Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 16
Grímu dans á ðsku dag FÁLKINN heimsækir Dansskóla Her- manns Ragnars Greinilega var eitthvað óvenjulegt að gerast. Svipur þess smávaxna fólks, sem beið fyrir utan dyrnar að Lídó, bar það með sér. Þau stóðu þarna í hnapp fyrir utan dyrnar eitthvað um tuttugu og ræddu sín á milli þetta óvenjulega. — Hann var alveg eins og Hrói Hött- ur í bíó, sagði rauðhærður strákur við félaga sinn og þeir lögðust fast að gler- inu í hurðinni til að reyna að sjá eitt- hvað inni. En þar niðri í ganginum var ekkert að sjá. — Hvað er hér um að vera krakkar, sögðum við. Lítil stúlka í rauðum gallabuxum og blárri úlpu varð fyrir svörum. — Það er grímuball. — Hjá hverjum er grímuball? —- Það eru krakkar. — Eru þau mörg? — Já alveg fullt. Og einn strákurinn var með byssu. Augun urðu stærri þeg- ar hún minntist á vopnið. — Ekki alvörubyssu? — Það er svona byssa til að gera hvell. Og augun urðu eðlileg aftur. Við tróðumst í gegn um þvöguna að dyrunum. Það var strákur að hengja öskupoka á stelpu og hann fór mjög laumulega að þessu og brosti breiðu brosi. Sennilega hefði þetta heppnast hjá honum ef vinkona stelpunnar hefði ekki sagt til. — Bína! Hann Stjáni er að hengja á þig poka. Bína snéri sér snöggt við og sló til stráksins sem bar sig undan högginu. — Oooo, þú ert svo leiðinlegur. En það var ekki mikil reiði í viðbrögðum hennar og hún var talsvert upp með sér, að hann skyldi velja hana úr hópn- um. Sennilega verða þau hjón hugsuðum við og smeygðum okkur inn um dyrn- ar. Niður í forsalinn barst dansmúsik og þegar við komum upp í stigann heyrðum við, að börnin voru að syngja, en greindum ekki textann. Salurinn var fullskipaður börnum í margbreytilegum grímubúningum. Kú- rekar með byssu við belti, skógarmenn Hróa Hattar í grænum búningum með boga, sótari svartur í framan með lítinn stiga á baki, senjorítur af Spáni, da«s-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.