Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 38
Klnkknahringing Framhald af bls. 9. ræða, þá var hér þó tækifæri til að greiða vangoldna skuld. Einnig mundi mér líða betur, ef ég efndi loforð mitt. Ef til vill skipti það mestu máli. Það var stofnuð nefnd til þess að ann- ast söfnun laka til Hemroulle og hald- inn sérstakur dagur til að örva söfnun- ina. Það var sunnudagur í desember- mánuði og hann hófst með því, að hringt var klukkum hinna tíu kirkna í Winchester og einnig ráðhúsklukk- unni. Og meðan klukkurnar hljómuðu — á sama hátt og hin eintóna klukka þorpsins hafði gert þrem árum áður og 6000 kílómetra í burtu, kom fólk með bunka af lökum. Tveimur mínútum síðar, í febrúar 1948, fór ég til Hemroulle til þess að efna loforð mitt. Það snjóaði alveg eins og þegar ég kom þangað áður. En í stað- inn fyrir hermenn stóðu nú forvitnir drengir á hinni einu moldargötu þorps- ins. Og fyrir utan kirkjuna höfðu íbú- arnir safnazt saman, klæddir sínum beztu fötum. Victor Gaspar stóð þar fremstur í flokki, myndarlegri og hress- ari en nokkru sinni fyrr. Við heilsuð- umst hjartanlega og fylgdumst að til kirkjunnar, meðan þorpsbúar veifuðu og fögnuðu okkur ákaft. Gamli mað- urinn leiddi mig inn í kirkjuna, rétti mér klukkustrenginn og sagði: — Nú er röðin komin að þér. Eg tók í strenginn af öllum kröftum, og íbúar Hemroulle streymdu til kirkj- unnar nákvæmlega eins og þeir höfðu gert 1944. Loksins gafst mér tækifæri til þess að efna loforð mitt og skila aft- ur lökum í staðinn fyrir þau, sem ég hafði fengið að láni. Victor Gaspar sá svo um, að hver einstakur fengi ná- kvæmlega þá tölu laka, sem hann hafði á sínum tíma lánað amerísku hermönn- unum. Þau liðlega 400 lök sem afgangs urðu, voru gefin elliheimili staðarins. Ræður voru haldnar og ég var gerður að heiðursborgara Hemroulle og fékk afhent stórt og skrautritað borgarabréf. ÉG HEIMSÆKI Hemroulle eins oft og mér gefst færi. Stundum hef ég haft konu mína og börn með mér.Ég kem allt- af án þess að gera boð á undan mér, en samt þekkja íbúarnir mig aftur um leið og ég birtist. Síðast þegar ég kom, hitti ég póstinn um leið og ég ók inn í þorpið. Hann leit á mig, snarstanzaði, stökk af hjólinu og sagði: — Ó, herra Hanlon ofursti! Það var gaman að sjá yður aftur! Verið velkom- inn! Svo að segja hver einasta fjölskylda í þorpinu á enn að minnsta kosti eitt af hinum amerísku lökum. Og þeirra er vandlega gætt. Þau eru aðallega not- uð sem borðdúkar við hátíðleg tækifæri. Frú Nikcole Maus de Rolley, sem býr í útjaðri Hemroulle, sagði eitt sinn við mig: — í litlu þorpi eins og þessu, þar sem tilveran er grá og hversdagsleg og lífsbaráttan hörð, er fólk jafnan feimið og tortryggið í garð ókunnugra. Menn vilja gjarnan fá að virða hinn ókunnuga vel fyrir sér og átta sig á honum. En gagnvart yður erum við fullkomlega örugg, og það er fyrst og fremst lökunum að þakka. Þau hafa fært íbúum Hemroulle eitt blað í bók sögunnar og við erum stolt af því! Það gerir okkur á einhvern hátt að betri manneskjum....... John Hanlon. KVIEMYNDIR Framhald á bls. 33. tæla ókunnan mann til Kuluri og hótar að drepa Clement, ef hann sýni henni einhvern áhuga. Þrátt fyrir þessar hót- anir, kemur Mana að máli við Clem- ent og biður hann að taka sig með er hann fari burt, en hún viti um fjar- læga eyju er sé sú paradís sem hann leitar að. Verður ekki lengra rakið það sem skeður í framhaldi myndarinnar, því sjón er sögu ríkaii. 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.