Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 22
 Kristín stappar fokreið í gólfið. — Hegningarvert! Mér stendur svo hjart- anlega á sama. Sannleikurinn skal koma í ljós. Og þér skuluð fá að heyra hann. Allir skulu fá að heyra hann! Kærið mig bara! Sendið skýrslu! Komið henni til yfirmanna yðar! Þeir skulu fá að heyra hvað hér hefur verið aðhafzt. Og að það hafi aðeins verið níðst á Gor- itsky. Níðst á honum af yður! Kristín er svo ákveðin, að lögreglumaðurinn verður hræddur og kvíðinn. Veit ekki, hvað hann á til bragðs að taka. Malarinn starir einnig stórum augum á þetta uppistand, sem orðið hefur hér inni í stofu hjá honum. Hann kannast ekki við dóttur sína í þessum ham. Er þetta hin hógværa, hlédræga Kristín hans, sem hugsar sig lengi um, áður en hún getur sagt styggðaryrði? — Viljið þér ekki telja Kristínu á að gæta skynseminnar, herra Ektern? spyr lögregluþ j ónninn. Malarinn hristir höfuðið. — Nei, senni- lega hefur hún rétt að mæla, og ef þér hafið ekki fleiri embættisskyldum að gegna hér, vil ég biðja yður um að hverfa úr húsi mínu. Sælir! Barði stendur tvílráður drykklanga stund. Síðan lyftir hann húfunni og gengur brott, taktföstum skrefum. Hann reynir að halda virðulegri fram- göngu, en mistekst það. Svipur hans lýsir ótta, er hann lítur að síðustu til Kristínar og kveður. ÞEGAR þau eru orðin tvö ein, Kristín og faðir hennar, horfa þau stundarkorn hvort á annað með vandræðasvip. — Pabbi, segir Kristín. — Hvaða bréf varstu að skrifa, þegar ég kom? Hann svarar henni ekki. — Viðskiptabréf? Þú ert alltaf van- ur að láta mig skrifa viðskiptabréfin. — Sú tíð er liðin, segir hann beisk- lega. — Héðan í frá hættir þú að skipta þér af viðskiptamálum hérna á Mylnu- bæ. Bréfið, sem ég var að skrifa, er til lögfræðingsins í Köln. Ég rifta samn- ingnum. Ég vil ekki sjá það lán, eftir að ég er búinn að vita, hvaðan pening- arnir koma. Malarinn er að sligast undir þunga þeirra vandræða, sem hafa komið hon- um svo óvænt. Nei, hann vill sannar- lega ekkert hafa með þessa Kölnarpen- inga að gera. En á hinn bóginn verður hann áreiðanlega gjaldþrota, ef hann þiggur þá ekki, og að líkindum fellur þá mylnan með öllu saman í hendur Glomps gamla. — Já, en góði pabbi. Mamma gerir þetta áreiðanlega í bezta tilgangi. Hún hefur lagt allar eigur sínar í þetta, bara til að hjálpa þér. Malarinn hnussar háðslega, hneppir að sér treyjunni og gengur til dyra án þess að segja stakt orð. Kristín gengur í veg fyrir hann. — Nei, pabbi. Bíddu við. Við skulum tala nánar um þetta. Hún grípur í handlegg honum og ætlar að draga hann til sætis í hægindastól, en hann ýtir henni hrana- lega frá sér. — Það er ekki meira um það að ræða, anzar hann þrjózkulega. — En við verðum að finna einhverja úrlausn. — Við? Andlit hans afmyndaðist í ægilegri brosgrettu. — Fyrir þér liggur málið ljóst: Þú sezt uppí bílinn hjá bróður þínum og ekur til Kölnar. búið! — En hér er alls ekkert um mig að ræða! — Nehei, það skyldi maður halda, svarar hann háðslega. — Mín kæra óeig- ingjarna dóttir hefur svo sem hrint þessu öllu í framkvæmd, eingöngu fyrir. .... Skyndilega verður rödd hans hár- beitt. — Eins og ég sjái ekki mætavel, hvað það er, sem þið hafið soðið saman þarna í Köln! Mikinn asna hlýtur þú að álíta mig. Kristín verður ókvæða við. Svo þann- ig lítur hann á hana — sem aðalpersónu í samsæri gegn honum. Ætlar hann nú að hrinda henni frá sér, einu manneskj- unni sem ennþá stendur við hlið hans? Aftur býst hann til að fara, en hún gengur fyrir dyrnar með útrétta arma. — Pabbi, vertu nú ekki svona þrár. Við skulum tala saman um þetta. — Farðu frá, öskrar hann. Svo ýtir hann henni til hliðar, þrammar út og skellir hurðinni hart á eftir sér. Kristín stendur örvingluð eftir og sér föður sinn rangla eitthvað að heiman. Trúlega er hann á leið til knæpunnar, að drekkja áhyggjum sínum í áfengi. Það er eitt hið versta sem fyrir getur komið. fari hann á annað borð að drekka, eru engin takmörk fyrir því, hvað hann getur stofnað til mikilla vandræða. Kristín hleypur út, til að hafa upp á Marteini. Hann er eini maðurinn af öll- um í bænum, sem gamli malarinn hefur að minnsta kosti eitthvert álit á. Bréfið! Kristín nemur staðar í dyrunum og snýr aftur inn að skrifstofuborði föður síns. Þar liggur bréfið til lögfræðingsins í Köln. Hann hefur ekki lokið við það ennþá. Kristín grípur dauðahaldi í veika von. Meðan ekki er búið að senda þetta bréf, er eigi með öllu vonlaust, að tak- ast megi að verjast yfirvofandi óförum. — Marteinn! Kristín tekur á rás út að sögunarsaln- um, en þar stendur Marteinn rólegur við vinnu sína. MALARINN gengur inní krána og býður glaðlega „góðan dag“. Samræð- urnar við borðin hljóðna snöggvast. Síðan er þeim haldið áfram í lægri tó^- tegund. Hann setzt við lítið borð í veggskoti til hliðar við ofninn. Hann þarf að vera í hálfrökkri, til að geta hugsað sig um. — Einn tvöfaldan af ákavíti og öli, kall- ar hann til veitingamannsins. Við eitt af borðunum í stofunni situr Barði lögregluþjónn og hjá honum tveir menn í borgaraklæðum. Þeir hafa flett sundur landabréfi fyrir framan sig og renna nú fingrum yfir það, fram og aft- ur, í áköfum samræðum. Malarinn flýtir sér að hella í sig vín- inu og skolar því niður með ölinu á eftir. Nú líður honum betur. Þetta er nú orðið það eina, sem hann getur treyst, hugsar hann og pantar þegar í stað meira ákavíti. Það er hvíslast á við hliðarborðin. Allir þekkja Ektern malara. Nú er hann búinn að sleppa sér einu sinni enn .... nú rennur víst áreiðanlega ekki af hon- um næstu þrjá eða fjóra dagana! Borgaraklæddu mennirnir hjá Barða eru sendir frá lögreglunni í Aschaffen- burg. Þeir eru komnir á fund Barða í tilefni af skýrslu þeirri, er hann sendi þeim fyrir löngu síðan, útaf fangaklæð- um með tölunni: 327, er fundust hjá Sirkus Banassi. — Þér sáuð trúðinn koma fram á sviðinu í þessum fötum, Barði? — Já — og eins og ég gat um í skýrsl- unni, sögðust þeir í fjölleikaflokknum hafa fundið flíkurnar einhversstaðar í skóginum inni í landi. En daginn áður hafði einmitt verið stolið buxum og treyju af þessum trúð, sem sýndi í föt- unum. Herrarnir í borgarklæðunum kinka kolli og bera fram nýjar spurningar. .Skömmu síðar opnast dyr veitingastof- unnar og Marteinn gengur inn. Það tek- ur enginn eftir honum. Stundarkom stendUr hann kyrr og horfir leitandi kring um sig, síðan gengur hann ákveðn- 21. hluti hinnar spennandi framhaldssögu eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu 22 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.