Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 14
Það var kvöld. Hann vaknaði við höggin og settist upp. „Kom inn.“ Hurðin opnaðist. Hann strauk hendinni gegnum úfið, ljóst hárið og síðan niður andlitið, til þess að losna við svefndrungann. „Gott kvöld,“ sagði hún hikandi fyrir utan þröskuldinn, og hélt laust um hurðarhúninn. „Nei, — sæl,“ sagði hann og stóð upp undrandi, og virti hann fyrir sér. Hún var há, dökkhærð, með fallegt andlitsfall, dálítið uppbrett nef, og tíu árum eldri en hann. Hann var nítján ára, stóð svefndrukkinn á nærskyrt- unni og góndi. „Má ég koma inn?“ Hún talaði lágt, eins og hún væri að forðast, að hann tæki eftir henni, og gekk hægt innfyrir. Hún lokaði á eftir sér, eins hikandi og hljóðlega og hún hafði opnað. Hress- andi útilyktin af henni streymdi að vitum hans og var ólík molluloftinu í herberginu. Hann dró andann ósjálfrátt dýpra. „Viltu ekki fara úr kápunni?“ „Það er orðið dálítið langt síðan, — ég, ég veit annars ekki hvers vegna ég fór að lítillækka mig. — Ég hefði kannski ekki átt að koma,“ sagði hún um leið og hún rétti honum kápuna. Þrír mánuðir. Já, þeir voru svolítið langir. Þetta hafði allt verið svo enda- sleppt. Hann hengdi kápuna hennar inn í klæðaskápinn. Það hafði ekki verið útrætt. Jæja, en hann hefði helzt kosið mál- inu einhvern endi. Hann hefði átt að segja henni hreinlega upp, segja að hann vildi ekkert með hana hafa. Nei, það hefði kostað útskýringar og þess- háttar leiðindi. Það var betra að láta hana finna það sjálfa. Hafði hann ekki einmitt farið þá leiðina? Þetta var allt óútkljáð, nagandi óvissa. Það var eins og eldingu lysti niður í huga hans. Kom Rósa til þess að segja honum, að hún væri ólétt? Hann hafði gert skyssu, þegar hann sagði, að hon- um þætti vænt um hana. Hann hafði meira að segja sagzt elska hana. Það eru stór orð. Þau skuldbinda, en vilja læðast fram fyrir varirnar, þegar sið- gæðisvörðurinn dottar. En hún var tíu árum eldri. Hún hlaut að hafa einhverja reynslu. Tók hún í raun og veru mark á óþroskuðum ung- lingi, sem eðlishvatimar höfðu bugað? Ef til vill notaði hún sjálfa ástina sem af- sökun, nokkurs konar málningu til þess að klína yfir klessurnar. Rósa var sezt á sófann og horfði á lampana á veggnum. Hann var ekki búinn að festa þeim upp enn þá, og þeir héngu í kræklóttum rafleiðslun- um, eins og menn án persónuleika. Óvirkir menn með vanræktar skyldur. Hann lét fallast niður í hægindastólinn andspænis sófanum. Fyrir þrem mánuðum hafði hann hringt til hennar. „Halló, er þetta Rósa?“ „Já, hver er þetta?“ „Þekkirðu mig ekki, þetta er ungl- ingurinn.“ „Diddi.“ „Ég verð heima i kvöld frá níu, ef þú hefur áhuga.“ Og hún kom. Það var þá, sem setn- ingin glopraðist út úr honum, hnútur- inn, sem herti nú að. Og hún fór og hafði fengið hann til þess að lofa sér því, að hringja fljótt aftur til hennar. Þrír mánuðir. Hann horfði á hana og dró upp kraminn sígarettupakka úr buxnavasanum. „Viltu reykja?" „Já takk,“ hún virtist svo feimin, tíu árum eldri en hann. Hann hugsaði um hvort hún myndi taka upp sama þráðinn á nýjan leik, á meðan hann kveikti í vindlingunum. Allt þetta tal um siðferði, afleiðingar, svik og pretti. Sérhver setning, sem hún sagði, var vanfær, belgdist út af siðferði. Hún minntist aldrei beint á ástina, forðaðist það jafnvel, en honum fannst þetta hugtak bókstaflega fylla andrúmsloftið umhverfis þau, í hvert skipti, sem Rósa opnaði munninn. Það var eins og púki, sem skríkir og hoppar í kringum Ijótt orð. Já, hún var falleg hún Rósa. Þessi þroskaði og fagurskapaði líkami.. Og augun, svona dökk og seiðandi. Hún gæti eflaust vafið karlmönnum um fingur sér, en hún vildi heldur allt að því skríða fyrir nítján ára unglingi, sem þjáðist af minnimáttarkennd. Hvað sá hún við hann? Var hann svona skemmtilegur? Hann hafði sjaldan orð- ið var við að fólki fundist það. Var hann þá myndarlegur? Einn og sjötíu á hæð, stríhærður og auk þess notaði hann gleraugu. Fyrir þremur mánuðum hafði hún sagt, að hann væri mjór. Hverjar voru tilfinningar hans í hennar garð? Hann hafði aldrei þorað að bjóða henni út. Auk þess var hann alltaf blankur. Jæja, hann var í fastri atvinnu og fékk sæmilegt kaup, en hvað skyldi fólkið segja? Já, það segði áreiðanlega eitthvað. En það var svo margt við hana. Fyrir þremur mánuðum hafði hann sagt, að hún væri eini kvenmaðurinn, sem hann hafði kynnzt. Hann hafði náttúrlega kynnzt fáeinum stúlkum á sínum aldri, Rósa var allt annað. Já, hann meinti þetta, hún var kona. „Hvers vegna horfirðu svona á mig,“ sagði hún og blés síðan frá sér reykn- um, sem eftir var í lungunum. „Fyrir- líturðu mig vegna þess að ég skyldi koma, eða fyrir það, sem við gerðum?“ „Nei.“ Hann teygði sig eftir gleraug- SMÁSAGA EFTIR STEFÁN HELGA AÐALSTEINSSON MYNDSKREYTING: HANS CHRISTIANSEN 14 fXlkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.