Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 7
ég tala við Reykvíkinga). Nú þarf að taka þetta nýja geim í tíðir og föll. Þá kemur vand- inn. Er það kk. orð kvk. eða hvk. Varstu í geiminu, geim- unni eða geiminu? Hvað á að segja? Þetta er geim, nf. Tölum um geim, þf. Vorum í geim — sennilega inu, þgf. Samko'man var án geims, geimlaus, ef. Að endingu, er þetta geim íslenzkt eða þjálf- ast það í íslenzkt mál og er það prenthæft í sæmilegu riti? Það er vert þess að bera það undir orðabókarhöfunda. (Einar Benediktsson segir: ,,Hvar er svo fátt sem í hóps- ins geim.“ Þetta má að vísu hártoga eða misskilja þó allir ættu að skilja það rétt.) Ég get fallist á, að verð- launaði botninn sé beztur að efni til en frá kveðandinni er hann ekki góður. Hann hefur forskeyti og er því ekki rétt metrum og hann rímar á end- ingar tvílið. í áður umgetnu hefti Fálk- ans er vísuupphaf til botn- unar. Úr því ég er á annað borð að skrifa ykkur, datt mér í hug að hnoða botn í vísuna. Ekki held ég, að rétt sé að birta hann á prenti. Hann er of bókstaflega sann- ur til þess að sjá dagsins ljós. Ekki fleira að sinni. Með vinsemdarkveðju. Jónas Jóhannsson. Svar: Viö þökkurn Jónasi þetta ágeeta bréf og vonum, aö hann sendi okkur fleiri sllk. Um orö- iö geim er þaö aö segja, aö þaö er slanguryröi og er komiö úr enskti. Á þeirri tungu er þaö skrifaö „GAME“ en boriö fram geim meö g-hljóöi, sem er mjög fjarri okkar framburöi á g i upp- liafi oröa. ÞaÖ merkir leikur í tíðustu merkingunni í ensku, en í íslenzku slangi oftast svall eöa sollkenndar veizlur. Þaö er hvor- ugkynsorö. Oröiö er ekki viöur- kennt sem íslenzkt og í vönduöu máli œttu menn að foröast notk- un þess. Að fita sig. Kæri Fálki. — Ég er í mikl- um vanda stödd. Ég er svo löng og mjó. Ég er 14 ára 168 cm á hæð, en ekki nema 53 kg, svo þið sjáið að ég er allt of létt. (í mittið er ég 66 cm) Og það get ég sagt ykkur, að það er ekki vegna þess að ég borði ekki nóg. Hvað get ég gert til að ég fitni? Skólastelpa. Svar: Boröaöu konfekt, lielzt úr heilum kassa á hverju kvöldi. Bréfasamband við Noreg. Kæri Fálki. — Mig langar að eignast norskan pennavin. Til hvaða blaðs á ég að skrifa? Sigga. Svar: Reynandi væri aö skrifa norsku vikublööunum, til dæmis Illustrert, Norsk Dameblad, Vi meun o. fl. Þau fást aö staöáldri í BókabúÖ Æskunnar. Væntanlegar kvikmyndir. Kæri Fálki. — Ég þakka þér fyrir allt gott, sem þú hefur birt, einkum Nikka og framhaldssöguna. En segðu mér tvennt, ef þú getur. Hvar og hvenær verða myndirnar, West-Side Storie og Guns of Navarone sýndar. Með fyrirfram þakklæti fyr- ir birtinguna, Bíómaður. Svar: West-Side Storie veröur sýnd í Tónabíó meö vorinu, en The Guns of Navarone á þessu ári í Stjörnubíó. Ólafur reið með björgum fram. Kæri Fálki. — Um leið ög ég sendi þér úrklippu, sem ég fann í Fálkanum 13. sept- ember 1961, langar mig til að biðja þig um að birta fyrir mig textann við Suðurnesja- menn eða Ólafur reið með björgum fram. (Helzt báða). Með fyrirfram þökk. Slummi. Svar: ViÖ ráöleggjum Slumma aö fletta upp í Skólaljóöum sinum, Þessi kvæöi eru bœöi þar. \ Hrútsmerki5 (21. marz—21. apríl). í þessari viku mun tæplega skynsamlegt aS ganga hreint. til verks í ákveðnu máli. Það er betra að láta það bíða síns tíma. Annars eru ýmsar breytingar í aðsígi og óvíst hvernig öllu lyktar. Sennilega fáið þér bréf í vikunni. Nautsmerkið (22. apríl—21. maí). Laugardagur og sunnudagur verða þeir dagar, sem þér þurfið að taka til yfirvegunar. Ennfremur ættuð þér að reyna að ákveða yður í málum nokkrum, sem Íagst hafa þungt á yður upp á síðkastið. Happatala yðar er 9 þessa viku. TvíburamerkiB (22.maí—21. júní). Þér æt.tuð að taka lífinu létt þessa dagana, lyfta yður upp og losna undan fargi hversdagsleikans. Þetta verður Ijómandi vika til skemmtana og lystisemda og mun betra tækifæri vart veitast til þess að njóta tilverunnar. KrabbamerkiB (22. júní—23. júlí). Útlitið í fjármálunum verður slæmt þessa viku. Því er ekki að neita, að þér hafið lifað umfram efni £ langan tíma og þess vegna bitnar það á yður nú. Ekki ættuð þér að gefa nein loforð í máli nokkru. LjúnsmerkiB (2U. júlí—23. ápúst). Þetta verður vika mikillar ánægju. Yður finnst, að þér séuð fullir af krafti og orku. Þess vegna er um að gera að hrinda ýmsu í framkvæmd, sem þér hafið vanrækt um langan t.íma. Munið, að taka tillit til ættingja og vina. JómfrúarmerkiB (2U. ágúst—23. sept.). Þessi vika er um marga hluti ákjósanleg fyrir yður, þér komið ýmsu í verk, sem þér hafið lengi ætlað yður að framkvæma. Nokkur vandamál skjóta upp kollinum, og útlit er fyrir, að þér verðið að leita til náinna vina þeim til lausnar. VogarskálarmerkiB (2U. sept.—23. okt.). Það eru breytingar í aðsigi og ekki allar til batn- aðar. Þér þurfið að gera margt upp við yður og ráð- legt væri að ganga á vit. sérfróðra manna. Treystið ekki um of fólki, sem sækir á yður og vill vingast við yður. SporBdrekamerkiB (2U. okt.—21. nóv.). Það mun margt smávægilegt henda í þessari viku og munuð þér í fæstum tilvikum muna eftir því, en einmitt þessir smámunir munu skjóta upp koilinum seinna og þess vegna er bezt. að losna við þessi vanda- mál, sem að yður steðja, strax. BogmannsmerkiB (22. nóv.—22. des.). Þetta verður á margan hátt viðburðarík vika. Margt mun ske í kringum yður og vegna verka yðar sjálfs. Loftið er lævi blandið og h'tið útlit fyrir að öll vanda- mál verði leyst. á friðsamlegan máta. Happatala 98. SteingeitarmerkiB (23. des.—21. jan.). Þér ættuð ekki að vera of framkvæmdasamur, því að það gæti hæglega misskilizt á æðri stöðum. Ekki er hagstætt að leita eft.ir styrkjum í þessari viku. Reynið að komast yfir vanda þann, sem steðjar að í einkalífinu. VatnsberamerkiB (22. jan.—13. febr.). Tíminn er hentugur til þess að mennta sig og leita eftir fræðslu á því sviði, sem þér starfið. Einnig eru tómstundastörf undir hagstæðum aðstöðum. í viku- lokin megið þér vara yður á eyðslusemi. Hún á eft.ir að koma yður í koil. FiskamerkiB (20. febr.—20. marz). Þessa viku fer margt á annan veg en til var ætlazt, pn það ætti síður en svo að verða yður til tjóns. Tækifæri nokkurt býðst og ættuð þér ekki að vera seinir á yður að grípa það. Drífið yður upp úr þeim solli, sem þér hafið lent £ upp á s£ðkastið. fXlkinn 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.