Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 28
ÖRLAGADOMUR Framhald aí bls. 13. — Hann lofaði að gera mig fallega .... en hvers vegna hefur hann gert mig líka henni? — Lagleg ertu að minnsta kosti orðin. Engin var fegurri en Nella Greene. Frú Verney leit undan. Röddin var aftur orðin bitur, þegar hún hélt áfram: — Ég þoli ekki að horfa á þig leng- ur. Það er eins og vesalings frú Greene sé ekki látin .. eins og hún sé hér í húsinu enn. Meg skalf. Hún starði niður á sjúkra- umbúðirnar. Þær lágu þarna á gólfinu eins og hættulegar slöngur. Kyrrðin var næstum óbærileg. Hana langaði til að hrópa. — Hvers vegna sagði hann ekki, hvað hann ætlaði að gera við mig? spurði hún. — Ég veit ekki. Ég hef fylgzt með honum að undanfömu. Fyrst hélt ég að iiann gerði þetta til að gleyma ör- vætingu sinni. Hann vann af kappi og gaf sig allan á vald þessu erfiða verk- efni. Frú Verney stundi þungan. — Nú óska ég þess að hann væri aftur eins og hann var, aðeins vesæll maður, frávita af harmi og söknuði eftir að konan sem hann elskaði er ekki lengur í tölu lifenda. Hún gekk til Meg og tók í annan handlegg hennar. — Skilurðu nú, hvað hann hefur gert? Það mun aldrei í veröldinni hljótast neitt gott af þessu. Hann hefur reynt að vekja upp dauða manneskju. Ég veit ekki hverju ég á að trúa..... Meg lét sig falla í stól og augu henn- ar hvörfluðu á víxl frá málverkinu að speglinum. Hún og hin unga, lát.na kona voru eins og tveir dropar. — Þú verður að fara héðan! Þú get- ur ekki verið hér lengur! sagði frú Verney hrædd og áköf. — Flýttu þér, áður en það er um seinan. Meg hafði í blindni gert samning. Ro- bert Greene hafði haldið sinn hluta hans. Með dugnaði sínum sem skurð- læknir hafði hann gert hana fagra. Nú var eftir að vita, hvers hann krafðisl af henni í staðinn. Uggvænlegar grun- semdir skutu upp kollinum í hug henn- ar. Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykja- víkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7 — Hann hafði raunar sínar ástæður fram að færa, sagði frú Verney. — Ég finn á mér, að eitthvað hræðilegt getur gerzt í þessú húsi. í guðs bænum .... komdu þér burt og það á stundinni! Meg var orðin lömuð af ótta og gat ekki lengur hugsað skýrt. Spurning- arnar hringsóluðu í hug hennar. Gleðin yfir því að vera ekki lengur ófríð var öll á bak og burt. — Tíminn líður óðum. Sjáðu, það er tekið að birta af degi. Rödd frú Verney var orðin örvænt- ingarfull. — Ég hef sparað mér svolítið af pen- ingum. Þú getur fengið þá, hvern ein- asta eyri, bara ef þú yfirgefur þetta hús. Jú, hún varð að fara. Hún gat ekki verið stundinni lengur í þessu óhugn- anlega húsi, — með manni sem hafði skapað hana í mynd látinnar konu. — Þú nærð morgunlestinni til Lon- don, sagði frú Verney áköf. — Þar mun hann aldrei finna þig. Og lögreglan mun ekki þekkja þig aftur, svo að þú þarft ekkert að óttast. Rödd hennar varð hás. — Sittu ekki svona aðgerðarlaus, stúlka. Gerðu eitthvað! Hafðu þig af stað! Heyrirðu ekki hvað ég segi? Meg vissi næstum ekki hvað hún gerði. Það mátti heita, að frú Verney ýtti henni upp stigann. Ósjálfrátt fór hún í dragt, sem hún fann og setti nokkra af kjólum frú Greene í tösku. Þegar hún kom niður í anddyrið aftur, beið frú Verney þar. — Hér eru peningarnir, hvíslaði hún, og stakk seðlabunka í hönd hennar. — Flýttu þér! Það birtir óðum! Dyrnar lokuðust að baki hennar og Meg gekk niður stíginn. Þetta var í morgunsárið. Sólin var enn ekki komin upp. Andartak stóð hún og starði niður að löðrandi briminu. Allt í einu heyrði hún garg í mávi. Það var eins og aðvör- un við óhugnanlegum atburðum. Hún iðraðist þess sáran að hún skyldi fallast á hina ævintýralegu hug- mynd læknisins. En morgunloftið ró- aði hana og hún tók að hugsa skýrar. í London gat hún hafið nýtt líf. Til- hugsunin gerði hana rjóða í kinnum. Hún hraðaði sér niður stíginn, en snar- stanzaði skyndilega. Rétt fyrir neðan hana var kofi Bruce Prestons. Vegna þessa manns hafði hún liðið allar hinar óttalegu þjáningar. Hún hafði orðið ástfangin af honum strax við fyrstu sýn .... og nú mundi hún aldrei sjá hann framar. Hvernig gat hún farið leiðar sinnar án þess svo mikið sem tala við hann eitt einasta orð? Hún varð í það minnsta að fá að sjá hann einu sinni enn þá .... manninn, sem hafði vakið svo marga heita drauma í hennar ungu sál, — sem hafði veitt henni kjark til þess að sam- þykkja í blindni ráðagerð Roberts Greene. Það var góð stund þar til lestin kæmi. Þetta mundi ekki tefja hana neitt að ráði! Hún beygði niður að ströndinni og gekk eftir föstum, votum sandinum. Hún var komin að kofanum. Allt var kyrrt og hljótt. Hún heyrði ekki lengur í briminu. — Hún heyrði aðeins eigin ákafan hjartslátt. Varfærnislega gekk hún nær og horfði stöðugt á gluggann. Hvað mundi hún segja, ef hann birtist allt í einu í glugganum? Það hafði hún ekki hugleitt. Að baki hennar reis sól úr ægi hægt og hægt. Kofinn varð skyndilega baðaður Ijósi. Dyrnar opnuðust og Bruce Preston kom út. Meg sá að hann var ekki al- mennilega vaknaður enn þá. Hann snéri andlitinu syfjulega mót sólinni, lyfti höndunum og teygði sig. Þá kom hann auga á hana. í skæru sólskininu gat hún greint hverja smábreytingu í andlitsdráttum hans. Hann starði eins og fjötraður á hana. — Guð minn góður, heyrði hún hann hvísla. — Getur þetta verið? — Bruce! Nafnið kom fram á varir hennar án þess hún gerði sér það ljóst. — Nella! Framh. í næsta blaði. LITLA SAGAIV Framh. af bls. 24. hún gæti verið amma mín. Auk þess er hún forljót og peningarnir eru ekki nógu miklir. Frú Sörensen dró upp úr skrif- borðsskúffunni myndaalbúm og sýndi honum nýja mynd. — Hvernig lízt yður á hana þessa? Eigið hús, nýjan og flottan bíl og í handraðanum eru 200 þús. kr. Simmerberg þreif af henni mynd- ina. — Ó, sagði hann með hryllingi, hvílík hækja. Ég vil hvorki heyra hana né sjá. Og hvað eru 200 þús. krónur á viðreisnartímum eins og nú eru. Nei, ég hefði hugsað mér, — reyndar — konu, sem ætti svona um það bil hálfa milljón. Hafið þér enga slíka? Frú Sörensen kinkaði kolli. — Jú, það er hérna ein á skrá hjá okkur sem á 700 þús. krónur. Ekkju- frú, sem á eigin villu í Snapabrekku. Nægir það? Simmerberg var óður og uppvæg- ur í hana. — Það lætur vel í eyrum, sagði hann, en get ég fengið að sjá mynd af henni. Frú Sörensen var fljót að skella aftur albúminu. — Nei, maður minn, slíkt þýðir ekki, þegar um svo stóra upphæð er að ræða, sýnum við ekki myndir. Willy Breinholst. 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.