Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 20
SPOR í MYRKRI Nonria leiddist hér fyrstu dagana, en nú er hann farinn að kunna betur við sig. Um þessar mundir er verið að byggja fyrir hann hús hjá Jófríðarstöðum — eitt herbergi og eldhús. árangri að enginn slapp sem ég var sendur að elta. Svo var ég sendur til framhaldsnáms á skóla frú Tailor og þeg ar því námi var lokið hafði ég ekkert að gera annað en æfa mig. Þá var það að Gottfreð Bernhöft skrifaði frú Tailor og spurði hvort hún gæti ekki selt skát- unum í Hafnarfirði sporhund. Þá var ég seldur á 500 dollara og sendur með flugvél til New York. Þar tók ég Loft- leiðavél og kom hingað í byrjun des- ember. Sem stendur á ég heima á Suð- urgötunni hér í Firðinum en nú er ver- ið að byggja fyrir mig hús hjá Jófríðar- stöðum, eitt herbergi og eldhús. Mér hundleiddist hér fyrstu dagana, því ég þekkti engan og var ekki heldur farinn að skilja neitt í málinu. í kjallaranum í húsinu sem ég á heima í er talsvert til af dönsku blöðunum og þau hef ég verið að skoða mér til dægrastyttingar. Ann- 20 FÁLKINN ars er ég frekar litið fyrir Dani. Strák- arnir eru búnir að lofa að kaupa Leif og Look svo ég hafi eitthvað að lesa. Time les ég aldrei Þeim þykir ég heldur mat- vandur hér en ég vil enga hundafæðu. Bezt þykir mér að fá nautasteik með grænmeti og svo kalt vatn á eftir. Ann- ars bragðast mér hvalkjötið ágætlega. Þeir hér skírðu mig upp og kalla mig Nonna, en ég er ekkert alltof hrifinn af því nafni. Ég hef haft það frekar ró- legt síðan ég kom hingað en um síðustu helgi var talsvert að gera því ég var kallaður þrisvar út sama daginn og leit- aði næturlangt 1 rigningu og vonzku veðri. Ég er nú farinn að kunna sæmi- lega við mig að öðru leyti en því að mér finnst rigna full mikið hérna. Snjó hef ég varla séð en það var annað en ég bjóst við, því eftir nafni landsins að dæma ætti allt að vera á kafi í snjó. Og svo hélt ég að hér væru bara Eski- móar ... Við héldum út af lögreglustöðinni með Nonna í bandi og stigum upp í jeppabifreið sem beið fyrir utan. Sá sem ók var Vilbergur Júlíusson skóla- stjóri, félagsforingi Hraunbúa, Skáta- félags Hafnarfjarðar. Þeir voru þrír úr Hjálparsveitinni, Jóhannes Reykdal, Snorri Magnússon og Birgir Dagbjarts- son. Sá sem ætlaði að týnast átti heima á Álfaskeiði og var nú haldið heim til hans. Húsfreyja tók á móti okkur og fékk Snorra fat af manni sínum. Hann rétti Nonna fatið og hann þefaði af því og hnusaði út í loftið. Hann stóð kyrr nokkra stund hreyfingarlaus eins og hann væri að hugsa og setja á sig lykt- ina. Svo rak hann trýnið niður í tröpp- urnar og hnusaði. Viðbragð hans var mjög snöggt og Birgir sem hélt í bandið var nær rok- inn um koll. Nonni hljóp niður tröpp- urnar, fram með húshliðinni og snuðr- aði í garðinum á bak við. Við girðing- una nam hann staðar, dillaði rófunni og gaf til kynna að hann vildi yfir. Þeir lyftu honum yfir girðinguna og hann fanri fljótlega slóðina í hinum garðinum. Hann fór nokkuð geyst yfir og við áttum fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Leiðin lá nú út á götu og hann hélt sömu ferðinni, en nú virtist hann vel á sporinu því hann hnusaði ekki af jörðinni. Krakka dreif að úr öllum áttum og hrópuðu hver væri týndur. — Það er enginn týndur. Þetta er bara æfing. — Hver er að þykjast týndur? — Hann heitir Jón. — Hvaða Jón? Það voru milli tuttugu og þrjátíu böm sem hlupu á eftir okkur þar sem við eltum Nonna um götur, húsagarða og húsasund. Fólk kom út úr húsum sínum og vildi fá að vita hvort nokk- uð stórvægilegt stæði til. En það stóð ekkert til og enginn týndur. Þetta var bara æfing. Við vorum nú komnir út á Reykja- víkurveg og það var rétt í þann mund sem strætisvagn bar þar að. Fólkið sem var að stíga upp í vagninn hægði á sér og kom með aragrúa af spurningum, sem leyst var úr eftir beztu getu. Nonni lét sem hann sæi ekki fólkið og snuðr- aði eftir gangstéttinni og inn undir vagninn. Birgir varð að halda fast í bandið svo Nonni skriði ekki undir vagninn og varð að halda aftur af hon- um þar til vagninn ók í burtu. Þá lá leiðin yfir götuna og eftir gangstéttinni hinum megin, yfir götuna aftur og svona gekk það nokkrum sinnrnn. Allt í einu vorum við komnir út í hraunið, og Nonni hægði á sér. Það var illt að komast þarna yfir, því það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.