Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.03.1963, Blaðsíða 11
af stað og við í lögreglubílnum á eftir. Sá handtekni sat þögull og horfði út um gluggann og reykti í löngum teygum. Hann virtist vera í talsverðri spennu. Þeir fóru með bílana niður á planið hjá Pylsubarnum og gengu yfir á Stöð- ina. Það var talsverð umferð í Hafnar- stræti. Þeir leiddu hann ekki á milli sín enda virtist hann vera orðinn ró- legri og kominn ofan af öllum frekari flóttatilraunum. Þeir fóru með hann beint inn á skrif- stofuna til varðstjórans og sögðu hon- um að setjast í stólinn fyrir framan borðið hjá Guðmundi Hermannssyni varðstjóra. Svo sögðu þeir frá því sem gerzt hafði. — Því reynduð þér að sleppa, spurði Guðmundur. — Ég veit það varla. Mér datt það allt í einu í hug. — Það er hættulegur hlutur að aka svona eins og þér ókuð og ekki til ann- ars en stofna mannslífum í hættu. Þér áttuð að stoppa þegar þér heyrðuð í sírenunni. Hann svaraði engu og hafði stungið höndunum í vasann. — Hafið þér verið að neyta áfengis? — Ég tel það ekki. Ég drakk tvo eða þrjá bjóra í hádeginu og það get ég varla talið drykkju. Ég finn enga breyt- ingu á mér. Guðmundur fór í skrifstofuskúffuna hjá sér og dró upp plastpoka — Þetta er áfengismælir, sagði hann. Munduð þér vilja blása hann upp. — Ég sé ekki ástæðu til þess þar sem þetta var svo lítið sem ég drakk. — Pokinn mundi ekki gera annað en sanna sekt eða sakleysi. — Ég tel mig alveg saklausan. — Þá ætti yður að vera sama þótt þér blésuð í pokann. Yður er ljóst að Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.