Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 17
enn sem komið er. og það er ég, José- phine, sem þeir hafa áhuga á, ekki keisaradrottningin, eiginkona Napo- leons. Augun störðu leyndardómsfull á hana undan bogadregnum augnalok- unum. Fíngerðar augnabrúnirnar báru dálítinn vott um kaldhæðni. Kæruleys- islegt bros lék um varir vélskapaðs munnsins. Skuggarnir undir háum kinnbeinunum settu þóttafullan svip á andlitið. — Ert þú ég? hvíslaði Joséphine. — Ert þú ég, þú ókunna andlit í speglin- um, eða ert þú hennar hátign, keisara- drottning heimsveldisins? — Hið ó- kunna andlit kinkaði kolli til hennar, alvarlega. — Þér hafið beðið hans keis- aralegu hátign að heimsækja yður í nótt. Þér hafið dálítið mikilvægt mál að tala um við hann. Klukkan er langt gengin í tólf, frú, þér verðið að undir- búa yður. Josephine var meistari hinnar erfiðu listar að mála sig. Það stafaði að nokkru leyti af því, að hún þekkti andlit sitt álíka vel og hinn trúaði þekkir Faðir- vorið sitt, að nokkru leyti af því, að hún hafði fundið upp það snjallræði, að þrí- skiptá speglinum á snyrtiborðinu, þann- ig að hún gat alltaf horft á sig frá öll- um hliðum. Augun voru mikilvægust og þau tóku mestan tíma. Blýgrár, daufur litur yfir bogadregin augnalokin alveg út í augnakrókana. Yfir það bar hún fjólu- bláan skugga, sem hvarf á ská út á gagn- augun. Ljósrautt krem, farði og púður var borið á af mikilli natni. Glyðrulegt, ljósblátt flauelsband við hársvörðinn. Og að lokum hið langmikilvægasta — hún varð að hugsa um eitthvað skemmti- legt, það mundi gefa henni líf og lit. Keisaradrottningin gekk ánægð að gylltu svanarúminu sínu. Hinn keis- aralegi örn hvessti sjónum niður á hana frá egglaga múrverkinu, sem bar gull- ísaumað forhengi uppi. — Já, gláptu bara, sagði Joséphine. — Mér hefur aldrei geðjast að þér. Þú lítur út eins og þú vildir helzt læsa klón- um í mig og fljúga leiðar þinnar með mig. En það er aðeins okkar á milli. Framh. á bls. 31. aði Napoleon dyrnar og bar meðvit- undarlausa móður barnanna tveggja inn í rúm. Joséphine þorði ekki að vakna, fyrr en næsta morgun. — Ó, Napoleon, hvíslaði hún þá, og dimmblá augun voru gljáandi af tár- um og hamingju. Stutt, ljóst silkihárið límdist við ennið. — Ég er aðeins veslings greifabarn frá byltingunni. Ég hef aldrei trúað á hamingjuna, af því að ég hef misst alltof marga af ástvin- um mínum. Fyrst nú þegar það er of seint, veit ég hvað lífið getur verið. Tárin streymdu nú niður kinnarnar eins og dýrmætar perlur. Og Napoleon kyssti þau burt. Jú, hún var eftir sem áður lagleg. Og í kvöldljósi, í daufri birtunni frá ljósastikunum var hún blátt áfram fög- ur. Joséphine hallaði sér fram að spegl- inum og horfði í hin dimmbláu, spyrj- andi augu sín. Enginn getur þó séð á mér, að ég sé fjörutíu og þriggja ára? Það er engin hrukka á hálsinum á mér, og margar ungar stúlkur gætu öfundað mig af þessum brjóstum og þessum herðum. Hún brosti við mynd sinni í speglinum. Karlmenn horfa á eftir mér FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.