Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 13.02.1963, Blaðsíða 23
um skrefum yfir að borðinu, þar sem gamli malarinn situr. — Daginn, Ektern malari! Sá gamli hrekkur við og muldrar ein- hver óskiljanleg orð. — Má ég tylla mér hjá yður? spyr Marteinn vingjarnlega. Malarinn setur glasið hranalega frá sér. — Ef það er Kristín, sem hefur sent þig...... — Kristín? spyr Marteinn forviða. — Ég ætlaði bara að líta á lestaráætlun- ina. Varðandi ferðir til Tubingen. Ég þarf að fara þangað einhvern daginn. Meðan hann er að segja þetta, hefur hann setzt hjá malaranum og kallar nú til veitingamannsins: — Eitt glas af eplavíni. Húsbóndinn á Mylnubæ lætur hnef- ann ríða í borðið. — Við mitt borð drekkur enginn eplavín! — Og yfir að afgreiðsluborðinu: — tvo stóra áka- víti! Marteinn reynir árangurslaust að mótmæla. Hann hryllir við, er veitinga- maðurinn setur fullt glasið fyrir fram- an hann. En vilji hann geta komizt í samræður við malarann, verður hann að láta að vilja hans. — Skál! segir malarinn. Rétt í því er Marteinn ætlar að bera glasið að vörum sér, kallar Barði til hans í hvössum róm: — Herra Brunner, viljið þér koma hingað, rétt sem snöggvast! Marteinn setur glasið frá sér. Hann fær ákafan hjartslátt. Þá heyrir hann malarann kalla til lögregluþjónsins: — Ef þú vilt okkur eitthvað, Barði sæll .... þá sitjum við hér! Samræðurnar í salnum þagna. Mal- arinn var eitthvað svo ögrandi í rómn- um. Skyldi Frans Ektern langa til að leggja útí átök við lögregluþjóninn? Barði hefur roðnað og ráðfærir sig nú við sessunauta sína í hálfum hljóð- um. Svo ypptir hann öxlum, rís úr sæti og gengur ófús yfir að veggskotinu tii þeirra. Malarinn glottir sigri hrósandi. — Hvað er það þá, Barði? — Við þig á ég ekkert vantalað, svar- ar löggæzlumaður. — Að minsta kosti ekki í þetta sinn! Svo hvessir hann augun á Martein. — Segið mér, herra Brunner, þér höfðuð samneyti við fjöl- leikafólkið á sínum tíma, var ekki svo? — Rödd Barða er köld og skipandi. Þetta er yfirheyrsla í embættisnafni. Enginn skal dirfast að taka framí fyrir honum. Marteinn kinkar kolli. Hugsanirnar taka á rás í höfði hans: Aðkomumenn- irnir í jakkafötunum, spurningar um fjölleikaflokkinn. Það er sem ósýni- legu neti sé brugðið utan að honura. Á hann að rísa á fætur og taka á rás. En hann situr eins og magnlaus. — Þér gerðuð við rafmagnsleiðslurn- ar fyrir Tatarana, var það ekki? Barði lætur liggja að því að hann viti lengra en nef hans nær, að það sé vita þýð- ingarlaust, að reyna til að fara á bak við hann. Marteinn kinkar þegjandi kolli fram- an í Barða. — Þér hljótið þá að hafa komizt eftir því, hvert á land þetta fólk ætlaði? Þetta er ekki spurning, heldur stað- hæfing. Barði þykist vita, hvei’nig fax- ið sé að komast eftir sannleikanum. Augnaráð Marteins verður enn meira hvarflandi. — Nú en, ... hvers vegna . . — Það er ég, sem spyr hér! segir Barði. Malarinn hefur fylgst með þessari furðulegu samræðu af sívaxandi gremju. Nú réttir hann úr sér og stæl- ir vöðvana. — Farðu þér nú rólega, Barði! Við okkur þýðir þér ekki að tala í sama tón og þá, sem þú ert van- astur að umgangast! Barði horfir til hans með lítilsvirð- ingu. — Truflaðu mig ekki við embætt- isstörf, herra Ektern . .. Því næst snýr hann sér að Marteini og brýnir raust- ina: — Hugsið yður nú vel um! Eitthvað hlýtur yður að koma til hugar, er við getum lagt til grundvallar. Það er mjög áríðandi! Marteinn lítur undan nístandi augn- ráði lögregluþjónsins og horfir á ofn- inn. — Nú, nú? spyr Barði. Nú getur gamli malarinn ekki leng- ur orða bundist. Hann setur hnefann af afli í borðið. — Þér ætti nú að geta skilist, að hjá okkur fær þú ekkert að vita, Barði! Hafðu þig burtu! Barði fyllist bræði. Það er fullbölvað, að allir þeir innanhéraðsmenn, sem staddir eru í salnum, skuli vera vitni að ósigri hans. En að rannsóknarlögreglan frá Aschaffenburg þurfi einnig að horfa upp á það, tekur út yfir allan þjófa- bálk. — Jæja, við skulum komast að raun um sannleikann í málinu, eigi að síður, segir hann við Martein. — Og hamingj- an hjálpi yður, ef þér hafið leynt mig einhverju! Því næst snýr hann aftur að borði sínu og á nokkrar samræður við að- komumenn. Skömmu síðar búast þeir til ferðar. Þegar þeir fara framhjá veggskotinu, færir Marteinn sig enn lengra inn í skuggann. Malarinn hnippir í hlið hans: — Þú þarft ekki að fara í neinar felur fyrir þessum körlum! segir hann svo hátt, að ekki fer hjá því að lögregluþjónn- inn hljóti að heyra það. — Gjammandi hundar bíta ekki! Förunautar Barða fara út úr veit- Sjá næstu síðu. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.