Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 5
úrklippusafnið Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á í blöðum og tímaritum. Þér fáið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. Lán til íbúðarhúsa í sveitum voru hækkuð um 50% og önnur lánveitingar út á heimilisdráttar- lán um 10—15%. Hafnar voru lánveitingar út á heimilisdráttar- véiar. Tíminn 12. jan. ’63. Send.: Svavar Indriðason. George Edmonds og „klubbur“ hans, ,J?rjáls- ar ástir“, komu í veg fyrir .innrás nazista á íslandi árið 1940. Hann veitti fögrum, auð- ugum konum tilsögn í „hvemig þœr œttu að lifa“. Hann var fyrrverandi Hollywood- leikari. Þessi nautnasjúki Romeo breyttist í iharösvíraðan manndrápara, þegar njósna- sveit Hitlers á íslandi œtlaði a& hertaka höfn- ina, sem Ihafði mesta hemaðarþýðingu. j ; ; V i „ ........ Sjón og saga 1962. Sendandi: B. V. MANNLAUSIR HESTAR BRUGÐU SÉR í BÆINN Þjóðviljinn 12. júlí ’62. Send.: Sigríður G. Halldórs. Lengdin metri (m) er jöfri'bilinu milli tveggja grannra strika á mælistiku, sem er geymd i París. Kilómetri (km) er 1000 m. Eðlisfræði handa framlialdssk. Sendandi: B. V. farsóttir Undirtyllurnar ■k Þann 4. janúar voru gefin saman i hjónaband af séra Óskari J. Iwlákssyni unRfrú Sigríður Hjördis Indriðadótt- ir. kennari Melhasa 12, or Þórir Hallgrimsson, kennari Höi'pugötu 37. Heimili þeirra cr að Sólvailagötu 62. ★ Annan jnladac voru Refin saman i Akureyrarkirkju Þur- íður Vilhelmsdóttir, Grundar- gerði 11, og Baldur Hólm- geirsson, ritstjóri Auslurbntn 4. Heimili þeirra er að Aust- urbrún ,4. Þjóðviljinu 9. jan. ’63. Sendandi: B. S. Predikarinn og púkinn Látið eiginkonuna alltaf hafa nóga pen- inga. Já, því annars tek- ur hún út kaupið. Saga þessi gerðist í banda- rískri stórverzlun, þar sem verzlunarstjórinn var nokkuð bráðlyndur. Dag nokkurn fór hann í rannsóknarferð um deildir verzlunarinnar og í herravörudeildinni rakst hann á ungan mann, sem stóð upp við afgreiðsluborðið og las í blaði. — Hve mikið hafið þér á viku, ungi maður? hvæsti hann. — 40 dali. Verzlunarstjórinn tók upp veski sitt og reif þaðan 40 dali. — Hérna — eru 40 dalir — og farið svo og látið mig aldrei sjá yður hér aftur. Því næst brá verzlunar- stjórinn sér til deildarstjórans og spurði: — Hvað hefur þessi náungi unnið lengi hér? — Unnið hér? spurði deild- arstjórinn. Hann hefur aldrei unnið hérna. Þetta var einn af viðskiptavinum okkar. Járntjaldið Það er sjaldan, sem við heyrum ópólitískar sögur að austan. En hérna er ein slík: Tvær rottur tala saman á efnarannsóknarstofu. Þá spyr önnur: — Hvernig líkar þér eigin- lega við prófessor Puchik? — Mjög vel, ég er loksins búin að þjálfa hann upp. í hvert skipti sem ég hringi bjöllunni kemur hann með matinn minn. Auglýsingarnar Enska blaðið Times er mjög virt blað. Þó birtir það þær kynlegustu auglýsingar, sem við höfum séð. Hérna er ein slík: „Vinnukona óskast á gott heimili. Við erum mjög ham- ingjusöm og glaðlynd fjöl- skylda. Við erum spíritistar, dulspekingar, búddistar og kristin. Mamma er svolítið hysterisk, en pabbi er heil- brigður. Flestir álíta okkur hina mestu sérvitringa. Við biðjum þá stúlku, sem lítur okkur réttum augum, að senda skriflegt tilboð. NB. Við erum líka rithand- ar sérf ræðingar. “ DOMIMI Útsala kallast það, þegar verðið á vörun- um er svo lágt, að allir hafa efni á að kaupa þær, ef þær hefðu komið á öðrum árs- tíma. IJmferðin Kona nokkur átti bíl og ók honum. Eitt sinn lenti hún í umferðarþvögu og þeytti stöðugt flautuna. Sér til mikillar undrunar, sá hún að maður í næsta bíl á undan steig út úr bifreið sinni, gekk að bíl hennar, opnaði vélar- hlífina, og tók flautuna úr sambandi. Síðan gekk hann aftur að sínum bíl og ók af stað. sá bezti Fyrir allmörgum árum, þegar samgöngur voru strjálar úti á landsbyggðinni og ung- lingar í sveitum þekktu varla annaS ungt í öðrum hreppum, gerðist þessi saga. Presturinn í sveitinni var beðinn um að lýsa með hjónum, en áður en hann gerði svo, vildi hann vita, hvort nokkrir meinbugir vœru á ráða- hagnum. — Þú ert ekkert skyldur stúlkunni, góði minn? sagði hann við piltinn. — Nei, nei, ekki veit ég til þess. — Ég spurði þig, hvort þú værir frœndi hennar? — Já, mikil ósköp, við erum systkinabörn. — Ja, elskurnar mínar, þá get ég ekki gefið ykkur sam- an, sagði presturinn. — Lögin banna það. Ungi maðurinn var þögull stundarkorn, en sagði síðan: — Þér œtlist þó ekki til, prestur minn, að maður fari að kvænast bráðókunnugri manneskju? VÍSNAKEPPMI FÁLKANS Strákarnir í Tizkuskólanum vöktu mikla athygli, þegar myndir af þeim birtust á síðum Fálkans. Okk- ur hafa borizt margar fyrirspurnir um skólann og einn kunningi okkar hvíslaði að okkur þessum fyrri- parti: Sprenglærðir nú spjátrungar spranga um tízkusali. FÍÍLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.