Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 8
Þar sem ég sat og yljaði mér fyrir framan eldavél frú Collards, tók hugur minn að reika aftur í tímann og staðnæmdist við kaldan desembermorgun 1944, þegar bardagarmr við Ardener voru um það bil að ná hámarki sínu. Þetta var síðasta örvæntmgartilraun Hitlers . . . ÞETTA VAR ósköp venjulegt lérefts- lak, en frú Eudoxie Collard, belgisk bóndakona á miðjum aldri, breiddi var- færnislega úr því, eins og um dýrasta silki væri að ræða. — Þetta er eitt af þeim, sagði hún hátíðlega og benti á amerískt vörumerki og dauft þvottahúsmerki í einu horn- inu. Þar sem ég sat og yljaði mér fyrir framan eldavél frú Collards, tók hug- ur minn að reika aftur í tímann og staðnæmdist við kaldan desembermorg- un 1944, þegar bardagarnir í Ardener voru um það bil að ná hámarki sínu. Þetta var síðasta örvæntingartilraun Hitlers. Nokkrum dögum fyrir jól höfðu amerískar fallhlífahersveitir í skyndi slegið hring umhverfis Bastogne, og voru umkringdar á allar hliðar af Þjóðverjum. Ég hafði með höndum stjórn á 600 manna fallhlífahersveit. Við höfðum fengið skipun um að hernema Hem- roulle, lítið þorp á að gizka 3 kílómetra norðaustur af Bastogne. Þorpið sam- anstóð af 20 húsum með um 100 íbúum, lítilli kirkju með reisulegum turni, einni moldargötu og nokkrum litlum hliðar- götum. Þorpið var staðsett í kvos og var ósköp afskekkt og eyðilegt. Við vorum illa vopnum búnir og vistir okk- ar voru að ganga til þurrðar. Þar að auki vorum við helmingi liðfærri en óvinirnir. Jörð var þakin 15 sentimetra þykku lagi af nýföllnum snjó, og við höfðum ekkert til að dulbúast með. Grænu einkennisbúningarnir okkar voru alltof áberandi, sérstaklega við snjóhvítan bakgrunninn. Ég kallaði liðstyrk minn saman í húsnæði, sem ég hafði gert að höfuð- stöðvum okkar. Einn af liðsforingjun- um áleit, að hvít lök yrðu hentugust til að dulbúast með. En hvernig í ósköp- unum áttum við að verða okkur úti um svo mörg lök og það á stundinni? Ég sendi aðstoðarforingja minn, Fitz- gerald, til hreppstjórans, til þess að spyrja hann, hvort nokkur líkindi væru til þess, að hann gæti útvegað okkur nokkur lök. — Segðu honum, að við munum skila þeim aftur, strax og við getum, sagði ég. Hreppstjórinn, Victor Gaspar, var myndarlegur maður á sjötugsaldri með mikið yfirskegg mitt í rjóðu og kringl- óttu andlitinu. Tvisvar á ævinni hafði hann séð þorpið hernumið af Þjóðverj- um, fyrst 1914 og síðan aftur 1940. Þeg- ar hann heyrði um vandræði okkar hófst hann þegar handa. — Komið með mér, sagði hann við Fitzgerald og gekk á undan honum til kirkjunnar. Þegar þangað kom leysti hann strenginn á kirkjuklukkunni og tók að hringja henni. Þegar fyrstu tónar kirkjuklukkunn- ar bárust yfir þorpið, stakk forvitin kona höfðinu út um dyrnar hjá sér og lagði við hlustirnar. Síðan þurrkaði hún hendur sínar á svuntunni, fleygði kápu yfir axlirnar og þaut af stað til kirkjunnar. Aðrir fylgdu á eftir. Brátt voru flestir af íbúum þorpsins á hraðri ferð til kirkjunnar — ýmist einir sér eða í hópum. Jafnóðum og þeir komu, skipaði Victor Gaspar þeim að fara heim aftur og sækja hvít lök. — Ameríkanarnir þurfa að nota þau sem dularklæði, sagði hann. — En flýt- ið ykkur! Sumir gátu ekki komið, eins og til dæmis frú Eudoxie Collard, sem var önnum kafin við að elda mat fyrir 60 flóttamenn, sem höfðust við í kjallar- anum hennar. Hún gat því ekki með nokkru móti vikið frá eldavélinni. En Gaspar fór sjálfur í eigin persónu til þeirra, sem ekki komu, þegar kirkju- klukkunni var hringt. Á meðan voru hinir íbúar þorpsins farnir að tínast aftur til kirkjunnar með hin dýrmætu lök sín. Á hálftíma komu nokkur hundr- uð lök og var staflað á kirkjugólfið. Og loforð mitt um að skila þeim aftur var ekki nefnt. Ég dreifði lökunum á meðal manna minna í skjótri svipan. Og þá rann það upp fyrir mér, hversu heimskulegt lof- orð mitt hafði verið. Hermennirnir færðu sér lökin í nyt eins og þeir til þurftu: Þeir skáru þau í ferkantaða búta til þess að þekja hjálmana og í langar ræmur til þess að hylja byssurnar. Og til þess að hylja einkennisbúningana skáru þeir göt á lökin og smeygðu þeim yfir höfuðið eins og kyrtlum. Þeir voru einna líkastir afturgöngum, en voru vel dulbúnir engu að síður. Það mátti ekki tæpara standa, því að klukkan fjögur að morgni jóladags, hófu óvinirnir síðustu árás sína. Strax í dögun streymdu skriðdrekar og fót- göngulið yfir hæðardragið og niður í áttina til okkar og rufu eldsnöggt hina veiku varnarkeðju okkar til hliðanna. Áður en ég hafði gert mér nokkra grein fyrir því, hvernig ástandið var, voru þeir komnir alveg að okkur. Þeir ógn- 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.