnfætis hinum körlunum; í hvert sinn sem hann hafði orðið þess áskynja, að þeim féll ekki vel við hann, hafði hann orðið jafn undrandi. Þannig virt- ist hann raunverulega hafa öðlazt allt, sem hann hafði óskað sér. En þó var Popo ekki raunverulega hamingjusam- ur. Vinátta þeirra hafði komið dálítið of seint, og hann komst nú að raun um, að hann hafði ekki alveg eins mikinn áhuga á henni og hann hafði búizt við. Hat reyndi að fá Popo til að líta á aðrar konur, en Popo vildi helzt vera frjáls. Að áliti Popos var ég ekki svo ungur, að hann gæti ekki sagt mér allt. „Einhvern tíma þegar þú verður eins gamall og ég, drengur minn,“ sagði hann dag nokkurn, „verður þér ljóst, að þú kærir þig kollóttan um allt, sem þú hefur haldið, að þú óskaðir þér.“ Þannig talaði hann alltaf — í gátum. Einn góðan veðurdag var Popo líka horfinn. „Hann þarf ekki að segja, hvert hann hefur farið,“ sagði Hat. „Hann er auðvitað á höttunum að leita að kon- unni sinni.“ „Heldur þú, að hún komi aftur?“ sagði Edward. „Bíðum og sjáum til!“ svaraði Hat. Við þurftum ekki að bíða mjög lengi. Það stóð í dagblaðinu. Hat sagði, að það væri einmitt það, sem hann hefði búizt við. Popo hafði lúbarið mann nokkurn í Arima, manninn sem stungið hafði af með konunni hans. Það var garðyrkjumaðurinn, sem var vanur að gefa mér nýslegið gras í smápokum. Þeir gerðu ekkert frekar við Popo. Hann varð að greiða sekt, en að öðru leyti létu þeir hann sleppa. Dómarinn sagði, að það væri hyggilegast fyrir hann, að áreita konuna sína ekki oftar. Þeir sömdu calypso um Popo, og það varð þjóðarplága ársins. Andrews Sist- ers sungu hann inn á hljómplötu í Bandaríkjunum: A certain carpenter feller went to Arima Looking for a mopsy called Emelda. Þetta var geysimikill viðburður fyr- ir götuna okkar. í skólanum naut ég þess að geta sagt: „Hann Popo smiður var einn af beztu vinum mínum.“ Og við krikketkeppni og veðhlaup sagði Hat: „Hvort ég þekkti hann? Já, það getið þið bölvað ykkur upp á; Ég var vanur að drekka með honum nótt og dag. Og væri einhver, sem gat stað- Framh. á bls. 30. fXlkinn 19

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.