Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 26
Hversdagsvöfflur. 250 g. hveiti. 1 msk. sykur. 4 dl. mjólk. 1 dl. vatn. 2 egg. 50 g. smjörlíki. Hveiti og sykri blandað saman, mjólk og vatni hrært saman við. Eggjarauð- unum hrært í. Smjörlíkið brætt, hrært saman við. Stífþeyttum eggjahvítun- um blandað varlega saman við. Vöfflujárnið hitað og smurt vel. Deiginu hellt í, má aðeins hylja járnið að % og vöfllurnar bakaðar í 3 mínútur. Borðaðar með sykri. Súrmjólkurvöfflur. 5 dl. súrmjólk. 1 msk. sykur. 7% dl. hveiti. 2% dl. vatn. 5—6 msk. smjör. Mjólk og sykur þeytt vel. Hveiti, vatni og bræddu smjöri hrært saman við. Vöfflurnar bakaðar við bráðan hita. Ameriskar vöfflur. 150 g. hveiti. V\ tsk. salt. IV2 tsk. lyftiduft. IV4 dl. mjólk. 1 egg. 30 g. smjörlíki. Öllu þessu sáldrað í skál, mjólkinni og eggjarauðunum hrært saman við. Smjörlíkið brætt. Hrært varlega í ásamt LÍKAMSÆFINGAR Sex einfaldar líkamsæfingar, sem styrkja nær alla vöðva líkamans. Hoppið fram úr rúminu og gerið þær á hverjum morgni í 10 mínútur. Fyrst eru tvær æfingar, sem reyna á mitti, mjaðmir, læri og fætur. 1. Standið beinar, beygið annan fótinn, svo fótblaðið nemi við hné hins og reynið — án þess að breyta um stöðu —■ að þvinga hið beygða hné eins langt aftur og kostur er. Setjið fótinn niður og skiptið yfir. Endur- takið 8 sinnum á hvorum fæti. 2. Standið á tánum og gangið eftir gólfinu. Sveiflið jafnframt fótunum til skiptis upp í loftið. Reynið að sveifla þeim það hátt að tærnar nemi við fingurgóma, þegar hand- leggnum er haldið beinum í axlar- hæð.. Sinnig er gott að sveifla fótunum til skiptis yfir stólbak. Endurtakið 10 sinnum á hvorum fæti, Svo eru 4 æfingar, sem einkum hafa áhrif á barminn, handleggi, bak og magavöðva. 3. Standið með fætur saman, beygið hendurnar að brjóstunum og reynið með snöggum og jöfnum hreyfing- um að láta herðarblöðin nema sam- an. Endurtakið 10 sinnum. 4. Standið með fætur saman og sveifl- ið handleggjunum á víxl í hring, án þess að hreyfa axlirnar. Endur- takið tíu sinnum. 5. Standið með fætur sundur og hand- leggina út til hliðanna og beygið hendurnar eins mikið aftur og hægt er. Hreyfið svo hendurnar í hring, Beygið alls ekki handleggina. End- urtekið oft. 6. Leggizt á bakið undir sterkbyggt borð. Grípið í borðbrúnina og drag- ið yður hægt upp, svo barmurinn nemi við brúnina. Látið yður síga hægt niður aftur. Endurtakið sjö sinnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.